Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 10
10 12. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR GLÍMT Á HORNSTRÖNDUM Hilmar Kjartansson og Hjalti Már Björns- son stigu íslenska glímu í Aðalvík á Horn- ströndum í sumar. Þeir voru á ferð með gönguhópnum „Sárir og súrir fætur“ og nutu veðurblíðunnar og náttúrufegurðar. Bensínstöðvar úti á landi: Bjóða ekki upp á sjálfsafgreiðslu NEYTENDUR Bíleigendur njóta ekki sjálfsafgreiðsluafsláttar á bensín- stöðvum Olíufélagsins ESSO víða á landsbyggðinni. Pétur Steingrímson ætlaði sjálfur að dæla bensíni við stöðina í Varmahlíð í Skagafirði um síð- ustu helgi. „Þá var mér sagt að það stæði ekki til boða og ég yrði að greiða fyrir fulla þjónustu,“ segir hann. Verð með fullri þjón- ustu er 113 krónur fyrir lítra af 95 oktana bensíni. Á heimasíðu ESSO má finna lista yfir bensínverð á nokkrum stöðvum ESSO. Þar segir: „Á öll- um öðrum þjónustustöðvum ESSO um landið er tveggja krónu af- sláttur af eldsneytislítra í sjálfs- afgreiðslu.“ Þetta segist Pétur skilja sem boðið væri upp á sjálfs- afgreiðslu á öllum bensínstöðvum félagsins. Heimir Sigurðsson hjá ESSO segir að ekki sé boðið upp á sjálfs- afgreiðslu á öllum bensínstöðvum félagsins en það standi til bóta. Hann viðurkennir að orðalag sé óljóst á heimasíðunni og segir því munu verða breytt. ■ Of fátæk til að kaupa í matinn Misskipting auðsins fer vaxandi í Ísrael. Tekjur helmings landsmanna duga ekki fram að næstu útborgun og sjöundi hver Ísraeli kveðst lenda í vandræðum með matarkaup vegna fátæktar. ÍSRAEL Laun annars hvers Ísraela duga ekki til að ná endum saman og sjöundi hver Ísraeli á ekki nógu mikinn pening til að kaupa mat, samkvæmt nýrri tekjukönn- un ísraelsku hagstofunnar sem greint er frá í dagblaðinu Jerusal- em Post. Ísraelskt efnahagslíf hefur, líkt og efnahagur Palestínumanna, hrunið vegna átaka Ísraela og Palestínumanna undanfarin ár. „Hér eru nú tvær þjóðir. Önnur rík, hin fátæk. Á því leikur enginn vafi. Fjármálaráðherrann er Hrói Höttur hinna ríku,“ sagði verka- lýðsforkólfurinn Etti Peretz. Peretz sagði í útvarpsviðtali að fæðuskortur yrði til þess að skaða líkamsbyggingu, skilningsvit og heilsu fólks. „Þetta þýðir að hluti ísraelskra barna elst upp með van- þroska líkama og að sumir hinna öldruðu íbúa Ísraels eru að farast úr fátækt,“ sagði hann. Könnunin leiðir meðal annars í ljós að munurinn á milli ríkra og fá- tækra fer stækkandi. Á nær fjöru- tíu prósentum heimila hafa íbúar ekki efni á því að hita heimili sín og meira en helmingur Ísraela kvaðst hvorki hafa keypt sér föt né skó árið sem tekjukönnunin tók til. Fjórði hver maður bjó við að lokað hefði verið fyrir síma eða rafmagn á sama tímabili. Versnandi afkoma almennings hefur mikil áhrif á hversu líklegt fólk er til að leita sér lækninga. Nær helmingur þeirra sem þurfti að leita til tannlæknis sleppti því vegna kostnaðar. Sjötti hver Ísraeli sleppti því að leysa út lyf sem læknar ávísuðu á og annar hver Ísraeli sem er ekki með sjúkra- tryggingu sagðist hafa gefið hana upp á bátinn vegna fjárhagserfið- leika. Að einu leyti kann fátæktin þó að hafa stuðlað að betri heilsu. Rúmlega fjórðungur reykingafólks kvaðst hafa þurft að hætta að reyk- ja eða draga úr reykingum vegna kostnaðar. Þrátt fyrir þetta lýsti nær helm- ingur sig ánægðan með efnahagsá- standið. Tveir af hverjum fimm telja að staða