Tíminn - 26.08.1973, Page 33

Tíminn - 26.08.1973, Page 33
Sunnudagur 26: dgúst 1973. TrMlíVN 33^ © Dagbók gerast af sjálfu sér á þínum aldri”. SUNNUDAGUR, 23. júli 1972: —Timafresturinn, sem Ioannides gaf mér, leið án þess að til tiðinda drægi. Vlassis hafði oft verið á vakt, og við ræddum mikið saman... Ég spurði hann, hvort hann þyrfti eitthvað, þvi ég vildi endilega gera eitthvað fyrir hann. I ljós kom, að hann var trúlof- aður, og vantaði starf fyrir kær- ustuna. Ég lofaði að hjálpa honum, ef hann vildi fara og hitta konu mina. Hann samþykkti það. Hann færði mér blýant og pappir, og ég skrifaði bréf til konunnar: ,,Elsku Sophia. Þetta hefur verið slæmt, mjög slæmt, en nú er allt i lagi. Hjálpaðu manninum, sem kemur með þetta bréf. Kysstu börnin fyrir mig. Með ást og virðingu, Tassos”. Ég lét Vlassis hafa þetta og bað hann að fara varlega og hugsa um öryggi sitt. Hann afhenti bréfið samdægurs, og ég hitti hann i kvöld. Hann sagði, að allt hefði verið i lagi heima hjá mér, og konan min hefði gefið honum 1000 drachma i brúðargjöf, og sagt honum, að hún myndi reyna að útvega kærustunni hans atvinnu. Þau ákváðu að hittast á kaffihúsi 5. ágúst. LAUGARDAGUR, 29. júli 1972: — Um sólsetur var ég færður i skrif- stofu Hadjizissis, sem sagði: ,,Þú virðist ekki skilja hvað við mein- um. Nú skalt þú fara til klefa þins og skrifa itarlega frásgögn af öll- um ferðum þinum til útlanda. Hvert þú fórst, hvar þú dvaldir, hvarþú borðaðir, hverja þú hitt- ir, hvað þú talaðir um — allt sam- an. Og skildu ekkert eftir.” Ég fór aftur til klefa mins, og skrifaði 12 blaðsiðna skýrslu um þær fjórar ferðir, sem ég hafði farið til útlanda á árunum 1967 til 1970. SUNNUDAGUR, 30. júli 1972: — Varðmaðurinn tók skýrslu mina i morgun ... Um hádegi opn- aði Mavrapoulos dyrnar og skip- aði mér að fara á fætur: „Majór- inn vill sjá þig”. Hann fór með mig til skrifstofu Theophiloy- annakosar, þar sem min beið liðs- foringi, er ég hafði aldrei séð áður —■ nafn hans kann að hafa verið Economou, ég er þó ekki viss um það. Skýrslan min lá á borðinu fyrir framan hann, og hann sagði hörkulega við mig: „Þetta er della, sem þú hefur skrifað. Þú getur ekki leikið á okkur”. Varðmaðurinn kom og færði mig aftur i klefann. Þegar ég kom inn sá ég, að klefinn var tómur. Rúmið, stóllinn og borðið höföu verið flutt burt. Lágvaxinn ná- ungi með yfirvararskegg kom inn á eftir mér. Hann skipaði mér i réttstööu i græna hringnum og tók siðan til við að bölva mér og berja mig með kylfunni af öllu afli sinu.... ÞRIÐJUDAGUR, 1. ágúst 1972: — Vlassis var aftur á vakt. Ég sagði honum hvað gerzt haföi, og hann lýsti samúð sinni. Ég spurði hann um söguna af þvi, hvernig Valyrakis (sonur fyrrverandi þingmanns frá Krit) hefði flúið frá ESA. Hann sagði, aö yfirmað- urinn teldi, að einhver varðmann- anna hefði aöstoðað hann fyrir peninga. „Hversu mikla peninga myndi varðmaðurinn hafa fengið?” spurði ég. „Ja, svona 20.000”. „Ég myndi gefa meira en það, ef einhver kæmi mér út úr þessu viti." „Jæja, hversu mikið?” „Ég skal