Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 20
Sjávarútvegur Íslendinga er þriðj- ungur af sjávarútveginum í Bret- landi. Aflamagn Íslendinga er hins vegar þrefalt meira en Breta og verðmætin þrefalt meiri. Ég held að við getum lært mikið af Íslending- um,“ sagði Ben Bradshaw, sjávarút- vegsráðherra Bretlands, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var staddur hér á landi til að kynna sér fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga. Fiskveiðistjórnun Breta hefur verið mjög í umræðunni þar undan- farin ár í kjölfar síminnkandi fiski- stofna. Í vor kom út skýrsla sem unnin var á vegum bresku ríkis- stjórnarinnar og kom í ljós að ástand stofna var miklu verra en bú- ist hafði verið við. Helstu skýring- arnar voru ofveiði og löndun fram- hjá kvóta. Verulega hefur verið dregið úr veiðum á nokkrum teg- undum, sérstaklega þorski, en í haust verður komið á sérstöku stjórnunarsvæði fiskveiða í Norður- sjó sem hluta af breytingu á fisk- veiðistefnu Evrópusambandsins. Óhagstæðir skilmálar Spurður að því hvað hafi orsakað þann vanda sem upp er kominn í breskum sjávarútvegi, segir Brads- haw að Bretar hafi gengið inn í sam- eiginlega fiskveiðistefnu sambands- ins á mjög óhagstæðum skilmálum. „Okkur hefur nú tekist að fá því breytt og erum að beita okkur fyrir breytingum á fiskveiðistefnu ESB. Eftir því sem ESB hefur stækkað hefur sambandið færst meira í átt til þess sem við viljum, Evrópusam- band með rúm fyrir ákveðinn sveigjanleika fyrir hvert ríki. Ég held að þessi hugsun komi fram í breytingunum á fiskveiðistefn- unni,“ segir Bradshaw. Hann segir að ljóst hafi verið að það yrði alltaf ákveðnum vand- kvæðum bundið að koma á sameig- inlegu fiskveiðistjórnunarkerfi jafn margra ólíkra þjóða með ólíka hags- muni, ekki síst í ljósi þess að pólitík- in í kringum sjávarútveginn er mis- munandi í hverju landi. „Ég er sannfærður um það að æ fleiri þjóðir hafi áttað sig á því að við getum ekki haldið áfram eins og hingað til. Að við verðum að þróa kerfi sem er gagnsætt og heiðarlegt, þar sem samvinna ríkir milli sjávar- útvegs, stjórnmála og vísinda og í sameiningu sé stuðlað að sjálfbærri framtíð sjávarútvegsins,“ segir hann. Frískandi reynsla Spurður um hvað megi læra af reynslu Íslendinga af fiskveiði- stjórnun segir hann að það sé fjöl- margt. „Ég varð fyrir alveg sérstakri reynslu í dag, alveg einstakri. Við funduðum með forsvarsmönnum Landssambands íslenskra útgerðar- manna, LÍÚ, sem sögðu mér að þeir væru að veiða of mikið! Það hefur aldrei komið fyrir mig áður og er mjög frískandi dæmi um hvernig fiskveiðistjórnunarkerfi ykkar Ís- lendinga hefur gert sjómennina sjálfa ábyrga og stuðlað að sam- vinnu milli sjómanna og vísinda- mannanna. Við eigum enn langt í land með það í Bretlandi,“ segir Bradshaw. Hann segir að íslenska kvóta- kerfið sé einnig mjög áhugavert. „Í nýrri skýrslu sem ríkisstjórnin lét vinna um stöðu sjávarútvegs og fiskveiðistofna við Bretland var meðal annars mælt með því að við tækjum það upp. Eins og stendur erum við að kanna hvort hægt sé að aðlaga kvótakerfi Íslendinga að breskum aðstæðum,“ segir hann. Þá segir hann tölvuvæðingu sjávarútvegsins á Íslandi til mikillar fyrirmyndar. Það geri allt fiskveiði- stjórnunarkerfið mjög gagnsætt, því hægt sé að fylgjast með því hver veiðir hvað og hve mikið og hver selji hverjum hvað. Hann bendir jafnframt á að Ís- lendingar eigi heldur ekki við mik- inn vanda að stríða varðandi löndun framhjá kvóta, en það sé hins vegar stórt vandamál í Bretlandi og ann- ars staðar í