Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 53
37FIMMTUDAGUR 12. ágúst 2004 Singapore Sling: Life is Kill- ing My Rock'N'Roll „Töffararnir í Singapore Sling eru við sama hey- garðshornið á þessari nýju plötu sinni. Letilegt eyðimerkurrokkið, vælandi feedback í bakgrunni og einfaldleikinn; allt er þetta til staðar. Breytingin er ekki mikil frá því á síðustu plötu og kannski ekki mikil þörf á því. Hún virkaði nefnilega vel og skap- aði sveitinni sinn eigin stíl. Það helsta sem var að þar voru svipaðar lagasmíðarnar sem leiddi til þess að platan varð þreytandi til lengdar. Sama er uppi á teningnum hér.“ FB The Hives: Tyrannousaurus Hives „The Hives hljóma á nýju plötunni eins og þeir hljómuðu á fyrri plötunni. Þegar ég tók viðtal við þá á Hróarskeldu sögðu þeir mér að þeir hefðu þróað hljóm sinn heilmikið á þessari plötu, en það er bara ekki satt. The Hives hljóma enn eins og hópur ofvirkra kaffidrekkandi kórdrengja frá smá- bæ í Svíþjóð sem trúa því að þeir séu The Ramo- nes endurfæddir.“ BÖS Brúðarbandið: Meira! „Tónlistin er pönk út í gegn með einföldum hljóm- um og einfaldri úrvinnslu. Enginn snilldar hljóð- færaleikur, söngur eða eitthvað slíkt heldur meira reynt að gera hlutina nægilega góða til að þeir komist til skila og að skilaboðin komist á framfæri. Þetta er nokkuð skemmtileg plata og augljóst að Brúðarbandið hefur líka skemmt sér vel.“ FB Jesse Malin: The Heat „Vegna þess hversu einsleit platan er, mun hún lík- legast vera skilin eftir í þoku gleymskunnar. En við áttum rólegar og notalegar stundir saman, ég og Jesse Malin. Veit samt ekki hvort við munum halda sambandi.“ BÖS Badly Drawn Boy: One Plus One is One „Á One Plus One is One sýnir kappinn á sér nokkr- ar hliðar. Hann fer dýpra ofan í þjóðlagahefðina en hann hefur gert áður en gleymir ekki að semja grípandi lög. Þessi nýjasta afurð Badly Drawn Boy inniheldur allt það besta sem ég hef heyrt frá lopahúfumanninum loðna.“ BÖS The Fiery Furnaces: Gallows- bird's bark „Miðað við að ég hef ekki enn hitt neinn sem heldur vatni yfir tónleikum sveitarinnar á Hró- arskeldu er ég byrjaður að draga þá ályktun að þessi sveit njóti sín betur á tónleikum. Platan er vissulega mjög áhugaverð, og góð, en snilldin lek- ur ekki alveg af henni... maður þarf svolítið að hafa fyrir því að nudda hana af.“ BÖS The Flavors: Go Your Own Way „Go Your Own Way er áreynslulaus poppplata með sína kosti en hefur því miður ekkert nýtt fram að færa. Bragðdauft er kannski besta orðið yfir hana. Kaldhæðnislegt en engu að síður staðreynd.“ FB !!!: Louden Up Now „Það er skylda að hlusta á þessa plötu á fullum styrk og þó þið þurfið að leggja töluvert á ykkur til þess að finna þessa plötu, látið þá verða af því. Louden Up Now verður án efa ein af plötum árs- ins, !!! er bylting.“ BÖS Velvet Revolver: Contraband „Velvet Revolver kemur bara nokkuð á óvart, átti allt eins von á að þetta væri aum tilraun gamalla rokkara til að ná sér í smá aur enda hefur útkom- an af svoleiðis ævintýrum verið allt önnur en góð hingað til. Contraband er hins vegar ágætis frum- raun frá Velvet Revolver sem er vonandi komin til að vera.“ SJ Birgir Örn Steinarsson Freyr Bjarnason Smári Jósepsson [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR | Á HVAÐ ERU GRÚSKARARNIR AÐ HLUSTA? | Anna Katrín, söngkona af guðs náð og umsjónarmaður á Popp- Tívi „Ég hef verið að hlusta á Confessions með Usher. Mér finnst hún mjög góð. Það er greinilega mikið lagt í þessa plötu rétt eins og í fyrri plötuna hans 8210. Hann er að vinna með mjög góðu fólki úr R&B geiranum. Usher er snilldar textahöf- undur og skrifar oftast um það sem er að gerast í lífi sínu. Ég held að þessi plata sé einhverskonar af- sökunarbeiðni á því hvernig hann hefur látið við f y r r v e r a n d i kærustuna sína, Chilli úr TLC. Uppáhaldslögin mín á plötunni eru Confessions II, Burn, YEAH og Truth Hurts.“ Ólafur Páll Gunnarsson, forseti Rokklands á Rás 2 „Ég er búinn að vera að hlusta aðeins á Lou Reed. Var að rifja upp New York-plötuna í til- efni þess að hann er að koma. Svo hef ég verið að hlusta á Delays, platan þeirra heitir Faded Se- aside Glamour, mjög skemmtileg tónlist. Svo hef ég verið að hlusta á Bridges to Babylon með Rolling Stones. Þessar seinnitíma plötur með þeim eru nú ekkert í uppáhaldi, þessi plata er orðin sjö ára núna og er bara mjög fín. Svo bauð ég afa mínum í mat á föstu- daginn og við hlustuðum á gamlan blús, John Lee Hooker og fleira.“ Róbert Aron Magnússon, doktor í rapp- fræðum „Ég er að hlusta The Infamous Mobb Deep. Þetta er ein af mínum uppáhaldsplötum frá árinu 1995.“ Gagnrýnandi Fréttablaðsins var mjög sáttur við aðra breiðskífu Singapore Sling sem kom í búðir á dögunum. PLATA VIKUNNAR Janet Jackson: Damita Jo „Óumdeilanlega hefur einlægnin verið víðs fjarri þegar þessi plata, Damita Jo, var unnin. Maður sér fljótlega í gegnum þunnan undirtón plötunnar og sígild en dauðþreytt formúlan að selja Janet sem kynlífstákn. Janet Jackson er fær í flest, sungið get- ur hún, en hér gerir hún allrækilega í buxurnar.“ SJ Sonic Youth: Sonic Nurse „Á meðan Sonic Youth heldur áfram að hjakka í sama farinu þá verður ást mín á sveitinni að vera eins og til fjarskyldra frænda hjá mér í stað elsken- da, þannig er það nú bara. Fín plata, lítið meira en það. Tími til þess að senda sveitina á rokkspítal- ann.“ BÖS Method Man: Tical 0 - The Prequel „Þrátt fyrir nokkrar hlustanir er ekkert lag sem kveikir af einhverju viti í mér, undirspilið er þunnt og maður gerir ekki öflugt hip-hop á rappinu einu saman, grunnurinn verður að vera góður. Og þegar hvort tveggja bregst þá er fokið í flest skjól.“ SJ 52-53 (36-37) Tonlist 11.8.2004 19:40 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.