Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Viktoría Áskelsdóttir. 801 milljón. Valur. Takk fyrir stuðninginn „Mér líður miklu betur en ég hefði búist við,“ segir Árni Valdimar Bernhöft en hann hefur nú í heila viku eingöngu borðað á Boozt barnum í Kringlunni. „Ég er kraftmeiri og léttari en áður en ég byrjaði að borða bara Boozt og þetta er alveg magnað. Annað hvort er líðanin svona góð vegna þess að ég hef hvorki borðað rusl- fæði né drukkið kók eða vegna þess að Booztið er einfaldlega svona hollt fyrir rmann.“ Árni borðar lágmark þrjú Boozt á dag. „Ég hef farið alveg upp í sex og svo fylgja speltbrauð með Booztinu. Uppáhalds Booztið mitt er Tropical en ótrúlegt en satt þá er ég ekki kominn með ógeð á neinum rétti og hlakka enn til að fá mér Boozt á hverjum degi. Þetta er þó erfitt að því leyti að ég er svo fljótur að melta þetta og því var ég svengri en vanalega, sérstaklega fyrstu dagana. Svo er maður vanur að borða bara það sem er fyrir framan mann og það eru því viðbrigði að þurfa að passa upp á mataræðið.“ Tilraunin er gerð í tengslum við kvikmyndina Super Size Me sem sýnd verður hér á landi von bráðar. „Myndin er um Morgan Spurlock sem borðaði bara McDonalds í heilan mánuð og á fjórða degi var hann kominn með mígreni og orðinn slappur. Á frumsýningunni hér á landi 25. ágúst hitti ég Spurlock og ber saman líkamsástand mitt við hans á 21. degi tilraunarinnar. Á þeim degi var honum ráðlagt af lækn- um að hætta samstundis því þá var hann nær dauða en lífi. Það er greinilegt að það er eitthvað að matnum á McDonalds.“ ■ Aldrei betri eftir Boozt í heila viku ÁRNI VALDIMAR Hittir Morgan Spurlock á frumsýningu myndarinnar Super Size Me til að bera saman tilraunirnar. 46 12. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR ... fær Viktoría Áskelsdóttir fyrir að synda yfir Breiðafjörð til styrktar Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna. HRÓSIÐ Tomas kom hingað til lands fyrir viku síðan og fer aftur út í dag. Hann hefur unað sér ákaflega vel hér á landi og gert marga skemmti- lega hluti. „Ég er búinn að hafa það mjög gott. Ég fór á hestbak, fór á Esjuna og söng á Gay Pride. Það var rosa- lega gaman og gott að heyra fólk klappa fyrir mér,“ segir Tomas, sem talar ágæta íslensku. Hann söng líka á skemmtistaðnum Nasa og vakti mikla lukku viðstaddra. „Ég er mjög ánægður með viðtök- urnar. Fólk kom upp að mér allt kvöldið og heilsaði mér. Það var mjög góð tilfinning.“ Fyrsta sólóplata Tomasar, Sig det’ logn, kemur út á mánudag. Þetta er fyrst og fremst poppplata með latin- og fönkáhrifum. Þar er meðal annars að finna lagið Shame on You sem Tomas söng svo eftir- minnilega í undankeppni Evró- vision. Að sögn Tomasar var Evró- vision-keppnin góður stökkpallur þrátt fyrir að hann hafi ekki komist áfram í úrslitin. „Þetta var gott tækifæri til að sýna mig og tónlist- ina mína. Það voru vonbrigði að komast ekki áfram en aðalatriðið var samt að komast í keppnina. Ég fékk mikla athygli og er mjög ánægður með að hafa tekið þátt.“ Hann útilokar ekki að keppa aftur í Evróvision. „Hver veit? Ef ég fæ gott tilboð og gott lag til að syngja, það kemur bara í ljós.