Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 48
Guðmundur fánaberi Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta og aldursforseti íslenska ólympíuhópsins, verður fánaberi þegar íslenski hópurinn gengur inn á Ólymp- íuleikvanginn á Aþenu á opnunar- hátíð leikanna á morgun. Guðmundur hefur staðið lengi í eldlínunni og því þótti tilvalið að hann yrði fánaberi sem er mikill heiður fyrir hvern íþróttamann. Hjörtur Már og Hafsteinn Ægir í lyfjapróf Sundmaðurinn Hjörtur Már Reynisson og siglingamaðurinn Hafsteinn Ægir Geirsson voru teknir í lyfjapróf í ólympíuþorpinu í Aþenu í gær. Allt gekk vel fyrir sig og voru þeir félagar ekki lengi að klára sig af. Það tekur einhvern tíma að fá niðurstöður úr prófinu en allir í íslenska ólympíuhópnum voru teknir í lyfapróf á Íslandi síðasta mánuðinn fyrir leikana. 32 12. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR ÓLYMPÍULEIKARNIR Þeir sem leggja leið sína á Ólympíuleikana í Aþenu ættu að varast að segja eða gera eitthvað heimskulegt. Borgin er morandi í eftirlitsbún- aði þar sem fylgst er með gjörð- um fólks af eftirlitsmyndavélum og samskiptin hleruð með rán- dýrum og háþróuðum tæknibún- aði. Eftirlitið er alls staðar og fólk verður þess auðveldlega vart. Í loftinu fljúga þyrlur og þar er að finna eftirlitsloftbelg búinn margs konar búnaði. Á jörðu niðri eru myndavélar og örygg- isverðir sem fylgjast með öllu. Úti fyrir ströndunum sigla eftir- litsbátar og neðansjávar eru málmleitartæki og hljóðsjár. Ekki eru þó allir á því að þetta dugi til. Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar senda allir eigin ör- yggissveitir til að gæta sinna íþróttamanna og heiðursgesta. Í breska dagblaðinu Times sagði í gær að þessar sveitir yrðu vopn- aðar þrátt fyrir að grísk yfirvöld fullyrði opinberlega að þau heimili erlendum öryggisvörð- um ekki að bera vopn. Öryggisgæslan við dýrasta íþróttaviðburð mannkynssög- unnar er sú dýrasta í sögunni. Kostnaðurinn verður aldrei und- ir hundrað milljörðum króna. Það er fimmfalt hærri kostnaður en var í Sidney í Ástralíu fyrir fjórum árum og þótti ýmsum nóg um. Annar samanburður er sá að kostnaðurinn við öryggis- gæslu vegna þessarar rúmlega tveggja vikna löngu íþróttahátíð- ar er jafn mikill og það kostar að reka allt íslenska heilbrigðis- kerfið í heilt ár. Blaðamaður AP sem fór á vettvang var þó ekki sannfærður um ágæti öryggisgæslunnar. Eftir að hann gekk athuga- semdalaust framhjá öryggis- vörðum sem skýldu sér frá hit- anum í skugga trés og gekk um ólympíuleikvanginn, sem á að heita öryggissvæði, sagði hann að menn væru alltof afslappaðir. Hann taldi að hann hefði getað komið fyrir sprengiefnum eða öðru sem gæti valdið hættu. Öryggiskostnaðurinn er meira en tvöfalt hærri en búist var við í fyrstu. Ástæðan fyrir aukning- unni er að stórum hluta hættan á hryðjuverkum. Talið er að heild- arkostnaður við leikana geti farið í 900 milljarða króna og ljóst er að tekjurnar standa hvergi nærri undir þeim. Talið er að skuldir sligi Grikki næstu árin. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem ólymp- íuleikarnir kæmu í bakið á þeim sem halda þá. Eftir að mikill hagnaður varð af Ólympíuleikunum í Los Angel- es 1984 sannfærðust margir um að það færði gæfu að halda leik- ana. Aðra sögu er þó að segja af síðustu leikum. Barcelóna gjör- breytti ímynd sinni með Ólympíu- leikunum 1992 og vonast Grikkir til að leikarnir í ár hafi sömu áhrif fyrir Aþenu. Skuldirnar settu hins vegar strik í reikninginn fyrir spænskt efnahagslíf í nokkur ár á eftir. Yfirvöld í Sidney telja að það taki áratug að borga upp skuldirnar frá Ólympíuleikunum þar fyrir fjórum árum. „Við köllum þetta bölvun sigur- vegarans. Borgin sem ofmetur möguleika Ólympíuleikanna hvað mest hlýtur þá,“ sagði íþróttahag- fræðingurinn Evan Osborne í samtali við New York Times. brynjolfur@frettabladid.is Dýrustu leikar sögunnar Ferðalangar í Aþenu mega gera ráð fyrir að allt sem þeir segja verði hlerað og að allar gjörðir þeirra verði festar á myndband. Öryggisviðbúnaður er gríðarlegur enda tugþúsundir manna á vakt með háþróaðan og rándýran eftirlitsbúnað. Við