Fréttablaðið - 16.08.2004, Side 1

Fréttablaðið - 16.08.2004, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MÁNUDAGUR ATFERLISGREINING Sálfræðingurinn Charles Catania heldur fyrirlestur um atferlisgreiningu á vegum sálfræðiskorar Háskóla Íslands klukkan 11.00 í stofu 210 í Odda í dag. Catania starfar í dag við Háskólann í Maryland en var áður nemandi og síðar samverka- maður sálfræðingsins B.F. Skinner við Harvard-háskóla. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG GOTT VEÐUR ÁFRAM Yfirleitt bjart og fallegt veður. Úrkomulítið á landinu en áfram líkur á þokubökkum með ströndum. Sjá síðu 6 16. ágúst 2004 – 221. tölublað – 4. árgangur MINNI EVRÓPUÞREIFINGAR Ráðherraskiptin í utanríkisráðuneytinu munu ekki hafa afgerandi breytingar á ut- anríkisstefnuna. Þau geta þó orðið til þess að minna verður um þreifingar í Evrópuátt, segir dósent í stjórnmálafræði. Sjá síðu 2 STARFSMENN HLUNNFARNIR Talsvert er um að vinnuveitendur hlunnfari launþega sína, segir formaður Verkalýðsfé- lags Húsavíkur. Hann segir að sérstaklega sé mikið um þetta hjá fyrirtækjum í ferða- mennsku og veitingaþjónustu. Sjá síðu 4 EINS OG EFTIR SPRENGJUÁRÁS Flórídabúar eru að hefja enduruppbyggingu eftir hvirfilbylinn sem olli mikillli eyðilegg- ingu á laugardag. Talið er að tjónið nemi um 800 milljörðum króna. Sjá síðu 2 VARAR VIÐ SAMÞJÖPPUN Björn Bjarnason varaði við óheilbrigðum tengslum milli þeirra sem ráða fjölmiðlum og þeirra sem hafa undirtökin í verslun og viðskiptum, í ræðu á Hólaþingi. Sjá síðu 2 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 18 Sjónvarp 28 ÍRAK, AP Bardagar í Najaf eru hafn- ir af krafti á nýjan leik eftir að stríðandi fylkingum mistókst að ná samkomulagi um vopnahlé. Bandarískar hersveitir, studd- ar skriðdrekum, héldu aftur inn í miðbæ borgarinnar til að herja á vopnaða stuðningsmenn sjía- klerksins Muqtada al-Sadr. Víða mátti heyra sprengingar og skot- bardaga þegar bardagar færðust úr einu hverfi í annað. Bardagarnir hófust á ný um það leyti sem rúmlega þúsund þjóðfundarfulltrúar komu saman í Bagdad. Eitt helsta verkefni þjóð- fundarins er að velja hundrað manna ráð sem hefur eftirlit með störfum bráðabirgðastjórnarinn- ar fram yfir þingkosningar í janú- ar. Íraskir lögreglumenn um- kringdu hótel í Najaf þar sem blaðamenn hafast við og fyrir- skipuðu þeim að halda á brott þar sem ekki væri hægt að ábyrgjast öryggi þeirra þegar bardagar brytust út af fullum krafti. Blaðamennirnir töldu hins vegar að með þessu ætti að tryggja að fréttir af bardögum bærust ekki jafn greitt út og ella. Töldu þeir hótanir um að gera farsíma og myndavélar upptækar renna stoðum undir það. ■ SJÁVARÚTVEGUR „Við höfum ákveðið að veiða ekki um sinn en munum endurmeta stöðuna,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, um síldveiði við Sval- barða. Fresturinn sem Norðmenn gáfu íslenskum skipum til að hætta veiðum við Svalbarða rann út á miðnætti síðustu nótt. Útgerðarmenn ákváðu á tíunda tímanum í gærkvöld að veiða ekki fyrst um sinn eftir að bannið tæki gildi. „Það er líka bræla þarna úti og lítið hægt að veiða eins og stendur,“ segir Friðrik. Hann seg- ir að íslenskir útgerðarmenn muni meta stöðuna ásamt íslenskum stjórnvöldum í dag. „Við höfum farið fram á að það verði skorið úr um þetta mál fyrir alþjóðadóm- stól.