Evrópusambandinu. Hefð fyrir sameiginlegum afnotum „Við getum ekki tekið upp fisk- veiðistjórnunarkerfi ykkar algjör- lega óbreytt því þið eruð lítil eyþjóð í miðju Atlantshafi með rík fiskimið sem þið ráðið ein yfir og fiskveiðar eru miklu stærri og mikilvægari hluti af efnahag ykkar. Ykkur hefur tekist að koma á, að mér skilst, 40 prósenta hagræðingu í sjávarútveg- inum á síðasta áratug. Sjávarútveg- ur getur greinilega verið arðsamur og kannski er það ástæðan fyrir hinni góðu samvinnu allra hlutað- eigandi hér á landi,“ segir Brads- haw. Bradshaw segir að í Evrópusam- bandinu séu fiskveiðisvæði sem lig- gja nærri meginlandi Evrópu og hefð sé fyrir sameiginlegum afnot- um á þeim „Það á ekki að breytast, við mun- um ekki fara að útiloka neinn frá þeim. Nýting auðlindanna er jafn- framt byggð á aflareynslu, sem er nokkurs konar kvótakerfi, sem stuðl- ar að stöðugleika og hefðbundnum veiðiréttindum,“ segir hann. Rýmkun á fiskveiðireglum ESB Spurður hvort hugsanlegt væri að Evrópusambandið samþykkti verulegar undanþágur fyrir Ís- lendinga frá sameiginlegri fisk- veiðistefnu ef Íslendingar sæktu um aðild, segir hann það mjög hæpið. „Auðvitað myndum við taka Ís- lendingum fagnandi tækju þeir þá ákvörðun um að ganga í Evrópusam- bandið. Sem sjávarútvegsráðherra geri ég mér grein fyrir því að fisk- veiðimálin gætu orðið til trafala en það myndi þurfa að vinna úr því. Ég vonast þó til þess að þær breytingar sem verið er að gera á fiskveiði- stefnu ESB geri það auðveldara fyrir Íslendinga að gangast undir hana, komi svo að þið ákveðið að ganga í sambandið,“ segir Bradshaw. Hann segist ekki viss um hvort hægt sé að gera fiskveiðistjórnunar- kerfið jafn sveigjanlegt og Íslend- ingar myndu vilja. „Ég held að hluti af vandamálinu sé það að Íslendingum finnst við ekki hafa haldið nægilega vel utan um fiskistofna okkar. Ég tel að ef við getum sýnt fram á það að innan fisk- veiðistefnu ESB sé fiskveiðistjórn- unarkerfi sem stuðli að sjálfbærum fiskistofnum og arðsömum sjávar- útvegi, hvert sem stjórnunarkerfið verður, verði það ákjósanlegt fyrir Íslendinga að taka þátt í því. Eins og stendur er erfitt að skilja hvernig sannfæra megi Íslendinga, þá sér- staklega íslenska sjómenn, um það að þeir muni hagnast á því að taka þátt í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB,“ segir hann. Samþykktu ekki fullt forræði Spurður hvort Bretar myndu ein- hvern tímann samþykkja fullt for- ræði Íslendinga yfir fiskimiðunum ef við sæktum um aðild segir hann að það væri mjög erfitt frá sjónar- miði Evrópu. „Einfaldlega vegna þess að ég sé það ekki gerast að ESB myndi koma á 200 mílna lögsögu fyrir öll aðildar- ríki. Það sem við sjáum fyrir okkur er mun frekar það að breytingarnar á fiskveiðistefnunni verði til þess að hún verði sveigjanlegri og betur verði hægt að sníða hana að þörfum hvers og eins. Til að mynda verður í haust tekið upp sérstakt stjórn- svæði fiskveiða í Norðursjó sem varðar löndin sem eiga fiskveiði- hagsmuni þar. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert innan ESB,“ segir hann. ■ MANNBJÖRG Mannbjörg varð þeg- ar sómabáturinn Eyrarröst KE- 25 brann og sökk um sjö sjómílur vestur af Garðskaga. Maðurinn var búinn að vera í tæpa klukku- stund í sjónum þegar skipverjar á Grímsnesi GK-555 björguðu honum. Að sögn lögreglunnar bjargaði flotgalli manninum en sjórinn var um tólf gráðu heitur. „Við sáum reyk í fjarska og töldum það vera brennandi bát. Þegar við vorum nýbúnir að setja stefnuna að honum heyrð- um við í tilkynningaskyldunni hvað hefði gerst og héldum