Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík – sími 550 5000 FÖSTUDAGUR LISTAMANNASPJALL Katrín Sigurð- ardóttir segir frá ferli sínum og ræðir um verk sín við Gregory Volk í listamanna- spjalli í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, í dag klukkan 18. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJARTVIÐRI SUNNAN OG VEST- AN Skýjaðra fyrir norðan og austan og dálítil súld með ströndum austan til. Hiti 8-16 stig, hlýjast suðvestan til. Sjá síðu 6 20. ágúst 2004 – 225. tölublað – 4. árgangur FIMMTÍU MISSA VINNUNA Að öllu óbreyttu er dökkt framundan í atvinnumál- um í Mývatnssveit. Fimmtíu manns missa vinnuna fyrir áramót vegna lokunar Kísiliðj- unnar. Fjármögnun kísilduftverksmiðju enn ólokið. Sjá síðu 4 GÍFURLEGUR VÖXTUR Verulegur við- snúningur er í afkomu stærstu fyrirtækjanna í Kauphöll Íslands fyrstu sex mánuði ársins. Gengishagnaður einkennir uppgjör banka og fjárfestingarfélaga. Sjá síðu 6 KREFST FANGELSISREFSINGAR Sækjandi krefst fangelsisrefsingar í máli gegn Þjóðverja sem hefur verið í farbanni vegna gruns um manndráp af gáleysi. Segir ölv- unarástand mannsins hafa orðið til þess að hann velti bíl á Krísuvíkurvegi. Sjá síðu 8 HUNDRUÐ HITAMETA FÉLLU Í hita- bylgjunni sem fór yfir landið í ágúst féllu hitamet á rúmlega 130 stöðum á landinu samkvæmt bráðabirgðatölum Veðurstofu Íslands. Landshitametið stendur þó enn óhaggað. Sjá síðu 10 36%50% Kvikmyndir 42 Tónlist 48 Leikhús 48 Myndlist 48 Íþróttir 34 Sjónvarp 52 STJÓRNMÁL „Þessi niðurstaða er þvert á samþykktir helstu stofn- ana flokksins en ég hlíti henni,“ sagði Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra að loknum þing- flokksfundi Framsóknarflokks- ins í gær. Þar tilkynnti Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, að henni yrði vikið úr embætti umhverfisráðherra 15. septem- ber næstkomandi þegar ráðu- neytið flyst yfir til Sjálfstæðis- flokksins. Siv gekk hnarreist af fundin- um og sagðist hvergi nærri hætt í stjórnmálum. „Það kemur nýr dagur eftir þennan dag og ég er ekki að hætta sem þingmaður. Auðvitað hefði ég gjarnan viljað sjá aðra niðurstöðu og halda mínu starfi innan þessarar ríkisstjórn- ar en niðurstaðan var önnur að þessu sinni. Þessari ákvörðun hlíti ég en horfi jafnframt fram á veg vegna þess mikla stuðnings sem ég hef fengið undanfarna daga og vikur.“ Siv hefur gegnt starfi ráðherra umhverfismála síðan í maí 1999 en hefur starfað sem alþingis- maður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjaneskjördæmi síðan 1995. Sjá síðu 2 Siv Friðleifsdóttir hverfur úr ríkisstjórninni 15. september: Hlítir niðurstöðunni nr. 33 2004 í hverri viku tíska stjörnuspá fólk heilabrot tónlist heilsa SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 20 . á gú st - 2 6. ág ús t - freistar gæfunnar í New York Margrét Eir Úrvalsdeildin - og hörðustu stuðningsmennirnir Gúmmístígvél - ráðast inn í íslenskar verslanir + Gunnar Þórðarson Þóra Sigurðardóttir Sif Gunnarsdóttir Freistar gæfunnar í New York birta Margrét Eir: ▲Fylgir Fréttablaðinu dag ● eldheitir stuðningsmenn ● gúmmístígvél ● matur ● tilboð Þóranna Eiríksdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Sultar og býr til saft Braut upp kælikassa fólks í útilegu: Björn drakk sig fullan BANDARÍKIN, AP Hann komst í feitt, skógarbjörninn sem braut upp kælikassa fólks sem tjaldaði nærri