skiljum ekki... ...forráðamenn KA í Landsbankadeildinni í fótbolta. Á meðan liðið sekkur dýpra og dýpra í forarsvað fallsvæðsins í deildinni sitja þeir með hendur í skauti og aðhafast ekki neitt. Liðið hefur ekkert getað í langan tíma en samt reyndu þeir ekki að styrkja liðið áður en leikmannamarkaðurinn lokaði eða íhuguðu jafnvel, ef til vill, kannski að skipta um þjálfara.sport@frettabladid.is Við hrósum... ... hinni sextán ára gömlu Helenu Sverris- dóttur sem skoraði 24 stig í sínum fyrsta alvöru A-landsleik þegar Ísland vann Noreg í opnunarleik Norðurlandamótsins í kvennakörfubolta í gær. Við hrósum... ... Knattspyrnufélagi Siglufjarðar fyrir að hafa haldið glæsilegt mót fyrir ungar knattspyrnukonur á Siglufirði um síðustu helgi, stærsta mót sumarsins. Til hamingju! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Fimmtudagur ÁGÚST ■ ■ LEIKIR  20.00 FH og Dunfermline mætast á Laugardalsvelli í Evrópukeppni félagsliða. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Heimsmeistaramótið í 9 Ball 2003 á Skjá einum. Endursýndur þáttur.  18.00 Olíssport á Sýn.  19.15 US PGA TOUR 2004 á Sýn.  20.10 Ryder Cup 2004 - Countdown á Sýn.  20.40 Kraftasport (Hafnartröllið) á Sýn.  21.10 European PGA Tour 2003 (KLM Open) á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 UEFA Champions League á Sýn.  23.30 Ólympíuleikarnir fyrr og nú (An Olympic Odyssey) á RÚV. Heimildarmynd um sögu Ólymp- íuleikanna og framkvæmdir Grikkja í kringum leikana sem fram fara í Aþenu nú í ágúst. MARKI RYANS GIGGS FAGNAÐ Djem- ba-Djemba og Alan Smith fagna hér fyrsta marki United sem Ryan Giggs skoraði. AP Forkeppni meistaradeildar Evrópu í gærkvöld: Manchester best í Búkarest FÓTBOLTI Manchester United er komið með annan fótinn í meist- aradeild Evrópu eftir að hafa lagt rúmenska liðið Dynamo Búkarest að velli, 2-1, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni meistaradeild- arinnar í Búkarest í gærkvöld. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir enska stórliðið því Suður Afríkumaðurinn Quinten Fortune varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á tíundu mínútu en skot rúmenska sóknarmanns- ins Danciulescu breytti um stefnu á Fortune. Varnarmenn Man- chester United áttu í hinu mesta basli með fríska leikmenn Dyna- mo til að byrja með en þegar líða tók á hálfleikinn náðu þeir betri tökum á leiknum. Ryan Giggs jafnaði metin á 38. mínútu eftir fallegan samleik við Paul Scholes og í síðari hálfleik réðu leikmenn Manchester United lögum og lof- um á vellinum. Skotinn ungi Liam Miller kom inn á fyrsta sinn í alvöruleik með Manchester United þegar síðari hálfleikur var hálfnaður og hann hafði aðeins verið inn á tvær mín- útur þegar hann lagði upp sigur- mark ensku bikarmeistaranna. Hann lék upp kantinn, gaf boltann fyrir og þar varð Alistar, varnar- maður Dynamo, fyrir því áfalli að setja boltann í eigið mark. ■ Norðurlandamót kvenna: Helena með 24 stig af bekknum KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið vann fjögurra stiga sigur á Noregi, 77–73, í opnunarleik Norðurlandamóts kvenna í körfu- bolta sem fram fer næstu daga í Arvika í Svíþjóð. Íslenska liðið lenti níu stigum undir í fyrsta leikhluta en frábær innkoma hinnar 16 ára Helenu Sverrisdóttur af bekknum átti stærstan þátt í að landa sigrinum en íslenska liðið hafði eins stig forskot í hálfleik, 36–35, og leiddi með 4 stigum, 58–54, fyrir síðasta leikhlutann. Helena skoraði 24 stig á aðeins 25 mínútum og var langstigahæst í íslenska liðinu. Helena nýtti meðal annars 14 af 16 vítum sínum í leiknum. Signý Hermannsdóttir kom næst með 12 stig auk þess að spila frábæra vörn á besta mann norska liðsins á æsispennandi lokamínútum. STIG ÍSLANDS Í LEIKNUM: Helena Sverrisdóttir 24 Signý Hermannsdóttir 12 Birna Valgarðsdóttir 10 Alda Leif Jónsdóttir 9 Hildur Sigurðardóttir 9 Erla Þorsteinsdóttir 8 Sólveig Gunnlaugsdóttir 5 LEIKIN MEÐ BOLTANN Hin 16 ára gamla Helena Sverrisdóttir skor- aði 24 stig gegn Norðmönnum í sínum fyrsta alvöru landsleik. 48-49 (32-33) Sport 11.8.2004 21:38 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.