áfram,“ segir Sveinn Daníel Arnarson, skipstjóri á Gríms- nesi, en hann ásamt hinum tveimur í áhöfninni björguðu manninum úr sjónum. Sveinn segir þá hafa séð manninn í flot- gallanum í sjónum en báturinn var alelda. Þeir hentu til hans björgunarhring og náðu honum þannig um borð. Sveinn segir manninn vitaskuld hafa orðið fyrir áfalli. Lögreglubíll tók á móti manninum í Sandgerðis- höfn þaðan sem hann var fluttur á sjúkrahúsið í Reykjanesbæ þar sem hann naut aðhlynningar fram á kvöld. Þyrla Landhelgis- gæslunnar og önnur frá varnar- liðinu voru lagðar af stað á vett- vang en þegar fréttist að mann- inum heilum og höldnum í Grímsnesi var þeim snúið við. ■ 20 12. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR HÁLFT TONN Patrick Deuel er þéttur á velli en hann hef- ur þó misst rúm 150 kíló eftir að hafa byrj- að í megrun í júní en þá var hann rúmlega hálft tonn að þyngd. Manni bjargað eftir að bátur hans brann og sökk: Var í sjónum í tæpa klukkustund Getum lært mikið af Íslendingum Sjávarútvegsráðherra Breta er staddur á Íslandi til að kynna sér fiskveiðistefnu Íslendinga. Sjávar- útvegur Íslendinga er þriðjungur af sjávarútveginum í Bretlandi en verðmætin þrefalt meiri. Kína: Bloggari fangelsaður PEKING, AP Yfirréttur í Kína stað- festi í gær dóm undirréttar yfir manni sem dæmdur hafði verið í þriggja ára fangelsi fyrir að grafa undan kínverskum yfir- völdum með því að halda úti pólitískri vefsíðu. Du Daobin hafði birt 26 greinar á vefsíðu sinni sem yf- irvöld sögðu að væri undirróð- ur gegn yfirvöldum. Þriggja ára fangelsisdómur undirréttar þótti þó óvenju mildur því aðrir höfðu hlotið allt að 11 ára fang- elsi fyrir sambærilega „glæpi“ og Du var sakaður um. ■ Afganskir flóttamenn: Sauma fyrir munn sér INDÓNESÍA, AP Afganskir flóttamenn í Indónesíu hafa saumað fyrir munn sér og hafið hungurverkfall til að þrýsta á um að þeim verði veitt hæli. Hópur um 40 flóttamanna hefur dval- ist í úthverfi Jakarta um tveggja ára skeið en fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna höfnuðu því á dögunum að þeir yrðu skilgreindir formlega sem hæl- isleitendur og útilokuðu að þeir yrðu sendir til þriðja lands. Flóttamennirnir segja Sameinðu þjóðirnar hafi heitið þeim hæli í landi utan Indónesíu en síðan gengið á bak orða sinna. ■ SVEINN DANÍEL ARNARSON SKIP- STJÓRI Á GRÍMSNESI Sveinn og félagar hans á Grímsnesi GK björg- uðu manni úr sjónum eftir að bátur brann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Opin kerfi: Í takt við væntingar VIÐSKIPTI Opin kerfi group hagnaðist um 41 milljón á öðrum árfsjórðungi í ár. Afkoman er í samræmi við vænt- ingar greiningardeilda þó tæplega 50 milljón króna afskriftir á eign í öðr- um félögum sé hærri en þær gerðu ráð fyrir. Á sama tíma í fyrra var tap á rekstrinum 22,3 milljónir króna. Síð- an þá hafa tekjur vaxið um 47%. Frosti Bergsson, starfandi stjórn- arformaður félagsins, segir að á síð- asta ársfjórðungi hafi 65% teknanna komið frá útlöndum. Opin kerfi reka fyrirtæki á Íslandi, Svíþjóð og í Dan- mörku. Hjá félaginu starfa um sex hundruð manns. ■ SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA BRETLANDS ÁRNI MATHIESEN OG BEN BRADSHAW Á FUNDI Í GÆR Breski sjávarútvegsráðherrann er að kynna sér fiskveiðistefnu Íslendinga. Hann vill taka upp kvótakerfi í Bretlandi að íslenskri fyrirmynd. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N FROSTI BERGSSON Stjórnarformaðurinn er ánægður með hálf- sársuppgjör Opinna kerfa group. 20-21 11.8.2004 21:58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.