heimkynnum hans í Wash- ington-ríki í Bandaríkjunum. Nóg var af bjórnum og drakk björninn stíft allt þar til hann lognaðist út af. Til að kóróna þetta drakk hann aðeins aðra af tveim- ur bjórtegundum sem fólkið var með en snerti ekki á hinni. Þjóðgarðsvörður kom að birn- inum þar sem hann svaf værum blundi eftir drykkjuna. Tilraunir varðarins til að hrekja björninn á brott báru lítinn árangur því björninn lét sér fátt um finnast, kleif upp í næsta tré og svaf þar úr sér ölvunina. ■ Sjúklingar borga sparnað ríkisins Sparnaðaraðgerðir ríkisins í lyfjaverði leiða til þess að sjúklingar eru að greiða hærra verð fyrir lyf en áður í um það bil 90 prósenta tilvika. Apótekin neyðast til að draga úr afslætti. LYFJAVERÐ Sparnaðaraðgerðir rík- isins í lyfjaverði hafa orðið til þess að sjúklingar eru að stórum hluta að greiða hærra verð fyrir lyf en áður. Apótekin taka þó stærsta skellinn á sig, að sögn Þórbergs Egilssonar yfirmanns lyfjasviðs Lyfju. Einnig eru dæmi um að verð hafi lækkað. Þetta sé afleiðing þess að ríkið er að taka 900 milljónir króna út úr lyfjamarkaðinum með því að lækka álagningu í heildsölu og smásölu. Þá hafi ríkið ekki enn sem komið er hafið boðaðar end- urbætur á rekstrarumhverfi apó- tekanna. Allt bitni þetta á því svigrúmi til afsláttar sem apó- tekin hafi haft. „Við erum enn að sjá hvaða áhrif þessar aðgerðir ríkisvalds- ins hafa og hvernig þetta kemur út fyrir okkur,“ sagði Þórbergur. „Nú þegar höfum við þurft að skerða afslátt. Ég geri mér ekki enn grein fyrir því hver meðal- skerðingin er hjá sjúklingum. En við höfum verið með lyf á lág- marksverði og vonumst til að geta haldið því áfram.“ Þórbergur sagði ljóst, að ein- hvers staðar í rekstrinum kæmi sparnaður ríkisins niður, því 900 milljónir væru teknar út úr lyfja- markaðinum á ársgrundvelli. „Það er tekið beint af framlegð apótekanna,“ sagði Þórbergur. Spurður um hvort menn óttuðust að þessi sparnaður yrði til þess að apótekin yrðu að afnema sjúk- lingaafsláttinn að öllu leyti sagði hann geta jafnvel séð það fyrir sér. „Ég vona þó að þetta gangi ekki af allri samkeppni dauðri, því það væri afar slæmt.“ Ingólfur Garðarsson, markaðs- stjóri Lyfja og heilsu, staðfesti að apótek þess fyrirtækis væru byrj- uð að skera niður afslátt á lyfja- verði til sjúklinga. „Ríkið er að spara og það bitn- ar á sjúklingunum,“ sagði Páll Guðmundsson lyfjafræðingur hjá Lyfjum og heilsu. jss@frettabladid.is Sjá nánar á síðu 12 ENDIR BUNDINN Á RÁÐHERRADÓM SIVJAR Siv gengur brott af fundinum þar sem þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað að hún skyldi víkja úr ríkisstjórninni 15. september. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Google á hlutabréfamarkað: Hækkaði á fyrsta degi KALIFORNÍA, AP Viðskipti með bréf í internetfyrirtækinu Google hófust á Nasdaq-markaðinum í gær. Verð bréfanna var 85 Banda- ríkjadalir á hlut við upphaf við- skipta en hækkaði upp í ríflega hundrað dali. Talið er að ýmsir stórir fjár- festar hafi keypt bréf í gær en þeir hafi haldið sig fjarri upphaf- lega útboði bréfanna sem fór fram á netinu. Eftir sölu hlutafjárins hefur Google yfir meira en einum millj- arði dala (um sjötíu milljörðum króna) að ráða. Miðað við verð á markaði í gær er Google verðmætara félag en bókaverslunin Amazon. ■ 01 Forsida 19.8.2004 21:47 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.