Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 12
12 20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR KOMIÐ TIL HJÁLPAR Ísraelskur sjúkraliði kemur konu til aðstoð- ar eftir að palestínskir vígamenn skutu fimm eldflaugum að ísraelska bænum Sderot sem liggur nærri Gaza-svæðinu. Óvissa um þjónustu við eldri börn í Öskjuhlíðarskóla: Borgin vill að ríkið borgi SKÓLADAGVIST Borgaryfirvöld og fé- lagsmálaráðuneytið standa í póli- tískum deilum um það hvort borgin eða ríkið eigi að greiða fyrir skóla- dagvist tíu til sextán ára þroska- heftra barna við Öskjuhlíðarskóla. Ef fram fer sem horfir munu börn- in ekki fá dagvist í skólanum í vetur. Skólinn hefur séð þessum börn- um fyrir dagvist um árabil og borg- in greitt hana. Þjónustan hefur hins vegar aldrei verið skilgreind og vegna þessa hefur skólinn farið fram úr fjárheimildum. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans og formaður fræðsluráðs Reykja- víkur, segir þjónustuna kosta um 20 milljónir króna á ári. Hann segir borgaryfirvöld telja að ríkið eigi að sjá um þessa þjónustu. Viðræður um málið hafi staðið milli ríkis og borgar í eitt ár án þess að niður- staða hafi fengist. Stefán Jón segir að á meðan mál- ið sé í hnút hafi borgaryfirvöld boð- ið ríkinu að greiða helming á móti því til að þjónustan falli ekki niður í vetur. Ráðuneytið hafi ekki enn svarað því tilboði. Stefán Jón segist ekki hafa trú á öðru en málið verði leyst. ■ LYFJAVERÐ Afsláttur á lyfjaverði, sem apótekin hafa veitt sjúkling- um til þessa, snarminnkar, að sögn talsmanna lyfjasmásala. Ástæðan er sögð vera sparnaðar- aðgerðir ríkisins í lyfjamálum sem komu til framkvæmda fyrr í sumar. Í þeim felst annars vegar að ríkið hefur lækkað greiðslu- þátttöku sína í þremur algengum lyfjaflokkum, það er magalyfjum, hjartalyfjum og geðlyfjum. Hins vegar hafi sparnaðaraðgerðirnar í för með sér lækkaða álagningu í heildsölu og smásölu. Þetta minn- ki svigrúm apótekanna til að veita sjúklingum þann afslátt sem tíðkast hafi til þessa. Niðurstaðan sé sú, að sjúklingar séu að stórum hluta að greiða hærri krónutölu fyrir lyf sín heldur en þeir hafi gert áður en sparnaðaraðgerðir ríkisins tóku gildi. Í samtölum við talsmenn tveggja stærstu lyfjasmásalanna, sem eru Lyfja og Lyf og heilsa, kom fram að þegar er farið að skerða þann afslátt til sjúklinga sem apótekin hafa haft yfir að ráða. Skerðingin er afar mismun- andi eftir því um hvaða lyf er að ræða en talsmennirnir sögðust ótt- ast að ef fram heldur sem horfir, yrði að auka hana, jafnvel afnema hana með öllu, því áhrif sparnað- araðgerðanna væru rétt að byrja að koma fram. Ekkert bólaði á boðuðum umbótum ríkisins í rekstrarumhverfi apótekanna. „Þetta ögrar sjúklingaafslætti, því þegar verð er lækkað minnkar svigrúm allra apóteka til að veita afslátt,“ sagði Þórbergur Egilsson, yfirmaður lyfjasviðs Lyfju. „Með þessum aðgerðum var verið að saxa á afslátt sjúklinganna. Og þó að verð lækki, er ekki þar með sagt að sjúklingshlutur lækki, ein- faldlega vegna þess hvernig hann er reiknaður út. Ríkið er að spara og reynslan er farin að sýna að það bitnar á sjúklingunum,“ Páll Guðmundsson, lyfsali hjá Lyfjum og heilsu, sagði að með lækkaðri álagningu og lækkun lyfjaverðs minnki afsláttur. Af- sláttur hefði verið