Fréttablaðið - 16.08.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 16.08.2004, Blaðsíða 54
Spenntur upptökustjóri „Við höfum fengið alveg ótrúlega góðar viðtökur, betri og meiri en við þorðum nokkurn tímann að vona,“ segir Jóel Briem, nýr verslunar- stjóri Spútnik. Verslunin flutti á dögunum af Laugaveginum á Klapparstíginn í nokkuð stærra húsnæði. Nýja hús- næðið hýsti lengi vel verslunina Fífu og segir Jóel rýmið henta miklu betur en það gamla á Lauga- veginum. „Hér erum við með allt á einni hæð sem gerir þetta miklu skemmtilegra.“ Það er nóg framundan hjá Spútnikliðinu og segir Jóel mikið af flottum sendingum væntanlegar í búðina. „Við erum að fá gömlu góðu Levis-buxurnar aftur en þær hafa ekki verið fáanlegar undanfarin ár. Stígvél og kjólar verða síðan fyrir dömurnar, kúrekastígvél, Adidas- peysur og ótal margt fleira.“ Aðspurður segir Jóel second hand tískuna alls ekki á útleið. „Vin- sældirnar eru að aukast ef eitthvað er. Þetta eru líka svo sígild föt sem maður getur ekki hætt að nota.“ Jóel var áður verslunarstjóri í úra- og skartgripabúð í Kringl- unni en stóðst ekki mátið þegar Spútnik kallaði. „Ég var hér fyrir tveimur árum og það er gott að vera kominn aftur. Klapparstígur- inn er líka bara málið í dag. Gel er væntanlegt á hornið, Sirkus er fyrir ofan, Aðalvídeóleigan og fleiri rótgrónir staðir.“ Verslunin á Laugaveginum verð- ur opin fram að mánaðarmótum að sögn Jóels. „Það er útsala í gangi í tvær vikur í viðbót en ætli það opni ekki enn einn veitingastaður eða hótel þegar henni er lokið.“ ■ Stóðst ekki mátið JÓEL Hann segir Klapparstíginn vera málið í dag. 30 16. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Breski upptökustjórinn Al Stone er nú staddur hér á landi til þess að vinna með íslenska fönkdýrinu Jagúar. Hann er líklegast þekkt- astur fyrir vinnu sína á þremur breiðskífum bresku fönksveitar- innar Jamiroquai sem „kötturinn með höttinn“, Jay Kay, syngur í. Hann hefur einnig starfað með breska popparanum Daniel Bed- ingfield og rokksveitinni Gomez. Hann vann einnig að Debut og Post, plötum Bjarkar Guðmunds- dóttur. „Við erum að vinna tvö lög með honum núna,“ segir Samúel Jón Samúelsson, básúnuleikari og söngvari Jagúar. „Hann er frábær gaur. Við grófum þetta nafn upp á þessum plötuumslögum, þegar við vorum að reyna finna ein- hvern „fullorðins“ til þess að vinna með. Síðan var honum boðið á gigg þegar við spiluðum á Jazz Café út í London í febrúar og hann kom og hreifst af bandinu. Hann er kominn hingað af sínum eigin áhuga en ekki út af því sem við gætum borgað honum.“ Sammi segir þetta vera sam- eiginlega tilraun til þess að sjá hvort upptökustjórinn og bandið nái saman. Jagúar er byrjuð að leggja drög að sinni þriðju breið- skífu og segir Sammi þetta vera ágætis viðbót á hana. Sveitin hefur hafið samstarf við Smekkleysu SM og ætti plata þeirra að skila sér hér í búðir fyrir jól. Fyrirtækið áætlar svo að gefa plötu þeirra út í Bretlandi eftir áramót. Fyrsta lagið af plötunni, One of Us, fór í spilun í gær. Það er í nóg um að snúast hjá sveitinni, sem kom fram á Sum- merStage tónlistarhátíðinni í Central Park um Verslunar- mannahelgina ásamt Maus og Vínyl. Þeir hafa ráðið til sín um- boðsmanninn Keith Harris, sem m.a. starfaði fyrir Stevie Wonder í Evr- ópu. Jagúar hitar upp fyrir átrúnað- argoðið sitt, James Brown, í lok mánaðarins og er það mikið hjart- ans mál fyrir liðsmenn sveitarinn- ar. Þeim var því ekkert sérlega skemmt yfir þeim orðrómnum, sem var á kreiki, að Brown hafi hætt við tónleika sína hér. „Ég fékk nú bara í magann,“ sagði Sammi sem hafði ekki heyrt af orðróminum fyrr en blaðamað- ur sagði honum frá því. Hann og aðrir aðdáendur Browns hafa þó ekkert að óttast. Tónleikahaldarar fullyrða að ekk- ert sé til í þessum orðrómi og að gamli stuðboltinn mæti í Laugar- dalshöll 28. ágúst og skilar sínu, þó að það verði hans síðasta. ■ TÍSKA VERSLUNIN SPÚTNIK ■ er flutt í nýtt húsnæði á Klapparstígn- um. Jóel Briem snýr aftur eftir tveggja ára hlé og er nýr verslunarstjóri búðarinnar. JAGÚAR Jagúar vinnur hörðum höndum að þriðju breiðskífu sinni. Sveitina skipa: Börkur Birgisson, Daði Birgisson, Ingi S. Skúlason, Kjartan Hákonarson, Samúel Jón Samúelsson og Sigfús Örn Óttarsson. í dag Kastljósfólkið Bull að Gísli Marteinn misnoti RÚV Atli Gíslason Lögfræðingur á breytingaskeiðinu Þorgerður í Aþenu Kyssti þjálfarann og bankastjórann 50% AFSLÁTTUR Laugarvegi - Reykjavík Dalshrauni - Hafnarfirði Skólabraut - Akranesi Hólmgarði - Reykjanesbær Stretch QUART-buxur 2495.- 4990.- 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 A l l i r s t u t t e r m a b o l i r = 1 . 0 0 0 k r A l l i r s í ð e r m a b o l i r = 1 . 5 0 0 k r Ö l l v e s t i = 1 . 5 0 0 k r A l l a r b u x u r = 2 . 0 0 0 k r A l l a r p e y s u r = 2 . 0 0 0 k r A l l i r j a k k a r / k á p u r = 3 . 0 0 0 k r Ö l l b a r n a f ö t = 1 . 0 0 0 k r - 2 . 0 0 0 k r Freemans og ClaMal Reykjavíkurvegi 66 • 220 Hafnarfjörður s: 565 3900 • www.clamal.is ÚTSÖLULOK - AÐEINS 4 VERÐ Í GANGI Ný lína - Stórar stærðir str: 44 - 58 ■ TÓNLIST ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Jakob Jóhann Sveinsson. Bolli Thoroddsen. Lindunum í Lourdes í Frakklandi. Lárétt: 2 svöl, 6 frá, 8 konunafn, 9 dá, 11 á fæti, 12 hraust, 14 myljir, 16 íþróttafé- lag, 17 fljótið, 18 hamslausa, 20 tveir eins, 21 rimlagrind. Lóðrétt: 1 naut, 3 drykkur, 4 flinkur, 5 dollar, 7 mótaði, 10 spil, 13 rá, 15 heim- ili, 16 sönghópur, 19 tónn. Lausn. Lárétt: 2köld,6af, 8lea,9rot,11il,12 frísk,14malir, 16ka,17ána,18óða,20nn, 21rist. Lóðrétt: 1tarf, 3öl,4leikinn,5dal,7form- aði,10tía,13slá,15rann,16kór, 19as.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.