Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 30
Tískuvikan í New York í Bandaríkjunum hefst þann 8. september. Nú er um að gera að bóka sér far, kaupa sér fullt af flottum og dýrum fötum og slá í gegn í einum af stærstu tískuviðburðum ársins. „Ég luma nú á ýmsu í fataskápnum. Ég á hlébarðabuxur, sebrabuxur og latexbuxur, netaboli, Hawaiskyrtur og kúrekaskyrtur og fullt af jakka- fötum svo eitthvað sé nefnt. Mér þykir mjög vænt um fötin mín,“ segir tónlistarmaðurinn Ceres4. „Mér er einstaklega annt um dýr í útrýmingarhættu og ég klæðist þessum fötum við sérstök tilefni,“ segir Ceres en hann verslar yfirleitt þessi „öðruvísi“ föt erlendis. „Litir í íslenskum verslunum eru frekar staðlaðir og jarðbundnir og svo eru föt líka ódýrari úti í löndum.“ Aðspurður um hvaða flíkum hann gæti alls ekki lifað án þá stendur ekki á svari. „Leðurdressin mín eru í miklu uppáhaldi. Þau sam- anstanda af jakka og buxum. Svo á ég kúrekastígvél og nærbuxur í stíl við annað dressið sem ég keypti í Hamborg fyrir tveimur árum. Ann- að dressið er svart en hitt er brúnt. En ég ætla ekki að segja þér hvort dressið gengur við nærbuxurnar. Síðan þykir mér gríðarlega vænt um kúrekahattinn minn sem ég keypti í Cuxhafen í Þýskalandi og passar við bæði dressin. Leður er algjörlega það besta að vera í og klæðir af manni bæði hita og kulda. Reyndar getur maður svitnað frek- ar mikið í dressinu ef ég er að dansa eða djöflast á sviði en það er bara sexí. Leður gefur mér líka aukið vald og á ég auðveldara með að stjórna fólki í kringum mig ef ég klæðist leðri. Ég tala nú ekki um ef ég er líka með yfirvaraskegg. Þessi taktík er til að mynda mikið notuðu í löggæslu og hernaði. George Bush og John Kerry fara meira að segja báðir stundum í leð- urjakka þessa dagana þegar þeir vilja láta taka sig alvarlega.“ „Ég held að strákum finnist leð- ur meira sexý en stelpum. Ég held að þær tengi þetta of mikið við hommakúltúr. Þegar ég var í Ham- borg um daginn að spóka mig um í leðrinu lenti ég í því að það voru alltaf einhverjir gæjar að koma til mín og gefa mér boðsmiða á mjög spennandi leðurklúbba. En þessir klúbbar voru einungis fyrir menn. Fyrir vikið fæ ég kannski á mig hommastimpil en hvað með það. Fólk má halda það sem það vill og eiga sitt ímyndunarafl í friði,“ segir Ceres4 leðurdýrkandi. Ceres er mikill Presley maður og neitar því ekki að hann sé ef til vill leðurfyrirmyndin sín. „Presley er óumdeilanlega konungurinn og átti einmitt mjög flott „come back“ árið 1968 þar sem hann kom fram í ósplittuðu leðurdressi. Það getur enginn neitað því að Presley hafi verið flottur á leðurárunum sínum. Leður er bara töff og karlmannlegt - því verður ekki neitað. Allir töff- arar mannkynssögunnar sem eitt- hvað er varið í hafa á einhverjum tímapunkti klæðst leðri.“ Ný plata er einmitt væntanleg frá Ceres „Platan kemur væntan- lega út um næstu mánaðamót og heitir C-4. Það er bæði vísun í nafn- ið, Ceres 4, og í sprengiefnið C-4. Þetta er útpældur titill,“ segir Ceres4 sem hefur leðrið auðvitað með í plötuútgáfunni. „Ég er búinn að gera myndband við eitt lag sem heitir Klofvega. Þar er ég ber að ofan í leðurbuxum. Síðan er ein mynd af mér aftan á plötuumslag- inu þar sem ég er í leðurbuxunum og leðurnærbuxunum innanundir,“ segir Ceres en hver veit nema út- gáfutónleikarnir verði haldnir í Leðurklúbbnum. lilja@frettabladid.is Opnunartími virka daga 11–18 laugardaga 11–16 Laugavegi 72 sími. 551 0231 ALLAR SUMARVÖRUR Á 1900.- Nýjar vörur með afslætti! Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Algjört verðhrun á glæsilegum sumarfatnaði Laugavegi 32 sími 561 0075 ÚTSALA ÚTSALA Nú fer hver að verða síðastur 20-60% afsláttur Walt Disney , Lego og Fransa ( 0-12 ára ) • Hverafold 1-3, sími 567 6511 • PHONCHO Nýtt í Skarthúsinu – til í mörgum litum NÝ TÖSKUSENDING SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Blómaskór m/glimmer Verð: 1 par 1.290 2 pör 2.000 Sendum í póstkröfu Fiðrildaskór m/glimmer NÝJIR SUMARSKÓR Margir litir. Stærðir 34–41. Getur ekki lifað án leðurs: Strákunum finnst það sexí Ceres4 er alltaf mjög töff og líka sexí þegar hann klæðist leðrinu. „Leður er bara töff - því er ekki neitað.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Gramsað í kössum: Útsöludress Nú síðsumars þegar útsölurnar standa sem hæst eru margir orðnir óþolin- móðir og bíða spenntir eftir haustvör- unum. Þetta er þó einmitt tíminn til að gram- sa því ásóknin í útsölur er að minnka, enginn æsingur og troðningur, bæði tími og pláss til að skoða sig um. Það leynist nefnilega margt girnilegt á útsölunum sem er fullkomlega gjald- gengt fyrir næsta vetur. ■ Tweed: Kemur aftur Það er sumt í heimi tískunnar sem stenst tímans tönn betur en annað og kemur oftar upp í tísku- hringrásinni. Eitt af þessum tískufyrirbrigð- um er „Tweed“ fatnaður. „Tweed“ er ofið ullarefni, fyrst framleitt í Skotlandi og varð mjög vinsælt uppúr 1920. Í gegnum tíðina hefur „tweed“ efnið tekið á sig nýjar myndir í höndum nýrra hönnuða en alltaf er aðaláherslan á vefnaðinn og áferðina sem sótt er til uppruna- lega skoska efnisins. Í vetur skýt- ur “tweed„ enn og aftur upp koll- inum, jakkar, pils, buxur og kjólar úr „tweed“ hafa verið áberandi á tískusýningarpöllunum í bland við leður, feldi og áprentað efni. Von er á „tweed“ fatnaði í margar verslanir í haust en það er líka ráðlegt að fara í gegnum fata- skápinn og athuga hvort ekki leynast þar einar „tweed“ buxur eða jakki frá þarsíðasta vetri. ■ DKNY Carolina Herrera Allt úr versluninni Evu, Laugavegi Jakki, áður 35.900, nú 17.270 Peysa, áður 24.900, nú 10.000 Buxur, áður 21.990, nú 9.590 Skór, áður 19.990, nú 7990 30-31 (04-05) Allt tíska 11.8.2004 15:34 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.