Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 29
3FIMMTUDAGUR 12. ágúst 2004 Hlutir sem minna á horfna tíma, eins og sauðskinnsskór og rósaleppar, vekja athygli í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð í Skagafirði. Þar eru þeir innan um nýtísku- legri muni af ýmsu tagi og þegar farið er að forvitnast kemur í ljós að það er handverks- hópurinn Alþýðulist sem stendur að framleiðslunni. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur, einnar úr hópnum, er hann búinn að vera starfandi í nokkur ár. Í honum eru yfir 70 manns á öllum aldri og af báðum kynjum sem aftur tryggir fjölbreytni framleiðslunnar. „Upphaflega lögðu nokkrar konur upp með það að markmiði að halda við gömlu hand- verki. Svo hefur þetta þróast í allar áttir en áherslan er þó enn á að nota sem mest af íslensku hráefni,“ upplýsir hún. Meðal listafólks í hópnum nefnir hún Önnu Sigríði Hróð- marsdóttur sem líka er með gallerí í Lundi, örstutt frá Varmahlíð. María segir handverkshópinn hafa tekið þátt í að fjármagna byggingu hússins sem sölu- starfsemin er í og rekið er af sveitarfélaginu. Sérhönnuðu lopapeysurnar Undir bláhimni og Undir gráhimni, prýddar skagfirskum góðhestum, eru ein vinsælasta söluvaran og eiginlega samnefnari fyrir staðinn. María sýnir húfur og vettlinga í stíl sem hafa verið að bætast við á markaðinn. Þessar hlýlegu flíkur eru líka fáanlegar í Hestamiðstöð Íslands á Sauðárkróki. gun@frettabladid.is [ VARMAHLÍÐ Í SKAGAFIRÐI ] Undir bláhimni besta söluvaran Breska blaðið The Independent hefur valið Hótel Búðir á Snæfellsnesi sem eitt af fimm bestu sjávarsíðuhótelum í heimi. Í blaðinu er jöklasýn og allt um- hverfi þess dásamað auk þess sem sagt er frá því að Jules Verne lét söguna Leyndardóma Snæfellsjökuls gerast á þessum slóðum. Þá er saga hótelsins rak- in í stuttu máli og sagt frá því að það hafi verið byggt eftir að eldra hótel á sama stað brann og að þar sé að finna ljósmyndir frá 19. öld og glerlampa sem bjarg- að var úr eldinum í bland við nú- tímaleg húsgögn. Sigurður Skúli Bárðarson er hótelstjóri á Hótel Búðum. „Það er auðvitað stórkostlegt að fá þessa viðurkenningu í kjölfar þess að við fengum viðurkenn- ingu í Comtes Traveller sem er eitt útbreiddasta ferðatímarit heims. Í aprílblaði þeirra vorum við á topp 100 listanum yfir bestu nýju hótelin í heiminum. Fyrir utan hvað þetta er frábær viðurkenning fyrir hótelið er þetta er auðvitað einnig mikill heiður fyrir alla ferðaþjónustu á svæðinu,“ segir hann. Á matseðli hótelsins eru sjávarréttir í sér- stöku fyrirrúmi. „Við erum þekktir fyrir góða sjávarrétti og daglega fáum við ferskan fisk frá fiskmarkaðnum í Ólafsvík og erum við því með topp hráefni í höndunum. Hér er stórkostleg náttúra og umhverfi og hefur tekist vel upp með að endur- byggja hótelið eftir brunann. Það er líka gaman að segja frá því hve góða og skemmtilega stemningu hefur tekist að skapa í húsinu. Þetta getur ekki verið betra,“ segir Sigurður Skúli. Hin hótelin fjögur sem The Independent valdi, eru J Sweden í sænska skerjagarðinum, The Caves á Jamaíku, Portixol í Palma á Mallorca og Deseo í Mexíkó. ■ Íslendingum býðst að kynnast töfrum Nýja-Sjálands í sér- stakri hópferð frá ferðaskrif- stofunni Úrval Útsýn sem stendur frá 15. október til 6. nóvember. Þetta mun vera fyrsta sérferðin sem farin er héðan til beggja eyja Nýja-Sjá- lands og komið er við í Singapúr á leiðinni út. Ferðin er skipulögð af Ara Trausta Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi og Andy Dennis sem er nýsjálenskur og talar íslensku. Að sögn Ara Trausta verður blandað saman skoðun á skemmtilegu mannlífi og óvenjulegu náttúrufari sem hann lýsir svo: „Þarna er fjöl- breyttasta landslag sem um get- ur í veröldinni eins og þeir kannast við sem hafa séð Hringadróttinssögu á hvíta tjaldinu. Þarna eru eyðimerkur og baðstrendur, regnskógar, dal- ir með blómlegum landbúnaði, jöklar, eldfjöll og hverir, alpa- fjöll og firðir sem slá þá norsku út.