Fréttablaðið - 16.08.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.08.2004, Blaðsíða 20
3MÁNUDAGUR 16. ágúst 2004 Láttu gæði og góða reynslu ráða vali þínu á ofnhitastillum Danfoss ofnhitastillar fyrir þig Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss er leiðandi í framleiðslu ofnhitastilla R A 2 0 0 0 D B L Lágmyndir úr íslensku grjóti: Fékk steinana í skiptum fyrir teikningar Einkagarðar geyma oft hinar mestu gersemar, bæði í gróðri og lista- verkum. Við hið stílfagra hús að Skólavörðustíg 30 sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni eru til dæmis lágmyndir úr íslensku grjóti sem vert er að gefa gaum. Ein lítil mynd snýr út að götunni við hlið úti- dyranna en á garðsveggnum innan- verðum bak við húsið er önnur stærri sem blasir við frá gangstétt- inni meðfram Baldursgötunni. Sú sem gerði þessar myndir heitir Ingibjörg Hannesdóttir og starfaði lengi sem handavinnukennari en er komin á eftirlaun. Hún bjó í þessu húsi um árabil með manni sínum sr. Guðmundi Óskari Ólasyni sem nú er látinn. Ingibjörg kveðst hafa gert lágmyndirnar rétt fyrir 1980 og ein- nig gosbrunn í garðinn. „Þá teiknaði ég stundum myndir fyrir hann Martein Davíðsson listmúrara og fékk hjá honum steina í staðinn. Ég slapp við að ganga á fjöllin og ná mér í grjót en myndirnar úr því gerði ég ein,“ segir hún. Suma stein- ana þurfti að saga til en flestir eru samt eins og þeir komi fyrir úr nátt- úrunni. Ingibjörg gerir lítið úr eigin listamannshæfileikum. „Ég er bara að dunda, mér til ánægjuauka,“ seg- ir hún. „Tíminn verður svo fljótur að líða þegar maður fæst við eitt- hvað sem maður hefur gleði af.“ gun@frettabladid.is Við málum: Byrjum efst og höldum niður Margs er að gæta þegar farið er að mála. Hér eru nokkur heilræði. 1. Lesið á miðann á dósinni til að glöggva ykkur á innihaldinu og meðhöndlun þess. 2. Jafnið vel það sem á að mála og hafið spartlspaðan láréttan þegar hann er dreginn yfir flötinn. Þá verður minna að pússa. 3. Breiðið yfir og verjið það sem ekki má koma málning á. 4. Málning á að hafa svipað hita- stig og flöturinn sem hún fer á. 5. Þegar málaralímband er notað, skal það fjarlægt strax eftir mál- un, áður en það festist of kyrfi- lega. 6. Þegar málað er, skal byrja efst. 7. Ljósir fletir virðast stærri en dökkir. 8. Lítið reglulega yfir nýmálaða veggi, þá er hægt að laga það sem þarf áður en málningin þornar. 9. Þegar málningin fer óvart á gler er þó betra að láta hana þorna, þá er auðvelt að skafa hana burt með sköfu. 10. Lakkmálið ekki seinnipart dags úti við því náttfall getur upp- litað. 11. Passið að gefa hverjum verk- þætti tíma til að þorna og festa sig áður en næsti tekur við. 12. Því meiri harka og glans sem er í málningu, því auðveldara er að þrífa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Burstabær úr grjóti gerður af Ingibjörgu Hannesdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.