Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 4
VEÐUR Hitinn í Reykjavík náði 24,8 stigum í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í höfuðborginni. Gamla metið hljóðaði upp á 24,3 stig og var sett 9. júlí árið 1976 að sögn Björn Sævars Einarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Ís- lands. Hitinn á landinu í gær mældist hæstur 29,2 stig á Egilsstaðaflug- velli og jafnaði hæsta hita sem mældur hefur verið með nútíma- mælitækjum, á Kirkjubæjar- klaustri árið 1991. Hæsti hiti sem lesinn hefur verið af mæli hér á landi var hins vegar 30,5 stig, á Teigarhorni árið 1939. „Þetta er hlýjasti loftmassi sem komið hefur hingað til lands síðan mælingar hófust,“ segir Björn Sævar en hitinn í gær fór víða yfir 27 stig. Áfram var svalast í þoku- lofti við Húnaflóa og í Skagafirði en lægsti hiti á landinu mældist 10,8 stig í Litlu-Ávík á Ströndum. Notkun Reykvíkinga á köldu vatni var lítið eitt meiri í hitanum í gær en hún er yfirleitt að sögn Sig- urðar E. Sigurðssonar, vakthafandi vélfræðingsins hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Sigurður segir hins vegar heitavatnsnotkunina sér- staklega litla í veðurblíðunni í gær. Í gær notuðu Reykvíkingar um 2.300 rúmmetra af köldu vatni á klukkustund en venjuleg notkun er um 2.000 rúmmetrar að sögn Sigurðar. Heitavatnsnotkun Reyk- víkinga í gær nam tæplega þrjú þúsund rúmmetrum á klukkustund sem Sigurður segir mjög lítið. Til samanburðar nefnir hann venju- legan júlídag á árinu og var notk- unin þá ríflega fjögur þúsund rúmmetrar á klukkustund. „Ég býst við að aukinn þrýsting- ur myndist á að taka sumarfrí á þessum tíma og jafnvel til þess að vinnustöðum loki á heitustu svæð- um,“ segir Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, aðspurður um áhrif góða veðursins á atvinnulífið. Ari segir ómögulegt að slá á hversu miklir fjármunir geti tapast við það að skrifstofur loki vegna veðurs. „Það má þó auðvitað gera sér í hugarlund að slíkir dagar hægi nokkuð á atvinnulífinu.“ Ari bendir þó á að margir hópar séu í þeirri aðstöðu að verða að leiða góða veðrið hjá sér. „Ég býst þó við því að allir sem aðstöðu hafa reyni í einhvern hátt að njóta veð- urblíðunnar.“ helgat@frettabladid.is 4 12. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR SKIPULAGSMÁL Gert er ráð fyrir að Austurbær verði ekki rifinn og að byggt verði nýtt þriggja hæða hús við Njálsgötu í Reykjavík í drögum að nýju deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum í gær að kynna til- löguna hagsmunaaðilum á svæð- inu. „Gert er ráð fyrir leiksvæði á austurhorni reitsins auk þess sem lagt er til að leyft verði að byggja þriggja hæða hús við Njálsgötu,“ segir Margrét Þormar, arkitekt hjá Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur- borgar. „Bílageymslur hússins verði alfarið neðanjarðar auk þess sem gert er ráð fyrir að ásýnd þess verði sem mest í takt við umhverfið.“ ■ Slökkvilið á Flórída: Áttu aldrei möguleika FLÓRÍDA, AP Slökkviliðsmenn á Flórída eru ekki óvanir því að eiga við elda sem kvikna í kjölfar eldinga. Þeir voru hins vegar teknir í bólinu þegar eldingu laust niður í gamla slökkvistöð í timburhúsi í dreifbýli norðar- lega á Flórídaskaganum. Liðsmenn slökkviliðsins voru þegar kallaðir út og voru snöggir á staðinn. Þeir gátu hins vegar lítið annað gert en að horfa á slökkvistöðina brenna til grunna, þar sem allur útbúnaður þeirra til slökkvistarfa var þar innan dyra. ■ Erlendir ferðamenn: Kaupa lopa- peysur þrátt fyrir hita VEÐUR Erlendir ferðamenn fjár- festa í lopapeysum þrátt fyrir hitabylgju að sögn Lindar Hilm- arsdóttur, starfsmanns Ramma- gerðarinnar. Lind hefur ekki orðið vör við minni sölu hlýrra flíka þótt hit- inn undanfarna daga hafi verið mun hærri en Reykvíkingar eiga að venjast. „Útlendingarnir eru náttúrlega ekki spenntir yfir hit- anum eins og við enda margir vanir slíkum hita,“ segir Lind. Að sögn Lindar kom fjöldi fólks í verslunina í gær og hik- uðu erlendu ferðamennirnir ekki við að máta og kaupa lopa- peysur þrátt fyrir hitann. ■ ■ VIÐSKIPTI Er raforkuverð til stóriðja of ódýrt? Spurning dagsins í dag: Eiga Íslendingar að veiða meiri síld á Svalbarðasvæði en Norðmenn leyfa? