Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 54
Ríkið er að halda upp á eins árs af- mælið sitt og á sama tíma erum við að leggja hljómsveitina niður,“ segir Valur Gunnarsson, einn af liðsmönnum sveitarinnar. „Rómantíkin endist aðeins ákveðið lengi í samböndum sem þessum og þá verður fólk að ákveða hvort það vilji eyða lífinu saman eða ekki.“ Hljómsveitar- meðlimirnir hafa því ákveðið að eyða ekki lífinu saman í Rík- inu, „en við ætlum að halda áfram að vera vinir,“ segir Valur. Ríkið er nokkuð sérstakt nafn á rokk- hljómsveit og segir Val- ur það tilkomið vegna viðleitni hljómsveit- armeðlimanna að vingast við Rík- i s - valdið. „ Þ e t t a g e k k greinilega ekki alveg nægilega vel þar sem ég var að fá senda himinháa rukkun frá skattinum fyrir plötu sem hefur ekki einu sinni selst upp í kostnað. Markmiðið hjá mér núna er að vera smærri í sniðum og taka fyrir hverja stofn- un fyrir sig og sú fyrsta sem er á dagskrá er Út- lendingastofnun.“ Hljómsveitin Útlend- ingastofnun hefur þegar verið sett á laggirnar og segir Valur vonast til þess að út- lendingarnir tveir sem eru í sveit- inni verði ekki sendir úr landi. Að- spurður um textasmíði Ríkisins og hvort þeir sé fallnir til að ving- ast við ríkið segir hann svo vera. „Við semjum aðallega um Ríkið og einn flokk. Það má nefna sam- úðarsönginn sem við flytjum gjarnan fyrir SUS og óðinni til viðskiptalífsins þar sem koma fyrir setningar eins og „hver er ekki hóra í dag?“.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21 á Grand Rokk í kvöld og munu hljómsveitirnar Jan Mayen, Dýrð- in og Foghorns einnig koma fram. ■ 12. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Rómantíkin leið undir lok Sýning á myndum tuttugu barna sem tóku þátt í Ólympíuleikum ímyndunaraflsins verður opnuð í Kringlunni í dag. Í vor var haldið á vegum Visa samkeppni þar sem öllum 9 til 13 ára krökkum var boðið að taka þátt. Keppnin fór fram samtímis í fjölmörgum Evr- ópulöndum vegna Ólympíuleik- anna í Aþenu og var þema hennar: „Hvernig geta Ólympíuleikarnir stuðlað að betri framtíð?“. Í Kringlunni verða sýndar þær 20 myndir sem komust í úrslit en ein þeirra vann einmitt til verð- launa en höfundur hennar, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 12 ára nemandi í Rimaskóla, vann ferð á Ólympíuleikana í viðurkenninga- skyni. Esther og hinir sigurvegararn- ir 28 fylgjast nú með leikunum ásamt því að taka þátt í fyrstu verðlaunaafhendingu leikanna þar sem þeim verður afhent við- urkenning. Einn verður síðan val- in úr þeim hópi og boðið á vetrar- ólympíuleikana í Tórinó á Ítalíu eftir tvö ár. Sýningin verður opin fyrir gesti og gangandi í Kringlunni næstu vikur. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Fimmtudagur ÁGÚST ■ MYNDLIST FÖSTUDAG 13. 08.’04 LAUGARDAG 14. 08.’04 VINIR VORS & BLÓMA Í SVÖRTUM FÖTUM FYRSTU 200 FÁ FRÍTT INN HÚSIÐ OPNAR KL. 11 HÚSIÐ OPNAR KL. 11 ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA K Ö -H Ö N N U N / P M C ÁSAMT BEGGA ÚR SÓLDÖGG KOMA AFTUR SAMAN TIL Að SVARA LINNULAUSRI EFTIRSPURN FORSALA ER Á NASA FÖST. 13 ÁGÚST FRÁ 15-19 MIÐAVERÐ Í FORSÖLU ER 1000KR. OG 1500KR. Í HURÐ ...MÆTA SJÓÐHEITIR OG FAGNA NÝJU HITAMETI Á LANDINU FERSK Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI Ólympíuleikar ímyndunaraflsins ESTHER Hún er á meðal þeirra barna sem á mynd á sýningunni í Kringlunni sem opnar í dag. ■ TÓNLEIKAR ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Rokkbandið Bart heldur tón- leika á Café Amsterdam.  Spilabandið Runólfur skemmtir á Kaffi List. VALUR Hljómsveit hans, Ríkið, heldur kveðjutón- leika á Grand Rokk í kvöld. 54-55 (38-39) Slanga 11.8.2004 18:44 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.