Fréttablaðið - 16.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.08.2004, Blaðsíða 4
4 16. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur: Margir hlunnfara starfsfólk LAUNAMÁL Talsvert er um að vinnu- veitendur í ferðaþjónustunni hlunnfari starfsfólk sitt að sögn Aðalsteins Baldurssonar, for- manns Verkalýðsfélags Húsavík- ur. „Því miður eru ákveðnir aðilar innan veitinga- og ferðabransans sem fara ekki eftir samningum,“ segir hann og tekur dæmi. „Það þekkist að menn séu að borga svokallað jafnaðarkaup sem fel- ur í sér að fólk er alltaf á sama kaupi hvenær sem það vinnur en slíkt er bannað samkvæmt kjara- samningum.“ Aðalsteinn segir nokkuð um að fólk sem vinnur 230-40 tíma á mánuði sé á jafnaðarkaupi þó svo að vinnuskyldan sé aðeins í kringum 173 tímar á mánuði. „Launin eru oft bara kolröng,“ ítrekar hann og heldur áfram. „Það er hrúgað inn fólki í sum- arafleysingar sem vinnur oft mikið. Þetta er í mörgum tilfell- um skólafólk og jafnvel erlent fólk sem er ekki alltof duglegt að leita réttar síns en það er full þörf fyrir þetta fólk að fara vel yfir sín mál.“ ■ Konur þurfa að bera sig eftir björginni Mýmörg atvinnutækifæri eru fyrir karlmenn á Austurlandi og næga vinnu að fá. Tækifærin hafa ekki sýnt sig að sama skapi fyrir konur. Þær eru hvattar til að sækja um störf sem þeim kunni að þykja karlastörf. ATVINNUMÁL Konur á Austurlandi hafa af því vaxandi áhyggjur að sú mikla uppsveifla sem orðið hefur í austfirsku atvinnulífi skili sér lítt eða ekkert í nýjum störf- um fyrir þær. Um 70 konur eru nú á atvinnuleysisskrá á Austurlandi og fjölmargar eru ekki skráðar þar og því má gera ráð fyrir að heildarfjöldinn sé talsvert hærri. Þrátt fyrir að mikið hafi verið að gert til að fjölga atvinnutæki- færum kvenna með námskeiðum og starfsþjálfun hjá ýmsum stofn- unum eru margir sammála um að hluti vandamálsins sé hve margar konur séu ragar við að grípa tæki- færin sem upp koma. Er þar aðal- lega átt við störf sem væntanlega munu skapast þegar álverið rís og tekur til starfa. Helga M. Steinsson, skóla- meistari Verk- m e n n t a s k ó l a Austurlands, seg- ir að konur til sjávar og sveita eigi alls ekki að vera hræddar við að leita fyrir sér með atvinnu við þá stóriðju sem rísi brátt á Reyðar- firði. „Það er kjörið tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn aftur. Í boði eru námskeið sem vinnuveitandinn heldur og því þarf enginn að óttast að fákunn- átta verði fólki að fótakefli.“ Ein þeirra nýju námsbrauta sem í boði eru í Verkmenntaskól- anum er framleiðslutæknibraut en þar er fólk búið undir störf við stóriðju og í verksmiðjum. Aðeins ein kona er í þeim tíu manna hópi sem þegar stundar námið. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í kjör- dæminu, tekur undir með Helgu. „Vissulega skil ég þær konur sem líta á stóriðju í Reyðarfirði og á Kárahnjúkum sem tækifæri fyrir karla fyrst og fremst en þeim fer fjölgandi sem drífa sig til vinnu sem áður þótti ætluð karlmönnum. Ég sé konur keyra hér um á trukkum og vinnuvél- um og gera það ekki síður vel en karlarnir.“ Hún segir að hluti vandamáls- ins sé hversu erfitt það sé að fá konur til að stíga fram. „Það á við um allar starfsgreinar, þá með- talda mína eigin, en það er ákaf- lega erfitt að fá konur til starfa í stjórnmálum. Við konurnar þurf- um að bera okkur eftir björginni alveg eins og karlarnir.“ albert@frettabladid.is EKKI SAMI HITINN Heldur dregur úr hita frá því sem mest var en áfram verður þurrt. Veðurhorfur: Hitinn fer minnkandi VEÐRIÐ Búast má við hægri aust- anátt og björtu veðri á norðan- og vestanverðu landinu en fyrir sunnan og austan verður skýjað án þess að rigni, segir Theódór Hervarsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um veður- horfur. „Hitastigið er að skríða niður, víða má búast við um 15 stigum og mest um 19 stigum í innsveitum,“ segir hann. „Næstu dagana, frá þriðju- degi til laugardags, verður rólegt og bjart veður, hæg norðanátt um allt land. Búast má við ein- hverri vætu þegar líða tekur að helginni, aðallega norðanlands. Hiti fer minnkandi, verður um 10 til 15 stig um land allt fram að næstu helgi,“ segir Theódór og bætir við að verulegar veður- breytingar muni ekki eiga sér stað á landinu fyrr en eftir næstu helgi. ■ ,,Ég sé konur keyra hér um á trukkum og vinnuvélum og gera það ekki síður vel en karl- arnir. Ætlar þú að fylgjast með enska boltanum á Skjá einum? Spurning dagsins í dag: Ertu sátt(ur) við að Davíð Oddsson fari í utanríkisráðuneytið? