Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 12. ágúst 2004 R ý m i n g a r s a l a ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 55 09 08 /2 00 4 20 % afsláttur Blómstrandi pottaplöntur Ótrúlegt verð 399 kr. Margaríta 299 kr. Nellikur 50 kr. Aðeins í Sigtúni Ís ■ Garðhúsgögn 20-50% afsláttur ■ Garðplöntur ■ Útipottar ■ Silkiblóm 50% afsláttur Náttúruvaktin: Hætta vegna Jökluhlaups NÁTTÚRUVERND Fulltrúar Lands- virkjunar fara frjálslega með hug- takið fimm hundruð ára flóð í frétt- um af vatnavöxtum í Jökulsá á Brú að sögn Viðars Hreinssonar hjá Náttúruvaktinni. Hann segir þær fullyrðingar „hreina markleysu“ í ljósi þess að vatnsmagn hafi verið mælt síðan 1965. Viðar segir rennsli Jöklu hafa mælst 1.030 rúmmetra á sekúndu árið 1977 og 1.020 rúmmetra árið 1991. Nær væri því að kalla þetta þrettán ára flóð. Náttúruvaktin telur að hlaup í ánni séu áhyggju- efni og vatnsmagn geta orðið marg- falt hærra en fyrir helgi. ■ NÝI FORSÆTISRÁÐHERRANN Tekur við embættinu sem faðir hans lét af hendi fyrir fjórtán árum. Leiðtogaskipti: Í fótspor föður síns SINGAPÚR, AP Tæpum fjörutíu árum eftir að Lee Kuan Yew varð fyrsti forsætisráðherra Singapúrs er orðið ljóst að sonur hans Lee Hsien Loong tekur við þessu sama embætti. Goh Chok Tong, sem tók við af Lee eldri árið 1990, sagði af sér embætti í vikunni og tekur Lee yngri við valdataumunum á morg- un. Valdaskiptin þykja til marks um að völdin gangi í erfðir en frá- farandi forsætisráðherra hefur lagt sig í líma við að afneita þeirri túlkun. Lee yngri fer ekki langt í að leita ráðherra. Einn þeirra er fað- ir hans sem tekur við lítt skil- greindu embætti. ■ GLAÐIR FEÐGAR Í GOLFI Aðsókn að golfvellinum í Neskaupstað hef- ur verið með ágætum í allt sumar. Golfvöllur Norðfjarðar: Aðsókn með besta móti FERÐAMÁL „Völlurinn hér er með albesta móti og ég er næsta viss um að hann er sá besti á Austur- landi í dag,“ segir Pálmi Þór Stef- ánsson golfáhugamaður. Hann atti kappi við syni sína tvo, þá Víking og Martein, á golfvelli Norðfjarð- ar á Grænunesbökkum um helg- ina en synirnir tveir hafa nýlega fengið golfbakteríuna sem hrjáir svo marga. Aðsókn að vellinum hefur ver- ið góð í sumar og þykir aðkomu- mönnum mikið til koma hversu vel hann er hirtur og lítur vel út. Hefur það spurst út og fleiri og fleiri leggja krók á leið sína til að spila nokkra hringi. ■ KÖTTUR OLLI NAUÐLENDINGU Belgísk farþegaflugvél þurfti að nauðlenda eftir að köttur komst inn í flugstjórnarklefann og réð- ist á aðstoðarflugmanninn. Kött- urinn slapp úr búri sem hann var geymdur í. Hann komst inn í flugstjórnarklefann þegar verið var að færa flugmönnunum mat- inn sinn. STÚLKA FÆR BÆTUR Rússneskur dómstóll hefur dæmt átta ára stúlku rúma milljón króna í skaðabætur vegna dauða foreldra hennar. Þeir létust þegar þak yfirbyggðrar sundlaugar hrundi í febrúar. Úrskurðurinn er sá fyrsti sem kveðinn er upp vegna slyssins sem kostaði 28 lífið. Starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík: Alið á þrælsótta ATVINNUMÁL Á annan tug starfs- manna varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli hyggst halda fast við kröfur sínar um að fá greitt svo- kallað símenntunarálag á laun sín en launadeild varnarliðsins hefur ekki gengið að þeim kröfum. Fyrr í mánuðinum var fallist á að greiða rúmlega 80 starfsmönnum launa- hækkanir til samræmis við al- mennar hækkanir í þjóðfélaginu síðustu ár. Gekk það ekki eftir fyrr en fjöldalögsóknum var hótað. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir þá starfsmenn sem enn hafi kröfur frammi ekki líklega til að gefast upp enda sé um talsverðar fjárhæðir að ræða fyrir hvern og einn. Hann segist þess fullviss að engir þeirra hafi áhuga á að tala við fjölmiðla því fólk sé hrætt um störf sín vegna þess þrælsótta sem alið sé á innan girð- ingar á varnarsvæðinu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /G VA ■ EVRÓPA BÆKISTÖÐVAR VARNARLIÐSINS Enn eru útistandandi kröfur tæplega 20 íslenskra starfsmanna á svæðinu. 20-21 11.8.2004 18:52 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.