segja þér, Vlassis, að ef einhver kæmi mér i 100 metra fjarlægð frá þessum klefa, þá myndi ég greiða honum 50 þúsund drachma”. Hann hristi höfuðið og sagði „Svona bróðir, hættu þessu”. En ég hélt áfram: „Vlassis, vinur minn, ég held, að þú treyst- ir mér, og ég get sagt þér, að ég hef mikla trú á þér og stend i þakkarskuld við þig. Ég hef pen- ingana, svo hvers vegna kemur þú ekki meö mér? Viltu reyna að finna leið út úr vandræðum þinum og byrja á nýjan leik, nýtt og betra lif? Hjálpaðu mér þessa 100 metra, og farðu úr borginni, og siðan mun ég sjá um allt, þvi lofa ég”. Hann sagðist vilja ræða þetta frekar á morgun, þegar hann yrði á vakt. Vlassis ákveður að hjálpa Minis að sleppa. Hann segir Minis, að hann sé bilstjóri Theophiloyanna- kosar og ætli að nota bilinn til að komast undan. Aætlunin gerir ráð fyrir, að Vlassis fái aukalykil að klefadyrum Minis, og biöi siöan fyrir utan fangelsisálmuna. Gct- ur Minis komizt þangað út á eigin spýtur eins og hann er á sig kom- inn? Ilann fullvissar Vlassis um þaö. Þegar hann kemur út i og bifreiðina á hann að leggjast á gólf hennar og breiða teppi yfir sig. Við aðalhliöið mun Vlassis segja varðmanninum, að hann sé aö ná i Theophiloyannakos á veit- ingahús. Vlassis hefur litla pen- inga, og þvi ritar Minis annað bréf til konu sinnar, sem Vlassis fer incð, svohljóðandi: „Elsku Sophia. Ég hcf verið barinn á ný. En nú liður mér bct- ur. Láttu Vlassis fá 2000 drachma. Kysstu börnin. Með ást og virðingu. Ég kyssi þig. Tass- os”. MANUDAGUR, 7. ágúst 1972: — Algjör einangrun. Þegar Vlass- is kom á vakt i kvöld töluðum við saman, og hann kvaðst verða á vakt milli 2 og 4 aðfaranótt mið- vikudags. Það væru 90% likur á, að við gætum flúið þá, sagði hann. Ég sagði honum að hafa með sér rakvél og peninga, þar á meðal mynt til að nota til simhringinga þegar við komum út. ÞRIÐJUDAGUR, 8. ágúst 1972: — Ég gat sagt til um hvað timan- um leið með þvi að fylgjast meö vaktaskiptum varðmannanna. Ó- bærileg spenna á meðan ég beið eftir að nóttin kæmi. Fyrir dögun yrðum við farnir héðan. Ógrynni hugsana flaug um huga minn. Ég gerði mér grein fyrir, að flestir vina minna og kunningja myndu verða utan Aþenu vegna sumar- leyfa. Ég fékk óljósan grun um, að Vlassis væri hugsanlega svik- ari. Ég gat ekki hugsað þá hugsun til enda. Loksins nótt. Þarna var hann! Hann opnaði opið i hurðinni og kallaði á mig. Ég fór að dyrunum eins hratt og ég gat. Hann sagði að það þýddi ekki að reyna þetta núna, og rétti mér um leið miða. Þegar ég hafði náð miðanum lok- aði hann opinu og ég settist niður og las það sem á miðanum stóð: „Þýðingarlaust i dag, þvi þeir hafa gert sérstakar ráðstafanir og þvi ekki hægt að fara eins frjálst um á bilum og áður. Þú sagðir mér, að þú hefðir marga vini og fólk, sem myndi hjálpa okkur, en hvar eru þeir, þegar konan þin getur ekki fundið starf fyrir stúlkuna mina? Ef þú vilt, að við sleppum, þá láttu mig um það, ef þú treystir mér: segðu mér hverja ég á að hitta meðal vina þinna svo að við getum gert góða áætlun. Við getura