sín batni á næstu árum en fjórðungur Ísraela telur hana munu versna. ■ Arnold Schwarzenegger: Fádæma vinsæll KALIFORNÍA, AP Arnold Schwarzen- egger er vinsælasti ríkisstjóri í Kaliforníu í þrjátíu ár, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Um 65% kjósenda í ríkinu styðja leikarann og hasarhetjuna sem hefur gegnt embætti í níu mánuði. Stuðningur við ríkisstjórann nær langt inn í raðir demókrata en 45 prósent þeirra eru sáttir við Schwarzenegger. Níu af hverjum tíu repúblikönum í Kaliforníu eru sáttir við störf síns manns. Sér- fræðingar vestan hafs telja ólík- legt að Schwarzenegger haldi þessum vinsældum til lengri tíma litið. ■ Grunnskólar Akureyrar Upphaf skólastarfs skólaárið 2004 - 2005 Nemendur skulu koma í skólana föstudaginn 20. ágúst. n.k. sem hér segir: Lundarskóli,Oddeyrarskóli,Síðuskóli,Glerárskóli,Giljaskóli og Hlíðarskóli Nemendur í 2., 3. og 4. bekk klukkan 9:00. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk klukkan 10:00. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk klukkan 11:00. Sérdeild Giljaskóla – Nemendur mæti klukkan 09:00 Hlíðarskóli – Nemendur mæti klukkan 10:00 Nemendur Brekkuskóla skulu koma í skólann 23.ágúst n.k. sem hér segir: Nemendur í 2.-5. bekk mæti í neðra hús skólans klukkan 9:00 Nemendur í 6.-7.bekk mæti í nýbyggingu skólans klukkan 10:00 Nemendur í 8.-10. bekk mæti í Íþróttahöllina klukkan 11:00 Akureyrarbær Skóladeild Glerárgötu 26 600 Akureyri Börn sem fara í 1. bekk verða boðuð sérstaklega með bréfi til viðtals í skólunum ásamt aðstandendum sínum. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum fyrsta skóladaginn. Skólastjórar Mike Wallace: Hálfníræður í járnum BANDARÍKIN, AP Sjónvarpsmaðurinn góðkunni úr fréttaskýringaþætt- inum 60 mínútum var handjárnað- ur og færður á lögreglustöð eftir að hafa lent í útistöðum við stöðu- mælaverði í New York á þriðjudag. Wallace er 86 ára gamall en hann lét stöðumælaverði hafa það óþvegið er hann sá þá hafa af- skipti af bílstjóra sínum sem hafði lagt ólöglega. Sögðu stöðumæla- verðirnir að Wallace hefði ver- ið afar dónalegur og meira að segja veist að öðrum þeirra. Öldungn- um var þó sleppt að lokinni yfir- heyrslu á lögreglustöð. ■ BENSÍN Á heimasíðu ESSO segir að boðið sé upp á afslátt vegna sjálfsafgreiðslu á öllum stöðvum. NÝFLUTT TIL ÍSRAELS Hin tveggja ára Nahomi er meðal þeirra sem hafa flutt til Ísraels í sumar þrátt fyrir bágan efnahag landsmanna. FISKVEIÐAR Fátt er vænlegra fyrir íbúa Neskaupstaðar til að ná sér niður eftir innrás þúsunda ferða- manna á Neistaflug sem fram fór þar í bæ um verslunarmanna- helgina en að tylla sér á bryggju- kant í blíðviðri og dorga. Það er einmitt það sem þau Ólöf og Bjarki gerðu um helgina en margir aðrir bæjarbúar flýðu á vit ævintýra úti í löndum. Er ekki óalgengt að fjöldi fólks láti sig hverfa að afloknu Neistaflugi, sem er stærsta hátíð á Austur- landi á ári hverju. Ekki höfðu skötuhjúin fengið fisk þegar blaðamenn bar að en orðið vör oftar en einu sinni. ■ FALLEGUR DAGUR Ekki var mikið upp úr krafsinu að hafa en veðurblíðan er með ólíkindum í Neskaupstað. Neskaupstaður: Dorgað í blíðunni fyrir austan FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA EKKI DAUÐUR ÚR ÖLLUM ÆÐUM Hálfníræður Mike Wallace var færður í járnum á lögreglustöð. 10-11 11.8.2004 21:04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.