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 31,65% 68,35% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Pink í Bláa lóninu: Dónaleg við ljósmyndara UPPÁKOMA Poppstjarnan Pink kunni því illa að ljósmyndari Vík- urfrétta tæki af henni myndir þegar hún heimsótti Bláa lónið upp úr hádegi í gær. Hún hélt sem kunnugt er tónleika í Laugardals- höll í fyrrakvöld sem gengu vel og dreif hún sig strax í lónið daginn eftir. Þar reyndi ljósmyndari Vík- urfrétta, Atli Már Gylfason, að ná myndum af henni og fór það svo mjög í taugarnar á stjörnunni að hún skvetti yfir hann vatni og sýndi honum löngutöng. Var hún umkringd íslenskum lífvörðum allan tímann og voru þeir við hlið hennar ofan í lóninu sjálfu. ■ VILDI FRIÐ Í BLÁA LÓNINU Stórstjarnan og fyrirmyndin Pink sýndi ljós- myndara Víkurfrétta löngutöng í Bláa lóninu. METHAGNAÐUR HJÁ CISCO Hagn- aður bandaríska tölvufyrirtækis- ins Cisco Systems jókst um 42 pró- sent á síðasta ársfjórðungi miðað við árið í fyrra. Félagið hagnaðist um 1,4 milljarða dala (um 100 milljarða króna) á síðustu þremur mánuðum. Rekstrarbatinn er skýrður með aukinni fjárfestingu fyrirtækja í upplýsingatækni. RÉTTARHÖLDUM FRESTAÐ Verj- endur í fyrsta refsimálinu vegna fjársvika orkufyrirtækisins Enron hafa fengið framlengdan frest til að undirbúa vörn sína. Um er að ræða fyrrverandi starfsmenn En- ron og fjármálafyrirtækisins Merril Lynch. Réttarhöldin hefjast 18. ágúst. ■ Aldrei heitara í Reykjavík Hitinn í Reykjavík náði 24,8 stigum í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í höfuðborginni. Hlýjasti loftmassi síðan mælingar hófust. VEÐUR Verksmiðjur Emmessís munu starfa aukalega alla helgina til þess að fylla á lager fyrirtækis- ins að sögn Atla Hergeirssonar markaðsfulltrúa. Ísblöndusala fyrirtækisins var fjórum sinnum meiri í hitabylgjunni í gær en á venjulegum degi. „Þetta er ótrúlegasti dagur sem við munum eftir og allt alveg dýrvitlaust,“ segir Atli. Íssalan í gær hljóp á þúsundum lítra að sögn Atla en nákvæm sölutala fæst ekki uppgefin. „Við höfum vart undan að dreifa þessum ís til allra þeirra sem hringja,“ segir Atli en bíl- stjórar fyrirtækisins unnu margir langt fram eftir kvöldi við dreif- ingu íssins. Einn frystibíll tekur rúm fjögur tonn af ís að sögn Atla. Einnig var unnið fram á kvöld í verksmiðju fyrirtækisins til þess að fylla á lagerinn á ný eftir átök dagsins. ■ Verksmiðjur Emmessís starfa alla helgina vegna mikillar íssölu: Salan fjórfalt meiri en á venjulegum degi Í KULDAGALLA Á HEITASTA DEGI Í REYKJAVÍK Meðan flestir sleiktu sólina í gær vann þessi ungi maður hörðum höndum að því að koma ís til sólbakaðra Reykvíkinga. Drög að deiliskipulagi við Austurbæ: Þriggja hæða hús við Njálsgötu AUSTURBÆR OG NÁGRENNI Gert er ráð fyrir því að Austurbær standi og leyft verði að byggja þriggja hæða hús við Njáls- götu í drögum að nýju deiliskipulagi. Myndin sýnir skuggavarp húsanna á hádegi 21. júní. RÍFUR Í SIG RIFSBER Það eru fleiri en mannfólkið sem njóta góðs af veðurblíðunni. Gróðurinn blómstrar og fuglarnir hafa nóg að bíta og brenna. STRANDARSTEMNING Mikill fjöldi fólks safnaðist saman í Naut- hólsvík í gær enda hlýjasti dagur í Reykja- vík síðan mælingar hófust. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L S N O R R A B R A U T NJÁLSGATA 04-05 11.8.2004 21:02 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.