sloppið gegnum gat i vegginn við hliðina á garði gamla hersjúkrahússins. Ef varðmaðurinn hinu meginn við vegginn segir okkur að stoppa, get ég þaggað niður i honum með þvi að segja, að við séum frá ESA. Þegar þeir heyra ESA nefnt gera þeir ekkert. Ekkert vanda- mál. Við getum farið þaðan út á þjóöveginn og fengið leigubil”. Þegar ég hafði lesið þetta þyrmdi yfir mig, ekki fyrst og fremst vegna þess, að tilraunin hafði mistekizt, heldur vegna tónsins i orðum hans, sem vakti hjá mér miklar grunsemdir. Ég fór að dyrunum og kallaði til hans hvislandi. „Hvað er að Vlassi? Ertu ekki viss um að ég treysti þér? Ég lit á þig sem son minn, og þú skrifar þannig til min. Hvað um það, Vlassis, ég hef mikið hugsað um þessa flóttatilraun siðustu tvo daga. Satt að segja er ég ekki svo áfjáður i þetta. Ég hef nefnilega verið að hugsa um fjölskyldu mina... Jafnvel þótt við slyppum þá væri ekki liklegt að ég gæti séð fjölskyldu mina i bráð. Hér, eða i fangelsi, get ég þó hitt hana við og við. Svo bezt væri ef við gleymd- um þessu öllu saman. En þú mátt vera viss um, að ég mun ávallt minnast þess, sem þú varst reiðu- búinn að gera fyrir mig.” Þetta var inntak þess sem ég sagði við hann.... Ég sá að hann leit á mig á undarlegan, þögulan hátt. Hann sagði, að það væri bezt, að svona færi. Nokkruni dögum siðar, aftur i græna hringinn. Meiri barsmlö. Eitt sinn stekkur Minis á vegginn og ber höföu slnu við hann. i dög- un segir hann pyntingarmönnun- um, til þess að komast út úr t -æna hringnum, að liann vilji sk. '<a. Liggjandi á maganum á gólLiiu skrifar hann: „Ég er for- ingi hrcyfingarimiar, cg er að- stoðarforingi, ég er fclagsmcnn- irnir, cg, cg, cg, og enginn ann- ar”. Eftir annan dag barsmiða kall- ar Minis á varömanninn að hætta pyntingunum. llann segist ætla að segja þeim allt. Ilann skrifar niður lista imyndaðra samverka- manna og býr þannig til heila hreyfingu manna, sem ekki eru til. Þetta fullnægir pyntingar- mönnunum um stundarsakir, og þeir yfirgcfa klcfann. En siöar, þcgar þeir krefjast fleiri upplýs- inga, sér hann eftir öllu saman og játar að hann hafi logið. Hann biður þess nú að pynting- unum verði haldið áfram. Hann biður i þrjár vikur i einangrun, en ekkert gerist. Loks kemur Hadjizissis ásamt öðrum liðsfor- ingja, sem Minis hefur ekki séð áður. „Minis, þetta er major Spanos, næst æðsti yfirmaður ESA. Hann veit allt um þig. Jæja, hvað eigum við að gera við þig? Við höfum verið uppteknir siðustu daga og látið þig einan, en eins og ég hef áður sagt þér, þá erum við þolin- móðir hér. Við munum komast að þvi, sem þú reynir að fela...” „Sjáið til, ég geri mér engar gyllivonir. Ég veit hvar ég er, ég veit hvaða aðferðir þið notið til að neyða fólk til að játa. Ég veit það allt saman. En ég segi þér i þús- undasta skipti, að ég hef ekkert frekar að segja umfram það sem ég sagði öryggislögreglunni ein- faldlega vegna þess, að það er ekkert til að segja frá....” „Jæja, við skulum athuga hversu sannsögull þú ert. Reyndir þú að múta herlögreglumanni?” „Hvenær? Hvað áttu við?” „Hér i ESA. Hefur þú reynt að múta einhverjum?”