Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 17
17FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2004 DSC-P93 5.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 44.950 krónur DSC-P73 4.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 39.950 krónur DSC-P43 4.1 milljón pixlar 3 x stafrænn aðdráttur MPEG Movie VX með hljóði 29.950 krónur Opið alla helgina Glæsilegur aukahlutapakki með Sony myndavélum*. Pakkinn inniheldur tösku utan um vélina, hleðslurafhlöður og hleðslutæki sem tekur fjórar rafhlöður í einu. Þessi pakki kostar venjulega 9.995 en er á tilboði með myndavél- unum á aðeins 1.995,- *Fylgir með DSC-P43, DSC-P73, DSC-P93á 1.995 krónur Aukahlutapakki á tilboði! RENNBLAUTUR KEPPANDI Vatnið gekk yfir Pierpaolo Ferrazzi þegar hann keppti í forkeppni kajakkeppni Ólympíuleikanna í Aþenu. Ólympíuleikarnir í Aþenu: Metfjöldi Akurnesinga ÞÁTTTAKA Því er haldið fram á fréttavef Akraneskaupstaðar að sjaldan eða aldrei hafi jafn margir Skagamenn verið í lykil- hlutverki á ólympíuleikum og í ár. Bent er á að sundkonan Kol- brún Ýr Kristjánsdóttir sé í góð- um félagsskap Akurnesinganna Gunnars Viðarssonar hand- knattleiksdómara og Kristins Reimarssonar, sviðsstjóra af- rekssviðs hjá ÍSÍ og aðstoðar- fararstjóra íslenska hópsins. „Ef miðað er við hina marg- frægu höfðatölu má auðveldlega draga það í efa að margir bæir í heiminum eigi jafn marga full- trúa á þessum stærsta íþrótta- viðburði okkar tíma,“ segir á vefnum. ■ Olíuverð: Nálgast 50 dali á tunnuna SINGAPÚR, AP Verð á hráolíu náði enn nýju meti á mörkuðum í gær og fór hæst í 47,5 Banda- ríkjadali á tunnuna. Fjárfestar telja að nái verðið fimmtíu döl- um kunni það að hafa mikil efnahagsleg áhrif en ekki síður sálræn áhrif á aðila markaðar- ins. Olíuverð er nú um fimmtíu prósent hærra en fyrir ári síðan og hefur hækkað um þrjátíu prósent á síðustu sex vikum. Verðhækkunin síðustu daga er meðal annars vegna mikillar eftirspurnar í Kína og nýrra upplýsinga um stöðu varaforða olíu í Bandaríkjunum. Þá veldur óvissa um útflutning olíu frá Yukos í Rússlandi enn titringi á mörkuðum. ■ Vernd heimildarmanna: Fimm blaðamenn sektaðir BANDARÍKIN, AP Bandarískur dóm- ari hefur dæmt fimm blaða- menn í rúmlega 35 þúsund króna dagsektir hvern þar til þeir greina frá heimildamönn- um sínum vegna máls kjarn- orkuvísindamanns sem var sak- aður um njósnir fyrir Kínverja. Maðurinn var ákærður en aldrei fundinn sekur um njósnir. Þetta er í annað skipti í sum- ar sem bandarískum blaða- mönnum er refsað fyrir að greina ekki frá heimildamönn- um. Fyrir nokkru fann dómari blaðamann sekan um óvirðingu við réttinn fyrir að upplýsa ekki um heimildarmann sinn sem upplýsti um njósnara CIA. ■ Landsleikurinn á miðvikudag: Margir fóru sökum troðnings KNATTSPYRNA „Þetta var alveg á grensunni hjá okkur, ég efast um að við förum aftur í svona fram- kvæmdir á næstunni,“ segir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, um áhorfendafjöldann á landsleik Íslands og Ítalíu á miðvikudags- kvöld. Rúmlega tuttugu þúsund manns sóttu leikinn, sem er met, en margir kusu að hverfa frá sök- um troðnings. Að sögn Eggerts Magnússon- ar, formanns KSÍ, höfðu um nítján þúsund miðar selst klukk- an fjögur á miðvikudag, svo ljóst var að metið frá 1968 myndi falla. Til að mæta eftirspurn var ákveðið að selja þúsund miða til viðbótar. Troðningurinn í stæðum varð slíkur að gripið var til þess ráðs að leyfa börnum að horfa á leikinn frá hlaupabrautinni umhverfis völlinn. Þetta mun hafa skapað eitthvað svigrúm í stæðum, en mannþröng þar var samt sem áður mikil. Geir segir að nokkrir hafi sett sig í samband við KSÍ og lýst yfir óánægju sinni. Þeir munu hafa fengið endurgreitt. Unnið er að því að stækka áhorfendastæði við Laugardalsvöll. ■ FRÁ LANDSLEIKNUM Margir kusu að hverfa frá vegna troðnings og hafa sumir fengið endurgreitt. 16-17 19.8.2004 18:25 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.