“ Friðrik segir að íslensk stjórn- völd hafi ekki hvatt útgerðar- menn til hætta veiðum. „Stjórn- völd hafa lýst yfir að við höfum fulla heimild til að veiða og styðja okkur í þessu máli.“ Frið- rik telur mögulegt að eitthvað af síld sé utan bannsvæðisins og verið sé að kanna hvort hægt sé að veiða þar. Fimm íslensk skip voru á mið- unum í gær og er gert ráð fyrir að þau verði þar áfram. „Varð- skipin hafa verið að atast í okkur, elt okkur og komið daglega um borð til að sjá hvað við erum að fiska og stemma af bókhaldið,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteins- syni frá Akureyri. Hann er reiðu- búinn að leita annað ef þörf kref- ur. „Ef það er síld utan við bann- svæðið þá tökum við hana bara.“ Arngrímur segir veiði hafa verið góða og þetta sé í fyrsta sinn sem brælan hamli veiðum. „Við höfum veitt vel í sumar og landað tíu sinnum í skip sem fara með aflann í land og losnum þannig við vikusiglingu til Íslands.“ bergsteinn@frettabladid.is ingi@frettabladid.is Veiðum hætt fyrst um sinn Íslenskir útgerðarmenn hafa ákveðið að hætta veiðum fyrst um sinn eftir að veiðibann Norðmanna tók gildi á Svalbarðasvæðinu. Þeir eru þó ekki á því að gefast upp og ætla að endurskoða afstöðu sína í dag. Hersveitum safnað saman í Najaf: Bardagar blossa upp á ný IVANOV OG RUMSFELD Rumsfeld kom í tveggja daga heimsókn til St. Pétursborgar. Þar ræddu hann og Ivanov samskipti landanna. Rússar og Bandaríkin: Ekki orðnir bandamenn MOSKVA, AP Rússar og Bandaríkja- menn „eru sannarlega ekki lengur óvinir en eru sennilega ekki heldur orðnir bandamenn,“ sagði Sergei Ivanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, þegar hann lýsti samskiptum landanna að loknum fundi sínum með Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna. Ivanov sagði samskipti Rúss- lands og Bandaríkjanna enn í þróun. „Þetta er ferli sem er að þróast. Það getur ekki byrjað á ákveðnum tíma- punkti og verið lokið í næstu viku.“ Forsetar landanna tveggja hafa stundum borið lof á samskipti þeirra. Þannig hefur Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kallað þau bandamenn í baráttunni gegn hryðjuverkum. ■ ● hús ● fasteignir Ánægður í Þingholtunum Gói: ● í dag Frumsýndur í Bandaríkjunum Latibær: ▲ SÍÐA 17 ● vildu vinna með einhverjum fullorðins Vinna með upptöku- stjóra Jamiroquai Jagúar: ▲ SÍÐA 30 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS TILBÚNIR UNDIR BARDAGA Liðsmenn Mahdi-sveita sjíaklerksins Muqtada al-Sadr voru reiðubúnir að berjast við bandaríska hermenn í gær. Þriggja daga tilraunum til að semja um vopnahlé lauk án árangurs og bardagar blossuðu því upp á nýjan leik. Árekstur við kind: Tvennt flutt á sjúkrahús UMFERÐARSLYS Tvennt var flutt á sjúkrahús eftir árekstur bifhjóls og kindar á Fjarðarheiðinni við Egilsstaði um kvöldmatarleytið í gær. Kindin hljóp í veg fyrir hjólið en á því voru piltur og stúlka sem tvímenntu. Fólkið kastaðist af hjólinu við áreksturinn og var flutt slasað á sjúkrahúsið á Egils- stöðum. Þau fengu aðhlynningu vegna minniháttar meiðsla og voru síðan útskrifuð. Kindin drapst hins vegar. ■ M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.