Tíminn - 26.08.1973, Side 27

Tíminn - 26.08.1973, Side 27
Sunnudagur 26. ágúst 1973. TÍMINN 27 stilltur og gekk vel i þeim knatt- spyrnumótum sem hann tók þátt i, en á þessum árum var knatt- spyrnudeild KR undir stjórn hins áhugasama iþróttaleiðtoga Sigurðar Halldórssonar (bróöur Gisla, forseta tSI), m.a. urðu þeir tslandsmeistarar i 2. aldurs- flokki, en Guðmundur lék með KR i 3. og 2 aldursflokki. Aftur til Breiðabliks. En enda þótt honum likaði vistin vel hjá KR, ákvaö hann að sööla aftur yfir tll sins gamla félags. Astæðan var sú, að honum fannst ekki áreiðanlegt að keppa um sæti i hinu geysisterka meistaraflokksliði KR þessara ára auk þess sem flestir kunn ingja hans voru i Breiðabl. Mun það raunar hafa ráðið úrslitum Og i Kópavogi beið hans mið- herjastaða i 2. deildar liöi Breiða- bliks. Nú var hann kominn aftur I hóp sinna gömlu kunningja, og framundan var geysihörð og erfið barátta um sæti i 1. deild. Ár tára og vonbrigða Já, vist var hún erfið gangan upp i 1. deild, vonbrigöin oft mikil og stundum féllu tár. En þeir, sem fylgdust með Breiðabliks-lið- inu á árunum 1965-70, gátu ekki annað en dáðst að þrautseigju og dugnaði Blikanna. 011 þessi ár voru þeir meðal efstu liða 2. deildar. Til að mynda 1966, er þeir léku úrslitaleik gegn Fram á Laugardalsvellinum, en töpuðu með þriggja marka mun. Siðar barátta við Vestmannaeyinga. Og 1969 stóðu þeir ekki aðeins einu sinni, heldur tvisvar, á þröskuldi 1. deildar. Þeir léku úrslitaleik gegn Vikingi og höfðu tryggt sér tveggja marka forskot i hálfleik. Var allt útlit fyrir, að Breiðablik myndi nú loks hreppa það sæti, sem liðiðhafði svo lengi keppt að. En siðari hálfleikurinn, og ekki sizt framlenging leiksins, varö martröð fyrir Blikana. Vikingur skoraði fljótlega i éiðari hálf- leiknum og tókst að jafna, þegar nokkra minútur voru til leiksloka. Var leikurinn framlengdur, og átti Breiðablik mun meira I leiknum. En hamingjudisirnar voru þeim ekki hliðhollar. Á siðustu minútu var dæmd vita- spyrna á Breiðablik. Dómarinn sýndist sem Logi markvörður Kristjánsson gripi um fætur Gunnars Gunnarssonar i Vikingi. Flautan gall við, dómarinn benti á vítapunkt. Vikingar fram- kvæmdu spyrnuna, og nú virtust hamingjudisirnar hliðhollar Breiðabliki, þvi að knötturinn small I þverslá og hafnaði i fangi Loga markvarðar, sem ekki var seinn á sér og spyrnti knettinum frá marki. En Adam var ekki lengi i Paradis. Linuvöröurinn veifaði fána sinum og gaf til kynna, að knötturinn hefði farið inn fyrirlinu. Dómarinn sam- sinnti — staðan 3:2 — og leik- timinn útrunninn. Siðar um sumarið fékk Breiðablik annað tækifæri til að öölast sæti i 1. deild. Fjölgað var i 1. deild og heyja varö aukaleik um nýja sætið. Var ákveðið, að lið númer 2 i 2. deild, Breiðablik, léki gegn þvi liði, sem varð i neðsta sæti i 1. deild. Akureyri. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli en siðari leikinn unnu Akureyringar. Þar meö var 1. deildar draum- urinn búinn — i bili. Með fljúgandi byr inn i 1. deild En öll él birtir upp um siðir. Arið 1970 var Breiðabliksár. Nú var 2. deildinni ekki skipt niður i tvo riðla eins og verið hafði heldur var keppt i einum riðli. Enginn vafi lék á þvi, að Breiöablik var langsterkasta lið 2. deildar þetta ár. Sigur liðsins var aldrei i hættu. Og Guð- mundur Þórðarson var sannar- lega I essinu sinu þetta árið. I næstum öllum leikjum liðsins skoraði hann mörk, og þegar upp var staðið, var hann markhæsti maður 2. deildar, hafði skorað samtals 16 mörk. í öldugangi 1. deildar. Guðmundur Þórðarson og félagar hans fundu fljótlega, að það var ekki tekið út með sældinni Mark gegn Akranesi. A myndinni sést Guðmundur skora i lcik á Akranesi. að halda sætinu i 1. deild. Fyrsta áriö, 1971, var liðið i fallhættu, en tókst að skrimpta og i þetta sinn hlutu Akureyringar farseðilinn niöur I 2. deild. Næsta ár, 1972, var ljómandi gott ár. Liðið hafði að visú aldrei sigurmöguleika, enda bjóst enginn við þvi, en hins vegar var liðið aldrei i verulegri fallhættu. En i ár hefur syrt i álinn. Staöa Breiðabliks er mjög veik, en ennþá lifa Blikarnir i þeirri von að þeim takist að bjarga sér. Og hver veit hvað gerzt getur, ef þeir sýna svipað keppnisskap og i siöasta leik, sem var gegn Akranesi? Guðmundur Þórðarson er i engum vafa um hver orsökin fyrir þvi hve illa liðinu hefur vegnað i sumar er — slæmur undir- búningur, m.a. vegna þess, hve seint sumir leikmannanna hófu æfingar i vor. Vörnin hjá Breiðablik hefur að mörgu leyti brugðizt, sem sést gleggst á þvi, að i fyrra hafði liðið skorað 13 mörk og hlotið 13 stig á sama tima og það hefur nú skorað 16 mörk, en hlotið aðeins 3 stig. Landsleikur i skugga sorgar Þaö var ofur eðlilegt, aö Haf- steinn Guðmundsson landsliös- einvaldur, kæmi auga á Guð- mund, þegar hann valdi lands- liðshópinn 1969. Var Guömundur i hópnum til 1971 og lék þrjá lands- leiki, þ.á.m. landsleikinn gegn Englendingum i London I árs- byrjun 1970. Sá leikur verður Guðmundi og öðrum landsliðs- mönnum ávallt minnisstæður. Skömmu áður hafði einn félagi þeirra, Rúnar Vilhjálmsson, farizt i hörmulegu slysi, er svalir á hóteli þvi, sem landsliöiö bjó I hrundu. Úm þennan atburð segir Guðmundur: „Þetta var eins og vondur draumur, sem viö vildum ekki trúa, og allt var gert til að reyna aö dreifa huganum. Og það var ekki fyrr en við vorum lentir á Keflavikurflugvelli aftur, og kistan var borin út úr flugvélinni, að við gerðum okkur fulla grein fyrir þessum hörmulega at- burði”. Að sjálfsögðu var islenzka landsliðið ekki svipur hjá sjón i sjálfum landsleiknum, sem leikinn var i skugga sorgar. Hinir yngri knýja á dyr. Það sést ekki á Guðmundi, áð hann sé að nálgast þritugt. Þaö mætti eins halda, að hann væri um tvitugt. Engu að siöur finnst Guðmundi, að senn hljóti að koma að þvi, að hann leggi skóna á hilluna af þvi að yngri menn knýi á dyrnar. Kann að vera, en þeir veröa þá að sanna, að þeir séu fljótari, tekniskari og fremri i hugsun en miðherjinn Guö- mundur, Þórðarson, sem öörum leikmönnum fremur hefur sett svip sinn á leik Blikanna i bliðu og striöu á undanförnum árum. Þess má að lokum geta, að Guðmundur er lögfræðingur aö mennt og starfar hjá rannsóknar- deild rikisskattstjóra. Hann er kvæntur Margréti Lindu Þóris- dóttur og eiga þau tæplega þriggja ára gamlan son. Þau búa aö Vallartröð 1 i Kópavogi. —alf A fullri ferö i átt að marki. Guðmundur leikur framhjá bakverði Vals.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.