. „Já, það er að segja ekki „múta” eins og þú orðar það, heldur hjálpaði ég ákveðnum manni fjárhagslega”. „Hverjum?” „Varðmanni, sem heitir Vlass- is. Ég veit ekki um annað nafn hans”. „Jæja, Minis, þessi lögreglu- maður, sem þú ert að tala um, strauk fyrir tveimur vikum, og var falinn hjá konu þinni Og þú hvattir hann til aö strjúka. En við höfum þau bæði i haldi núna við handtókum hann fyrir tveimur dögum, og konu þina i gær- kvöldi". Minis var sagt, að Vlassis væri pyntaður og myndi segja allt. „Þú munt fá að hitta konu þina cftir nokkra daga, og þú munt ckki þekkja hana”, sagði Spanos við hann. MANUDAGUR, 18. september 1972:— .... Siðan kom annar kapt- einn, sköllóttur. Hann hrósaði mér fyrir, hvað ég væri harður af mér. Hann væri sjálfur þannig gerður. Hann bauð mér vindling um leið og hann kveikti sér i einum sjálfur: „Jáðu nú til, Minis, ég meina það, að ég vil hjálpa þér. Ég hef heyrt alls konar sögur En mundu, að konan þin þjáist i næsta klefa þin vegna. Ég veit ekki hvort þú hefur heyrt rödd hennar, en ef þú vilt, þá get ég gefið skipun um að láta berja hana svolitið. Ég þori að veðja að hún fer að gráta, langar þig til að heyra i henni?” „1 guðanna bænum, hvers kon- ar spurning er þetta? Hvernig ætti mig að langa til að konan min sé barin? Ég hellt að þú værir sið- aður maður. Er ekki nóg að vita, að konan min er hérna, og heyra rödd hennar, án þess að þurfa að hlusta á annað verra?” Frá klefanum beint á móti heyrði ég rödd Sophiu, sem talaði hátt við einhvern. „Hún fær að kenna á þvi hvað úr hverju. Það fer eftir hegðun þinni hvort hún kemst héðan eða ekki. Og það á við um sjálfan þig lika.” „Þú gerir mig brjálaðan á end- anum með þessu móti.... Af hverju litið þið ekki rökrétt á hlutina?.... Ég er viss um, að þú skilur hvað ég á við, ef ég spyr þig, er það mögulegt, að ef ég vissi eitthvað, þá myndi ég þegja yfirþvi þetta lengi og valda þann- ig svo miklum þjáningum fyrir mig og fjölskyldu mina sem raun ber vitni?” „Slepptu þessu, Minis, þú kannt að hafa blekkt aðra, en mig blekkir þú ekki. Nú er klukkan hálf tólf. Ég hef frjálsar hendur hvað þig varðar, og kl. 12 hleypi ég þeim á þig. Fáðu þér vindling og hugsaöu um það, þvi eftir hálf- tima byrjar loks þolraunin”. „Láttu þá byrja strax svo það sé yfirstaðið. Hann opnaði dyrnar og sagöi varðmanninum, og einhverjum öðrum, að undirbúa lokaaðgerð- ina. Ég heyrði, að þeir færðu ýmsa hluti til — og þeir börðu i veggina með kylfum eins og þeir væru að hita sig upp. Klefadyrnar voru hálfopnar, og ég heyrði rödd Sophiu greinilega. Siðan kom kapteinninn aftur inn i klefann, leit nokkrum sinnum á úrið sitt og sagði siðan: „Jæja, hálf minúta til stefnu”. Ég drap i vindlingnum og stóö upp. En hann sagði mér að setjast afturniður. „Hérna, hafðu annan vindling. Ég hef ákveðið að gefa þér 2—3 minútur i viðbót. Ég ræö þvi. Hvers konar maður ert þú annars?” „Viltu segja þeim að taka mig og byrja á þessu?”