mjög mismun- andi milli lyfjategunda. Á sumum lyfjum hefði afslátturinn lækkað verulega og á öðrum fallið alveg út. Ingólfur Garðarsson, markaðs- stjóri Lyfja og heilsu, sagði að vitaskuld reyndu menn að hag- ræða í rekstrinum til að koma til móts við lækkun á heildsölu- og smásöluverði. En þegar það dygði ekki til, þyrfti að ganga á sjúk- lingaafsláttinn. „Það síðasta sem við viljum er að skerða afsláttinn,“ sagði hann. „En ríkið hefur minnkað svig- rúmið til hans verulega. Aðgerðir þess frá því í vor hafa verið mjög harðar og stífar. Ég trúi ekki öðru en að það hætti að velta vandan- um yfir á einkageirann heldur fari að taka til heima hjá sér. Okk- ur verður vonandi gert kleift að starfa áfram í samkeppnisum- hverfi en þessi afsláttarskerðing er staðreynd í apótekum lands- ins.“ jss@frettabladid.is Aðstoðarskólastjóri Öskjuhlíðarskóla: Mikilvæg þjónusta SKÓLADAGVIST Skólayfirvöld í Öskjuhlíðarskóla hafa áhyggjur af því að dagvist eldri skólabarna verði lögð niður. Jóna S. Valbergsdóttir, aðstoð- arskólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segist vonast til þess að niðurstaða fáist í málið sem fyrst. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg enda geti langflest þessara barna ekki séð um sig sjálf heima hjá sér. Ef þjón- ustunni verði hætt hljóti það að þýða að foreldrar barnanna þurfi annað hvort að hætta fyrr í vinnu á daginn eða fá einhvern til að sjá um börnin á daginn. ■ Þriðjudagskvöldið 6. júlí verður farin göngu- og fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Einars Gunnlaugssonar jarðfræðings. Jarðfræði Elliðaárdals er stórbrotin. Í dalnum má t.d. finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma, sjávarhjalla og merkileg setlög. Gangan hefst við Minjasafnið í Elliðaárdal kl. 19:30 og verður gengið í tvo klukkutíma. Jarðfræði Elliðaárdalsins Göngu- og fræðsluferð á vegum Orkuveitu Reykjavíkur www.or.is Fuglar í Elliðaárdal Þriðjudagskvöldið 20. júlí verður farin fuglaskoðunarferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Gunnars Hallgrímssonar fuglaskoðara. Mikill fjöldi fugl er í Elliðaárdal og fj lbreytileikinn miki l. Þátt- takendur eru hvattir til að taka með sé sjónauka. Gangan hefst kl. 19:30 við Minjas fnið í Elliða- árd l og stendur í rúma tvo tíma. Fræðsluganga um Elliðaárdal og upp að Gvendarbrunnum Laugardaginn 21. ágúst kl. 10.00 efnir Orkuveita Reykjavíkur til f æðslu- göngu frá Minjasafninu í Elliðaárdal, upp dalinn að Gvendarbrunnum undir forystu Einars Gunn augsson r og K istins H. Þorstei ssonar. Meðal annars verður hugað að ánni, örnefnum, jarð- fræði, gróðri og dýralífi. Fjölmargir fræðarar koma til leiðsagnar. Gengnir verða um 12 km en boðið verður upp á akst til baka um kl. 15.30. STEFÁN JÓN HAFSTEIN Formaður fræðsluráðs hefur ekki trú á öðru en málið verði leyst. SJÚKLINGAAFSLÁTTUR Talsmenn apótekanna segja sjúklingaafslátt í uppnámi vegna sparnaðaraðgerða ríkisins í lyfjamálum. Lyfjaafsláttur hjá apó- tekum snarminnkar Apótekin hafa minnkað afslátt sinn í kjölfar sparnaðaraðgerða ríkisins í lyfjamálum. Menn óttast að samkeppnisumhverfið verði úr sögunni ef ríkið stendur ekki við boðaðar umbætur í rekstrarumhverfi smásölunnar. 12-13 19.8.2004 20:37 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.