Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 28
Nú er enski boltinn að hefjast og um að gera fyrir íþróttaaðdáendur að skella sér á leik. ÍT-ferðir eiga ein- mitt örfáa miða eftir á leik Manchester United og Liver- pool 20. september. Þetta er einn stærsti leikur tímabils- ins og því tilvalið að tryggja sér miða. Norskir dagar á Seyðisfirði eru haldnir um helgina en dagarnir eru haldnir í tengslum við fæðing- ardag Ottos Wathne, föður Seyðis- fjarðar. Áhersla verður á tengslin við Noreg ásamt kynningu á norskri menningu. Tónlistarfólk verður í Bláu kirkjunni og víðar. Sútunarkonur frá Noregi sýna skinn og sútun, familifest, mark- aður, kertafleyting, ball og margt fleira. Héraðs-, bæjar- og uppskeruhá- tíðin Ormsteiti 2004 á Egilsstöð- um verður sett á morgun, föstu- daginn 13. ágúst. Þetta er ellefta árið sem Ormsteiti er haldið en hátíðin á sér engan líka þegar kemur að íslenskum bæjarhátíð- um. Ormsteiti stendur yfir í tíu daga samfleytt 13. - 22. ágúst og verður eitthvað um að vera á hverjum degi vítt og breitt um Fljótsdalshérað. Sjá nánar á egils- stadir.is. Margt verður í boði á dönskum dögum í Stykkishólmi um helg- ina. Ratleikur verður haldinn á vegum Lions, lúðrasveit marser- ar um bæinn með skrúðgöngu, golfklúbburinn Mostri heldur opið gólfmót, danski sendiherr- ann verður á meðal gesta, bryggjuball verður haldið auk flugeldasýningar. Sjá nánar á stykkisholmur.is/danskir dagar. Árleg hátíðahöld í Djúpuvík – Djúpavíkurdagar verða haldnir um helgina. Farið verður í ferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögn og endað á sögu- sýningunni. Rakin verður saga verksmiðjunnar og leið síldar- innar í gegnum hana, seldar verða grillaðar pylsur og gos í garðinum við hótelið, leikir fyrir börnin, boðið verður upp á stutt- ar kajakasiglingar um víkina ef veður leyfir, kvöldvaka, varðeld- ur, dorgveiðikeppni, listaverka- sýning og margt fleira. Berjanótt verður haldin hátíðleg á Ólafsfirði um helgina. Berjanótt er sannkölluð tónlistarveisla og er tónlistin sem spiluð verður í klassískum anda. Hátíðin mun opna í Ólafsfjarðarkirkju með verkum Mozarts, Beethoven og Debussy. Nánar um hátíðina er hægt að finna á vef Ólafsfjarðar- bæjar, olafsfjordur.is. ■ - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Súpersól til Salou Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni, einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar, gott úrval veitingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Bókaðu núna og festu þér Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðu svo að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl. Verð kr. á mann M.v. 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. Verð kr. á mann M.v. 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. 19. ágúst Verð frá 39.995.- 39.995.- 49.890.- 25% afsláttur af gistingu Skanplus kortið frítt 6. nóttin frí Fosshótel eru um allt land: Reykjavík (Lind, Baron, Höfði), Bifröst, Sauðárkróki, Húsavík, Laugum, Hallormsstað, Reyðarfirði, Höfn í Hornafirði, Nesjavöllum og Hveragerði Rómantískt kvöldverðartilboð á eftirtöldum hótelum: Fosshótel Bifröst, Fosshótel Áning, Fosshótel Laugar, Fosshótel Hallormstaður, Fosshótel Vatnajökull lækkum við verðin Gistigleði á öllum Fosshótelum í ágúst FOSSHÓTEL •BORGARTÚN 33 • 105 REYKJAVÍK • ICELAND TEL. (+354) 562 4000 • FAX (+354) 562 4001 • E-mail: bokun@fosshotel.is www.fosshotel.is Er ekki kominn tími til að bjóða makanum út? Með lækkandi sól Drykkur Amors • Þriggja rétta kvöldverður + kaffi • 3990.- á mann G ildir gegn fram vísun m iðans. Hátíðir helgarinnar: Norskir dagar á Seyðisfirði og danskir í Stykkishólmi Á Egilsstöðum verður hin margrómaða héraðs,- bæjar,- og uppskeruhátíðin Ormsteiti haldin um helgina. Árleg hátíðarhöld verða í Djúpuvík um helgina á Djúpavíkurdögum. Í Stykkishólmi verða danskir dagar um helgina með tilheyrandi hátíðarhöldum. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og tón- listarmaður, fór í óvænta ævintýraferð á dögunum. „Einn daginn þegar ég kom heim var konan mín búin að kaupa ferð handa okkur til Krítar í eina viku. Hún vissi sem var að mig hefur alltaf langað til Grikk- lands og gaf mér ekki færi á að væflast neitt heldur ákvað þetta bara. Þegar til Krítar var komið vorum við á hóteli með sundlaug og fullt af túristum og þar sem ég er einfari í útlöndum var ég orðinn mjög þreyttur á samfélaginu við aðra túrista eftir sólar- hring. Við tókum það því til bragðs að leigja bíl og keyra út í bláinn. Ég vissi svo sem ekkert hvað væri skemmtilegt að gera á Krít nema ég vissi af hinni fornu borg Knossos og langaði að skoða hana. Þegar við komum að Knossos var verið að loka og við urð- um að snúa frá og finna okkur gististað. Þá sá ég út- undan mér vegaskilti sem beindi fólki á safn um frægasta rtihöfund Krítverja, Nikos Kazantzakis, sem skrifaði meðal annars söguna um Grikkjann Zorba. Ég hugsaði strax að það væri gaman að skoða safn um hann. Við sváfum af nóttina, skoðuðum Knossos daginn eftir og keyrðum svo fáfarna vegar- spotta á safnið um Kazantzakis. Á leiðinni til baka varð á leið okkar stór og mikil kirkja eða klaustur sem við vildum endilega skoða. Við hittum þar fyrir grískan rétttrúnaðarprest og gamla konu sem voru ógurlega glöð yfir áhuga okkar á kirkjunni þeirra. Gamla konan gaf okkur veitingar og einstaklega fal- lega hnýtta krossa til að vernda okkur frá öllu illu. Þessi heimsókn vakti með okkur áhuga á kirkjum og klaustrum og við ákváðum að stoppa alls staðar þar sem við sáum klaustur merkt á kortið. Í leit að einu klaustrinu enduðum við uppi á einu hæsta fjalli Krít- ar, keyrðum þar til við komumst ekki lengra og geng- um svo upp á topp eftir fornum göngustígum. Þarna fundum við alveg ótrúlega kirkju inni í fjallinu, yfir- gefið klaustur byggt inn í helli. Þetta var toppurinn á ferðinni og það var við hæfi að hann skyldi vera á há- tindi eyjarinnar. Það var eins og við hefðum verið leidd alla þessa leið til að skoða þessa einu kirkju. Því betur sem ég velti þessu fyrir mér sé ég að það var röð tilviljana sem leiddi okkur áfram, við þurft- um aldrei að ákveða neitt. Ég hef aldrei áður lent í því að ráða ekki för heldur vera leiddur áfram af til- viljunum og kannski grísku guðunum...“ brynhildurb@frettabladid.is Ævintýraferð um Eyjahafið: Guðdómlegar tilviljanir réðu för Aðalsteinn með krossinn sem gamla konan í kirkjunni gaf honum til verndar. - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 28-29 (02-03) Allt ferðir 11.8.2004 15:27 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.