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 47,9% 52,1% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is KJÖRKASSARNIR KOMA Kjörkassana hafa Afganar fengið alla leið frá Danmörku. Undirbúningur kosninga: Sýnir vilja þjóðarinnar AFGANISTAN, AP „Þetta sýnir mikinn vilja afgönsku þjóðarinnar til að taka þátt í kosningunum,“ sagði Manoel de Almeida e Silva, tals- maður Sameinuðu þjóðanna, þeg- ar hann greindi frá því að nær tíu milljónir manna og kvenna hefðu skráð sig á kjörskrá. Ekki liggur fyrir hversu margir landsmenn eru og því ekki vitað hversu stórt hlutfall hefur skráð sig á kjörskrá. Forsetakosningar fara fram eftir tæpa tvo mánuði og er frest- ur til að skrá sig á kjörskrá runn- inn út. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í júní síðastliðnum en hefur verið frestað þar sem ör- yggi þátttakenda hefur ekki verið tryggt. ■ Föndurskæri, ver›: 49 kr. FÍ TO N / S ÍA F I0 10 24 4 Vi› höfum verkfærin AÐALSTEINN Á. BALDURSSON Segir að talsvert sé um að vinnuveitendur í ferðaþjónustunni hlunnfari starfsfólk sitt. LÖGURINN OG EGILSSTAÐIR Í BAKSÝN Uppgangur í atvinnulífinu fyrir austan land hefur skilað karlmönnum mun fleiri tækifærum en konum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SLEGIST Á BALLI Talsvert var um slagsmál á stórdansleik í Vala- skjálf á Egilsstöðum á laugar- dagskvöld og mikill hiti í mönn- um. Að sögn lögreglu er ljóst að einhverjir verða kærðir fyrir lík- amsárásir í kjölfar átakanna. HREMMING Í Á Smájeppi drap á sér í miðri Lindaá, norðan Herðu- breiðalinda, á laugardag. Öku- maðurinn hélt kyrru fyrir og kallaði símleiðis eftir aðstoð. Landvörður úr nágrenninu dró bílinn á þurrt en dráttarbíl þarf til að koma honum í viðgerð í byggð. FÉLAGSMÁL Umfjöllun um vasapen- ingamál hælisleitenda hér á landi sem bíða úrskurðar Útlendinga- stofnunar hefur verið frestað hjá Reykjanesbæ þar til Árni Sigfús- son bæjarstjóri snýr aftur úr sumarleyfi undir lok mánaðarins. Hjörtur Zakaríasson, bæjarrit- ari og staðgengill bæjarstjóra, sagðist hafa fundað með Hjördísi Árnadóttur, félagsmálastjóra bæjarins, síðasta mánudag og þau orðið ásátt um að hún færi yfir málið með Árna. Reykjanesbær tók við umsjá hælisleitenda um síðustu áramót og lét þá af greiðslu vasapeninga en Rauði krossinn hafði haft þann hátt á meðan umsjá fólksins var á hans könnu. Fram hefur komið að Rauði krossinn er þeirrar skoðun- ar að greiða beri slíka vasapen- inga. Þá er einnig kveðið á um slíkar greiðslur í samningi bæjar- ins við Útlendingastofnun þótt rætt sé um nánari útfærslu á reglum um greiðslurnar í sam- ráði bæjarfélagsins og stofnunar- innar. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Vasapeningar flóttafólks: Beðið eftir bæjarstjóra Á FLÓTTA FRÁ SRI LANKA Shanjesh var bara þriggja daga í för með foreldrum sínum og þriggja ára bróður þegar þau komu hingað til lands á flótta frá Sri Lanka á leið til Kanada. Þau urðu hér stranda- glópar og hafa sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR TEKINN Á 137 KÍLÓMETRA HRAÐA Allnokkrir ökumenn voru staðnir að hraðakstri í nágrenni Víkur í Mýrdal í gær að sögn lög- reglu á staðnum. Þeir voru ýmist á austur- eða suðurleið og höfðu greinilega stigið of þungt á bens- íngjöfina. Þeir sem voru stöðvað- ir fyrir of hraðan akstur mældust á 111 til 137 kílómetra hraða. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR KLESSTI UTAN Í VEGG Mikil mildi þykir að ekki varð slys þegar ölv- aður ökumaður klessti utan í vegg í Hvalfjarðargöngunum í fyrrinótt. Hann ók inn í þau að norðanverðu á ofsahraða og mun- aði minnstu að hann hitti ekki inn í göngin, að sögn lögreglu sem var í humátt á eftir. Bíllinn er gjörónýtur en ökumaðurinn slapp að mestu ómeiddur. KEYRÐI ÚT Í SJÓ Karlmaður bjargaði sér í land eftir að hann keyrði bíl út í sjó á Akureyri. Maðurinn var á leið norður Eyja- fjarðarbraut eystri. Í stað þess að beygja á gatnamótum keyrði hann beint áfram, lenti í fjörunni og út í sjó þar sem bíllinn fór á kaf. Maðurinn fékk aðhlynningu og er grunaður um ölvun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.