. Hann stóð upp og fór út, en kom aftur eftir nokkrar minútur og settist niður á móti mér: ,,... Þú ert vissulega i lifshættu. Þú veröur pyntaður til dauða. En fáður þér annan vindling. Ég ætla ekki að pynta þig núna þvi ég virði þig sem mann”. ‘ FÖSTUDAGUR, 22. septembcr 1972: — Um kl. 10—11 vöktu þeir mig og fóru með mig i klefa, scm merktur var „0”. Brátt kom Spanos og settist niður andspænis mér. (Spanos spurði Minis um smá- atriði varðandi bréfin tvö, sem hann sendi til konu sinnar meö Vlassis). „Þetta nægir i þetta sinn”, sagði Spanos „en mundu, að ekkert fer framhjá okkur hér. Ef þú leynir okkur einhverju, þá finnum við það út fyrr eða siðar, og þú færð það borgað með vöstum". (i klcfa sinum liugsar Minis um viötal sitt við Spanos, og skyndi- lcga dettur honum i liug, að hann ,,sé á leið út úr þokunni" Um hádegi kemur varðmaður með piastpoka, sem i er matur frá Sophiu). MIÐVIKUDAGUR.4. október 1972: — Þetta er 111 dagurinn minn i ESA. Um kl. 7 að morgni opnuðu þeir dyrnar á klefanum svo ég gæti farið á salerni, og varðmaðurinn sagði mér að raka mig... Siðan sagði Mavropoulos kapteinn mér að klæða mig og taka saman föggur minar, þvi ég ætti að fara i annan klefa. Mér virtist sem ég ætti að yfirgefa ESA, þótt reynt væri að leyna þvi. Mavropoulos kom brátt með eigur minar. Hann sagði mér að fylgja sér: „Komdu, skepnan þin, þú átt að fara héðan”. Hann fór með mig að aðalinngangi fang- elsishússins, og ég eá einkabif- reið, sem Nikos Papaioannou (annar liðsforingi) stóð við: en Papaioannou kallaði, og bölvaði Mavopoulos fyrir að koma með mig. Hann fór meö mig i klefann á ný: „Þú ferð ekkert” — og lok- aði honum. Taugastrið. (Ilálfri stundu. siðar koin Mavropoulos aftur og loks var Minis færður út og ekið með liann i Korydallos-fangelsið) Við komum i Korydallosfang- elsið hálf ellefu... Ég bað um leyfi til að hringja, og fékk það, en enginn svaraði heima... Siðan var ég afhentur fangavöröunum og meðan ég beið þess að leitað væri á mér, sá ég hurð opnast litillega og ég sá Manolis Karapiperis (vinur Minis). Hann sá mig lika, og hrópaði: „Það er Minis, það er Minis”. Siðan hvarf hann. Þeir fóru gegnum dótið mitt og opnuðu siðan innri fangelsisdyrnar fyrir mér. Loks var ég frjáls... þar fyrir innan biðu vinir minir. (Anastassios Minis er cnn i Korydallos-fangclsi. 20. fcbrúar var hann og dr. Pandclakis, cftir tvcggja daga y firhey rslur, dæmdir til sjö ára og sex mánaða fangelsisvistar hvor um sig. Dómsúrskurðinum er ekki hægt að áfrýjaŒJ þýddi, nokkuð stytt). Wesfinghouse uppþvottavélin er fáanleg til innbyggingar, (y fríttstandandi og meö toppborði. Tekur inn kalt vatn, er með 2000 w elementi og hitar i i 85° ( dauðhreinsar). Innbyggð sorpkvörn og öryggisrofi i hurð. Þvær frá 8 manna borðhaldi með Ijósstýrðu vinnslukerfi. Er ódýrasta uppþvottavélin á markaðinum. UTSÖLUSTADIR I REYKJAVIK DOMUS LIVERPOOL DRÁTTARVÉLAR HF KAUPFÉLÖGIN VÍDA UM LAND SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFELAGA $ Véladeild AOtnn a o dcvi/ lAt/ii/ ciiii oonnn ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.