Fréttablaðið - 16.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.08.2004, Blaðsíða 2
2 16. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Tjónið á Flórída metið á allt að 800 milljarða króna: Eins og eftir sprengjuárás FLÓRÍDA, AP Íbúar Flórída eru byrjaðir að hreinsa til í rústun- um og byggja upp það sem eyði- lagðist þegar hvirfilbylurinn Charley gekk þar yfir. Talið er að skemmdirnar megi meta á allt að 800 milljarða króna og er þá að- eins horft til þess sem íbúarnir voru búnir að tryggja áður en ósköpin gengu yfir. George W. Bush Bandaríkja- forseti kom til Flórída í gær til að kanna aðstæður. Hann flaug yfir svæðið í þyrlu ásamt bróður sínum, Jeb Bush ríkisstjóra í Flórída. „Þetta lítur út eins og eftir sprengjuárás. Allt er farið, allt rifið upp,“ sagði Chad Maxwell þar sem hann gekk um rústirnar sem áður voru fasteignasalan sem hann vann á. Séra Leroy Martin treysti kirkju sinni ekki nógu vel eftir hvirfilbylinn og setti upp stóla fyrir framan hana þar sem hann hélt messu. Hann óttaðist að ef hún yrði haldin innandyra kynni þakið að gefa sig eða hlutar hryndu úr loftinu á fólk sem kæmi til messu. ■ Minni þreifingar í Evrópumálum Davíð Oddsson mun ekki þreifa fyrir sér í Evrópumálum líkt og Halldór Ásgrímsson hefur gert, segir Baldur Þórhallsson. Rökréttast var að hann tæki við utanríkisráðuneytinu og búast má við að hann stjórni því af festu. STJÓRNMÁL Ekki má búast við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál innan utanríkisráðuneytisins og áður þegar Davíð Oddson verður utanríkisráðherra, að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Baldur segist ekki vænta breyt- inga á utanríkisstefnunni enda sé stjórnarstefnan sú sama og áður en áherslur geta orðið aðrar. „Halldór hefur kannað stöðu Íslands í Evr- ópu og hvaða kostir myndu bjóðast ef sótt yrði um aðild að Evrópusam- bandinu. Ég býst ekki við jafn ítar- legri umfjöllun um Evrópumál und- ir forystu Davíðs.“ Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, prófessor í stjórnmálafræði, telur að engar áherslubreytingar verði á utanríkismálum undir stjórn Davíðs. „Ég tel að Davíð verði jafn ötull að viða að sér upp- lýsingum um Evrópusambandið og Halldór og muni fylgjast náið með Evrópuþróuninni, enda er það mjög mikilvægt.“ Hannes og Baldur eru sammála um að það hafi verið rökrétt að Davíð færi í utanríkisráðuneytið. „Það stendur næst forsætisráðu- neytinu. Hefði hann farið í annað ráðuneyti, þá hefði það verið mjög sérstakt,“ segir Baldur. Hannes Hólmsteinn segir mörg fordæmi þess að fyrrverandi forsætisráð- herra verði utanríkisráðherra, til dæmis hafi Ólafur Jóhannesson verið utanríkisráðherra í ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen eftir að hafa setið í forsæti tvisvar áður. „Það er mjög heppilegt að við ráðu- neytinu taki maður með mikla reynslu og yfirsýn, eins og Davíð hefur öðlast sem forsætisráðherra í þrettán ár.“ Baldur tekur undir að Davíð komi sterkur inn í ráðuneytið og segir athyglisvert hversu mikil af- skipti hann hafi haft af utanríkis- málum í forsætisráðherratíð sinni. Hann hafi til dæmis leikið stórt hlutverk í viðræðum við Banda- ríkjamenn vegna varnarsamstarfs- ins. „Davíð beitir mjög harðri samningatækni og hefur brugðist við af festu þegar kröfur hafa verið uppi að Íslendingar greiði meira í sjóði Evrópusambandsins vegna aðildar sinnar að EES. Það má búast við að hann verði afdráttalaus í utanríkismálum eins og hann hefur verið sem forsætisráðherra.“ bergsteinn@frettabladid.is ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLL ÚT Í SKURÐ Erlendir ferða- menn sluppu án meiðsla þegar þeir misstu stjórn á bíl sínum í lausamöl með þeim afleiðingum að bíllinn lenti úti í skurði. Óhappið átti sér stað í Vestur- hópi í Húnavatnssýslu, rétt norðan við Þorfinnsstaði. SLUPPU MEÐ SKREKKINN Öku- maður og farþegar sluppu án al- varlegra meiðsla þegar bíll sem fólkið var í valt á Næfurholts- braut í Rangárvallasýslu. KIND DRAPST Kind drapst en fólk slapp án meiðsla þegar kind hljóp í veg fyrir bíl rétt við Dýrastaði í Norðurárdal í Borgarfirði. Bíllinn skemmdist nokkuð. FIMM SPRENGJUÁRÁSIR Lítil sprengja sprakk í spænska strandbænum Llanes í norður- hluta Spánar í gær skömmu eftir að ETA-hreyfing Baska hafði var- að við henni. Þetta var fimmta sprengjan á viku sem ETA kom fyrir. Engin þeirra hefur skaðað fólk eða valdið tjóni að ráði. LÉST Í ÓVEÐRI Tæplega tvítugur maður lést eftir að bát hans hvolfdi á Dóná. Hann var sá eini sem lét lífið í miklu óveðri sem gekk yfir suðausturhluta Rúmen- íu um helgina. Mörg heimili urðu flóðum að bráð og rafmagn fór af átján þorpum. NÝR STJÓRI Í KOSOVO Daninn Sören Jessen-Petersen hefur tek- ið við af Finnanum Harri Holkeri sem yfirmaður Sameinuðu þjóð- anna í Kosovo. Jessen-Petersen var áður fulltrúi Sameinuðu þjóð- anna í Makedóníu og fyrir það næstráðandi í Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. „Þetta er hin fullkomna blanda.