Fréttablaðið - 16.08.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.08.2004, Blaðsíða 46
FÓTBOLTI FH-ingar tóku stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 3-1 sigri á ÍBV á Hásteins- velli í Eyjum í gær. FH-ingar hafa ekki tapað í Landsbankadeildinni síðan 22. maí og hafa nú gott for- skot á toppi deildarinnar. Einar Þór Daníelsson, leikmað- ur ÍBV, telur titilinn vera í hönd- um FH-inga. „Það eru fjórir leikir eftir en ég sé ekki að FH misstígi sig mikið úr þessu. Þetta var dag- ur FH-inga það er alveg ljóst og þeir höfðu allt með sér – það er það sem þarf til að vinna titla,“ sagði Einar Þór sem náði sér ekki á strik í leiknum frekar en aðrir í fáliðari sóknarlínu Eyjaliðsins sem var með fjóra miðverði í byrjunar- liðinu. Það voru FH-ingar sem komu knettinum fyrst í netið og má segja að það hafi verið gegn gangi leiksins. Atli Viðar Björnsson fylgdi eftir skoti Guðmundar Sæv- arssonar. Eyjamenn fengu svo rothöggið fimm mínútum síðar þegar Emil Hallfreðsson skoraði beint úr horni. „Ég átti bara að smella honum inn að markinu en það var kannski ekki ætlunin að skora. Ég ætlaði samt að setja hann að markinu en ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart þegar ég sá hann inni,“ sagði Emil sem sagðist ekki hafa áður skorað úr beint úr horni í meistaraflokki. Í upphafi seinni hálfleiks má svo segja að hinn magnaði Atli Viðar Björnsson hafi gert út um leikinn þegar hann setti boltann framhjá Birki Kristinssyni í marki ÍBV eftir frábæra stungu- sendingu frá Jóni Þorgrími Stef- ánssyni. Staðan orðin 3-0 og Eyja- peyjar kannski minni fyrir- staða en Ólaf- ur Jóhannes- son, þjálfari FH, átti von á. „Auðvitað á t t i mað- u r von á þeim erfiðum hérna á sínum heimavelli og kannski var þetta auðveldara en maður þorði að vona. Við spiluðum skynsamlega og fengum vindinn í bakið í fyrri hálfleik og kláruðum leikinn þá,“ sagði Ólafur sem vildi samt ekki taka undir það að titilinn væri í höfn eftir sigurinn í Eyjum. „Það er enn mikið eftir af þessu móti og ég veit allt um það. Við eigum erfiða leiki eftir og verðum að klára þetta eins og menn.“ TVEGGJA MARKA MAÐUR Í TOPP- SLAGNUM Atli Viðar Björnsson skoraði 2 mörk fyrir FH í Eyjum. MÁNUDAGUR 16. ágúst 2004 LANDSBANKADEILD KARLA LEIKIR GÆRDAGSINS Innritun og grei›sla á fjarnám.ir.is Skráningu l‡kur 28. ágúst og kennsla hefst 1. sept. 2004 Allar nánari upp- l‡singar á fjarnám.ir.is og á ir.is e›a í síma 522 6500. Fjarnám me› áherslu á starfstengt nám Byggingagreinar Efnisfræ›i, framkvæmd og vinnuvernd. Grunnnám rafi›na Mælingar og rafmagnsfræ›i. Rafvirkjabraut L‡singatækni, rafmagnsfræ›i, regluger›, raflagnateikning, st‡ringar. Rafeindavirkjun Allar greinar á 3. og 4. önn. Tækniteiknun Grunnteikning, húsateikning, raflagnateikning, AutoCad. Tölvubraut Forritun, gagnasafnsfræ›i, vefsí›ugerð, netst‡rikerfi. Uppl‡singa- og fjölmi›labraut Allar greinar í grunnnámi uppl‡singa- og fjölmi›labrautar. Meistaraskóli Allar stjórnunar- og rekstrargreinar. Traust menntun í framsæknum skóla FH að klára mótið FH-ingar unnu Eyjamenn 1–3 í Eyjum og eru komnir í frábær mál á toppi Landsbankadeildar karla. Atli Viðar Björnsson skoraði tvö mörk. 0–1 Atli Viðar Björnsson 24. 0–2 Emil Hallfreðsson 29. 0–3 Atli Viðar Björnsson 48. 1–3 Steingrímur Jóhannesson 72. DÓMARINN Erlendur Eiríksson Sæmilegur BESTUR Á VELLINUM Atli Viðar Björnsson FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–13 (9–8) Horn 8–11 Aukaspyrnur fengnar 13–18 Rangstöður 4–0 MJÖG GÓÐIR Atli Viðar Björnsson FH GÓÐIR Mark Schulte ÍBV Andri Ólafsson ÍBV Baldur Bett FH Tommy Nielsen FH Daði Lárusson FH Emil Hallfreðsson FH Heimir Guðjónsson FH 1-3 ÍBV FH 1–0 Björgólfur Takefusa 72. DÓMARINN Magnús Þórisson Slakur BESTUR Á VELLINUM Guðni Rúnar Helgason Fylki TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–10 (6–2) Horn 8–5 Aukaspyrnur fengnar 18–12 Rangstöður 6–7 MJÖG GÓÐIR Guðni Rúnar Helgason Fylki GÓÐIR Kristján Valdimarsson Fylki Gunnar Þór Pétursson Fylki Finnur Kolbeinsson Fylki Björgólfur Takefusa Fylki Sævar Þór Gíslason Fylki Gunnar Sigurðsson Fram Eggert Stefánsson Fram Gunnar Þór Gunnarsson Fram Viðar Guðjónsson Fram Ríkharður Daðason Fram 1-0 FYLKIR FRAM Framarar aftur í fallsæti í Landsbankadeild karla: Loksins vann Fylkir FÓTBOLTI Fylkismenn unnu sinn fyrsta deildarsigur síðan í júní þegar þeir unnu 1–0 sigur á Fram. Fylkismenn höfðu leikið sex leiki í röð án þess að sigra en Björgólfur Takefusa tryggði Fylkismönnum þrjú stig og annað sætið í deildin- ni. Tap Framara þýðir hinsvegar að þeir eru komnir aftur niður í fallsæti í deildinni. Fylkismenn voru sterkari fyrsta hálftímann og fengu fullt af færum í upphafi leiksins. Eftir það jafnaðist leikurinn og Framarar hefðu getað náð forustunni fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri en bæði lið gerðu til- kall til þess að fá vítaspyrnu áður en Björgólfur skoraði eina mark leiksins um miðjan seinni hálfleik. Finnur Kolbeinsson átti þá góða fyrirgjöf og Björgólfur Takefusa skallaði boltann óverjandi í markið. Það vakti athygli að Guðni Rúnar Helgason spilaði nýja stöðu á miðjunni, hann átti mjög góðan leik og var mikilvægur hvort tveggja í vörn og sókn Fylkis- manna. „Þetta var eiginlega spurning um það hvort við ætluðum að vera með í toppbaráttunni eða ekki. Ef við hefðum tapað þessum leik þá hefðu við getað gleymt því að berjast um titilinn. Við náðum að rífa okkur upp af rassgatinu og vinna og nú erum við komnir aftur í baráttuna. Mér fannst líka við loksins vera að spila saman eins og lið og náð að skapa eitthvað af færum,“ sagði hetja Fylkismanna, Björgólfur Takefusa í leikslok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.