“ Faðir Tomasar er íslenskur en býr úti í Danmörku. Amma hans býr hins vegar hér á landi eins og hálfbróðir hans. Tomas er að koma hingað til lands í fjórða sinn en vonast til að koma oftar á næst- unni, bæði til að hitta skyldmenni sín og til að syngja fyrir landann. „Ég væri til í að halda hér flotta tónleika. Ég er með frábæra hljómsveit heima sem ég væri til í að koma með,“ segir hann. Tomas útilokar ekki að vinna með ís- lenskum tónlistarmönnum í fram- tíðinni. „Ef þeir eru að syngja svipaða tónlist og ég þá væri það gaman. Kannski væri sniðugt að syngja jólalag eða eitthvað annað, ég er opinn fyrir öllu.“ Hann seg- ist ekkert hafa hlustað á íslenska tónlist þegar hann var yngri en er nú farinn að hlusta á Bubba, Stuð- menn og Í svörtum fötum. Jónsi tók einmitt þátt í Evróvision á sama tíma og Tomas og eru þeir góðir kumpánar. Að lokum vill Tomas þakka Ís- lendingum kærlega fyrir stuðning- inn í kringum Evróvision og fyrir þær frábæru viðtökur sem hann hefur fengið hér á landi. „Ég er mjög ánægður og þakklátur. Takk, Íslendingar, fyrir að vera til staðar fyrir mig og að hugsa ennþá um mig eftir svona langan tíma. Það var gott að vera uppi á sviði og finna stuðninginn.“ freyr@frettabladid.is TÓNLIST TOMAS THORDARSON ■ Íslensk-ættaði Daninn sem söng í Evróvision, er staddur hér á landi til að kynna fyrstu sólóplötu sína. TILRAUN ÁRNI VALDIMAR BERNHÖFT ■ Hefur borðað búst í heila viku og seg- ist léttari og kraftmeiri en áður. TOMAS THORDARSON Tomas hefur skemmt sér vel hér á landi og vonast til að koma aftur hingað sem allra fyrst. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M M YN D /V AL G AR Ð U R TÓNLISTIN Sem stendur er ég að hlusta á demo diskinn af lög- unum sem við erum að fara að gefa út á plötu. Það kemst lít- ið annað að þessa dagana þar sem við erum í stúdíói að taka upp. BÓKIN Ég er að lesa bók sem heitir Engin miskunn. Þetta er baráttusaga konu sem er að reyna að ná dætrum sínum til baka eftir að þær voru seldar í hjónaband frá Englandi til Jemens. BÍÓMYNDIN Fór seinast á The Village og mér fannst hún bara svona allt í lagi. BORGIN Var í Lyon í Frakklandi síðast. Þar var ég að heim- sækja fólk sem ég kynntist eftir að hafa verið skiptinemi í Roanne í fyrra, bæ sem er um klukkutíma frá Lyon. BÚÐIN Versla föt í Sautján Jeans á Laugaveginum en þegar ég fer erlendis kaupi ég alltaf föt í H&M. Ég verslaði meðal ann- ars mikið þar þegar ég var í Frakklandi. VERKEFNIÐ Að ljúka við tökur á þáttunum um Nylon á Skjá einum. Næstsíðasti þátturinn verður í kvöld og þar er sýnt frá því sem átti sér stað hjá okkur um verslunarmannahelgina, En framundan er svo bara að taka upp plötuna með Nylon og fara á fullt í að koma sér í gott form fyrir útgáfutónleikana sem haldnir verða í október. AÐ MÍNU SKAPI ALMA GUÐMUNDSDÓTTIR SÖNGKONA Í NYLON Les baráttusögu og verslar í H&M Lárétt: 2 örg, 6 ending, 8 gruna, 9 lín, 11í röð, 12 líffæri, 14 máni, 16 utan, 17 kjáni, 18 málmur, 20 á nótu, 21 elskaði. Lóðrétt: 1 káf, 3 kyrrð, 4 kraftlaus, 5 ambátt, 7 fíknin, 10 konunafni, 13 sendi- mær Friggjar, 15 uppspretta, 16 fæðu, 19 ónefndur. Lausn. Lárétt:2gröm, 6in, 8óra, 9tau, 11mn, 12lunga, 14tungl, 16án, 17áni, 18tin, 20an, 21unni. Lóðrétt: 1fitl, 3ró, 4örmagna, 5man, 7 nautnin, 10unu, 13gná, 15lind, 16átu, 19nn. 62-63 (46-47) Folk 11.8.2004 21:20 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.