Tíminn - 26.08.1973, Síða 31
Sunnudagur 26. ágúst 1973.
TÍMINN
31
drengur styrki kenningar Chom-
skys um málið. Djúpmynztur
málsins hefur náð fullum þroska
með drengnum, en hann skortir
þann hluta heilans, sem breytir
djúpstiginu i orð eða talmál á
„yfirborðinu”.
Þetta meðfædda málfræðikerfi
er öllum gefið og þvi er hægt að
breyta á ótal vegu. Hugsanlegar
tengingar á milli djúps og yfir-
borðs, þ.e. á milli hugsunar og
hljóðs eða orða eru óteljandi.
Chomsky segir, að höfuðeinkenni
málsins sé ekki hið vanabundna
eða endurtekning eða eftirliking
einhvers, þess sem við höfum
heyrt eða lært heldur einkennist
tungumálið fyrst og fremst af
hugkvæmni og sköpunarhæfni og
þvi, sem kemur á óvænt.
„Þvi er sennilega svo farið”,
skrifar Chomsky ,,að i móðurmáli
manns er til stjarnfræðilegur
fjöldi sétninga eða orðatenginga,
sem maður skilur fyrirhafnar-
laust, og að fjöldi þeirra mál-
mynztra, sem fólk almennt hefur
á valdi sinu og skilur auðveldlega
og fullkomlega er meiri en fjöldi
sekúndnanna i mannsævinni.”
Chomsky notar m.a. eftirfar-'
andi setningu til þess að sýna
framáþetta: „Hygginn maður er
heiðvirður”. Þessi málsgrein
hefur að geyma tvær
fullyrðingar, nefnilega þær að
maður sé hygginn og að maður sé
heiðarlegur.
Kjarni hugsunarinnar i setn-
ingunni er „maður”. 1 stað þess
orðs er sett „sem”, þannig að i
staðinn fyrir að segja „maður er
hygginn”, „maður er heið-
virður” segjum við „maður, sem
er hygginn, er heiðvirður”. Siðan
sleppum við orðunum „sem er”
og breytum orðalaginu þannig, að
hygginn kemur á undan maður
og úr þessu verður „hygginn
maður er heiðvirður”. Á þennan
hátt breytist djúpstigið i yfir-
borðsstig og hugsunin i mælt mál.
Barnið talar áður
en það talar
Fallizt menn á þetta merkir það i
rauninni að ungbarnið getur
talað áður en það mælir orð frá
munni, þvi áð allt frá byrjun er
það gætt málgáfunni. Þegar það
kemur að barnið fer að „tala
upphátt” eru oft ötviræð einkenni
djúpstigsins i málfari þess.
Þannig segir barnið „búin öll
mjólk” áður en það lærir, hvernig
réttilega á að orða þetta á „yfir-
borðinu”, þ.e. „öll mjólk er
búin”. Oft má lika sjá þess merki,
að barninu, er ljóst, að með þvi
hrærist innra mál. áður en það
fer að geta talað og klætt hugs-
anir sinar ytri búningi.
Margir talfræðingar hafa
fengizt við rannsóknir á þessum
mörkum á milli hugsunar og
máls, án þess að gera sér ljósa
grein fyrir þvi i hverju vanda-
málið er fólgið. Menn hafa rann-
sakað hvernig hlutirnir lærast og
lagt stund á atferlisrannsóknir,
en vandamálið varö ekki skýrt,
fyrr en Chomsky kom kenningum
sinum um hina meðfæddu mál-
gáfu á framfæri, þótt hann telji
reyndar sjálfur, nú viti menn
hvers þeir eigi að spyrja en að
lausn vandans sé ekki fundin.
f hvert sinn sem einhver lærir
að tala finnur hann tungumálið
upp, segir Chomsky, og vandinn
er fólginn i þvi að komast að þvi
hvernig menn fara að. Við verð-
um að gefa svar, sem er nógu
fjölbreytt og megum ekki láta
okkur næjga svar, sem við teljum
„sennilegt”, afþvi að það sé ein-
falt og auðskiljanlegt.
HHJ þýddi
Ráðskona óskast
að Flúðaskóla skólaárið 1973—74.
Upplýsingar gefa skólastjóri, simi 2-57-87,
og formaður skólanefndar, simi um
Galtalæk.
Hús til niðurrifs
í Hafnarfirði
Tilboð óskast i húsið Brekkugötu 4 i
Hafnarfirði, til niðurrifs og brottflutnings.
Nánari upplýsingar verða gefnar á skrif-
stofunni, Strandgötu 6.
Tekið verður við tilboðum til þriðjudags-
kvölds 28. ágúst n.k.
Bæjarverkfræðingur.
Hagstætt verð
Margar gerðir transitorviðtækja. 8 og 11 bylgju viötækin
frá Koyo enn á gömlu vcröi. 6 geröir stereotækja í bila.
Margar geröir bilaviötækja ásamt hátölurum. Kasettu-
segulbönd með og án viðtækis. Stereoplötuspilarar með
magnara og hátölurum. Straumbreytar, hentugir fyrir
Astrad transistorviötæki. Ódýrar upptökusnúrur, stereo
og mono. Rafhlöður fyrir feröaviötæki og segulbönd. Mjög
gott úrval af músikkasettum og átta rása spólum.
Póstsendum.
F.BJÖRNSSON, Bergþórugötu 2.
Simi 23889.
Opið allan daginn.
Laugardaga fyrir hádegi.
NVogstærrí
loðnuflokkunarvél
frá Holms
Nú er hægt að fá tvær stærðir af loðnuflokkunarvélum frá
Holms verksmiðjunni á Jótlandi.
Sú gamla góða:
Minni gerðina þekkja allir. Hún er
tegundin, sem hér var notuð, og
reyndist með ágætum. Nokkrar
breytingar hafa verið gerðar á
henni fyrir íslenzka staóháttu.
Ný stærri gerð:
Vegna mikillar eftirspumar
eftir afkastameiri vélum er
nú komin ný gerð, sem
afkastar ríflega fjórum sinn-
um meira en eldri gerðin, eða
15000 kg. af loðnu, í staö 3500 kg.
á klst. Verðið er mjög hagstætt miðað við
þessa afkastagetu.
Áríðandi er að staðfesta pantanir fyrir
30. sept. nk. ef tryggja á afgreiðslu fyrir næstu loðnuvertíð.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
@ Sjávarafurðadeild
SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 17080
Veljið yður : hag
OMEGA
Nwada
PiEapom
JUpincu
Magnús E. Baldvínsson
Laugavcgi 12 - Sími 22804
úrsmíði er okkar fag