“ Hvarvetna verður gist á góðum hótelum og aldrei minna en tvær nætur á hverjum stað. Þeir Ari Trausti og Andy munu kynna ferðina í máli og myndum í Þingsal hótel Loftleiða kl. 20 í kvöld, 12. ágúst. ■ Hótel Búðir á Snæfellsnesi: Eitt af fimm bestu sjávarsíðuhótelum í heimi Breska blaðið Independent hefur skipað Hótel Búðir sem eitt af fimm bestu sjávarsíðuhótelum í heimi. Í blaðinu er jöklasýn og allt umhverfi staðarins dásamað auk þess sem sagt er frá því að Jules Verne lét söguna Leyndardóma Snæfellsjökuls gerast á þessum slóðum. Ari Trausti verður annar tveggja fararstjóra. Alpafjöll og firðir Nýja-Sjálands. Alþýðulist er til húsa í Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /D AV ÍÐ H AN N ES Gisti- og veitingahús á Hesteyri: Ávallt heimabakað með kaffinu Birna Hjaltalín Pálsdóttir rekur kaffihús og gistiheimili í Læknishúsinu á Hest- eyri í Jökulfjörðum og hefur gert undan- farin ár en eins og margir vita er Hest- eyri í eyði á öðrum árstímum. Birna er þekkt fyrir að hafa heimilislegt í kring- um sig og eiga ávallt eitthvað heima- bakað með kaffinu. Rabarbarinn á svæðinu þykir í sérflokki og það skilar sér í bragðgóðum kökum hjá Birnu. Rúm er fyrir 17 gesti í Læknishúsinu og einnig geta þeir tekið eldunaraðstöð- una og stofurnar tvær á leigu. Kjötsúpu- veisla er árlegur viðburður um verslun- armannahelgi sem endar með varðeldi í fjörunni. Þá koma 60-70 manns til að gæða sér á súpu og taka lagið með Birnu og börnum hennar sem einnig eru Vagnsbörn og þekkt fyrir vestan og víðar fyrir söng sinn. ■ Læknishúsið rúmar 17 manns í kojum og stundum rútta menn til í stofunum tveimur og þétta raðirnar. Hópferð til Nýja-Sjálands í haust: Fjölbreyttasta landslag í veröldinni Nýlega var vígður kross til minningar um veru Þórbergs Þórðarsonar í svokölluðum Garðhvammi í Staðarfjalli í Suðursveit, eða Papýlisfjall, eins og það hét áður fyrr. Í staðinn var tekinn til varðveislu birkikross sem Þórbergur tálgaði fyrir 100 árum og hafði geymst undir tveimur steinhellum. Fjöldi manns voru viðstaddir þessa athöfn sem fór fram í sólskini og blíðu. Í Garð- hvammi var stutt dagskrá þar sem Sveinn Ívarsson, dóttursonur Þórbergs, afhjúpaði krossinn og Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona flutti ljóð. Síðan var gengið að Klukkugili, sem er 300 metra djúpt gljúfur og þar las Ragnheiður Steindórsdóttir leik- kona úr bókinni Í Suðursveit eftir Þórberg Þórðarson. Þá hefur verið settur upp nýr ratleikur í ná- grenni Hala, sem liggur í austur meðfram Steinafjalli og endar í Rótargilshelli sem er í um 210 m hæð yfir sjávarmáli. Þeir sem rölta af stað verða margs vísari. Skipulagð- ar gönguferðir verða um þessa staði á næstunni og einnig er hægt að panta leið- sögn á Hala í síma 478-1073 eða 893- 2960. ■ Til heiðurs meistara Þórbergi: Fréttir af krossferð og ratleik Jón Þórisson hönnuður hjá krossinum í Papýlisfjalli sem vígður var með viðhöfn. 28-29 (02-03) Allt ferðir 11.8.2004 15:55 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.