“ Snorri Már Skúlason, verkefnisstjóri enska boltans á Skjá einum, en hvort tveggja íslenskir og enskir þulir lýsa leikjunum þar. SPURNING DAGSINS Snorri, hvorir þulanna eru betri? ÁRNI MATHIESEN Undrast orð smábátaeigenda. Sjávarútvegsráðherra: Furðar sig á ummælunum SJÁVARÚTVEGUR „Ég skil ekki hvað þeir eru að rugla,“ segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra um þær fullyrðingar að stjórn- völd hafi svikið loforð um að veiðiheimildir annarra myndu ekki skerðast vegna innkomu smábáta í kvótakerfið. Árni var mjög önnum kafinn þegar rætt var við hann og gat því ekki rætt málið frekar þá stundina en hét því að gera það síðar. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að því hefði verið lofað á æðstu stöðum að kvóti smábáta yrði ekki tekinn af öðrum kvóta. Landssam- band íslenskra útvegsmanna hef- ur reiknað út að skerðing annarra vegna innkomu smábáta nemi sjö prósentum. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BJARGAÐ ÚR SJÁLFHELDU Björg- unarsveitarmenn frá Húsavík komu erlendri konu til hjálpar eftir að hún lenti í sjálfheldu efst í Húsavíkurfjalli. Konan hafði farið fram af brúninni en þar fyrir neðan er bæði bratt og jarð- vegur laus þannig að henni leist ekki á blikuna. Ferðafélagi henn- ar fór eftir hjálp. VEIÐIGRÆJUM STOLIÐ Brotist var inn í bíl í Vaglaskógi aðfaranótt laugardags og verðmætum veiði- búnaði stolið; stöngum, flugum og hjólum. Lögreglan á Húsavík hefur málið til rannsóknar. ALLT FARIÐ Skemmdirnar á Flórída eru miklar og tjón tryggðra muna metið á 800 milljarða. STJÓRNMÁL Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, varaði við óheilbrigðum tengsl- um milli þeirra sem ráða fjöl- miðlum og þeirra sem hafa und- irtökin í verslun og viðskiptum, í ræðu sem hann hélt á Hólahá- tíð. „Mat á atburðum líðandi stundar mótast mjög af því hvaða litum mynd er dregin í fjölmiðlum. Ef heiðarleiki og réttsýni víkja fyrir þröngri hagsmunagæslu er auðvelt að haga áherslum þannig að rangar ályktanir verði dregnar,“ sagði Björn. „Spunameistarar í þjón- ustu þeirra sem vilja slá ryki í augu fólks með áróðri, leitast við að færa fréttnæman viðburð í gott ljós fyrir umbjóðanda sinn og í óhag andstæðingi hans.“ Björn sagði að á sama hátt og fólk geti sett síur og varnar- múra í tölvur sínar, sett viðvör- un gegn óboðnum pósti eða blöð- um á bréfalúguna og merki í símaskrá, væri löggjafanum fært að setja því hæfilegar skorður að öll fjölmiðlun færist á fárra hendur og að óheilbrigð tengsl væru milli þeirra „sem eiga tæki til að stýra almenn- ingsálitinu og hafa undirtökin í verslun og viðskiptum lands- manna“. Björn vildi ekki tjá sig frekar um innihald ræðunnar þegar Fréttablaðið leitaði til hans í gærkvöld. ■ ■ EVRÓPA Sprengjuárás: Fimmtán biðu bana INDLAND, AP Fimmtán létust, þar af sjö börn, þegar sprengja sprakk í skrúðgöngu í smábænum Dhemaji í Assamhéraði í norðausturhluta Ind- lands. Verið var að fagna þjóðhátíð- ardegi Indlands sem öðlaðist sjálf- stæði frá Bretlandi 15. ágúst 1947. Talið er að hryðjuverkasamtökin ULFA, sem barist hafa fyrir því frá 1979 að Assam-hérað fái sjálfstæði frá Indlandi, beri ábyrgð á tilræð- inu en samtökin höfðu heitið því að koma í veg fyrir hátíðahöldin á þjóðhátíðardegi Indlands færu frið- samlega fram. ■ DAVÍÐ ODDSSON OG ÁSTRÍÐUR THORARENSEN Davíð hefur haft mikil afskipti af utanríkismálum í forsætisráðherratíð sinni. BALDUR ÞÓRHALLSSON Býst við að Davíð muni stjórna utan- ríkisráðuneytinu af festu. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Rökréttast var að Davíð tæki við sem utanríkisráðherra. Setja má lög gegn samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, segir dómsmálaráðherra: Varar við óheilbrigðum tengslum BJÖRN BJARNASON Varaði við óheilbrigðum tengslum þeirra sem ráða fjölmiðlum og hafa undirtökin í verslun og viðskiptum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.