Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 24
Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðu- flokksins, lést í fyrradag, 87 ára að aldri. Gylfi var ráðherra í við- reisnarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks sem var við völd frá 1959 til 1971. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, segir ekki nokkurn vafa á því að Gylfi hafi sett mark sitt á íslensk stjórnmál og samfélag. „Ég held að Gylfa verði helst minnst fyrir það að vera einn af feðrum viðreisnarstjórnarinnar,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Hann hafði ver- ið í vinstri armi Alþýðuflokksins, en á árunum fyrir 1960 átti hann meginþáttinn í því að snúa flokknum yfir á þá braut að telja opið markaðssamfélag vera framtíðina – líka fyrir jafnaðar- menn. Það var síðan forsendan fyrir því að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gátu sam- einast um stefnu 1959.“ Gunnar Helgi segir viðreisnar- stjórnina hafa verið mjög merki- lega stjórn. „Hún sat mjög lengi og á fyrri hluta stjórnartíðar sinnar byrjaði hún á mikilli kerfisbreytingu á Ís- landi sem hefur haldið áfram síð- an. Þetta var stjórn sem tók mjög mikilvæg skref í átt að frjálsræði í utanríkisverslun á tímum mik- illa innflutningshafta, sérstak- lega með gengisfellingunum.“ Gunnar Helgi segist telja að Gylfi hafi verið farsæll stjórn- málamaður að mörgu leyti. „Að vísu gekk Alþýðuflokkn- um ekkert sérstaklega vel undir hans forystu. Það getur verið að Gylfi hafi ekki verið nógu mikill populisti eða æsingamaður til að passa inn í íslensk stjórnmál eins og þau voru á hans tíma. Það er kannski vegna þess að hann var vandaður, siðmenntaður og gegn maður.“ Gunnar Helgi segist ekki vita betur en Gylfi hafi almennt verið vel liðinn af pólitískum vinum og andstæðingum. „Ég hef eiginlega aldrei heyrt neinn hallmæla honum neitt um- talsvert. Það er nokkuð óvenju- legt. Hann var kannski einna helst illa liðinn af einhverjum sjálf- stæðismönnum enda mjög öflug- ur leiðtogi vinstri krata.“ trausti@frettabladid.is 20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Aðstoðarforstjóri Actavis: Áherslan færð á önnur félög VIÐSKIPTI Þór Kristjánsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Actavis, hættir hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. „Ég mun áfram vinna að verkefnum fyrir fyrirtækið,“ segir Þór. Meðal þeirra verkefna sem Þór hefur sinnt hjá Actavis er leit að vænlegum fyrirtækjum til kaups fyrir félagið. „Við höfum byggt upp sterka deild til að sinna þeim verkefnum. Þau eru í góðum hönd- um nú, þannig að þetta er ágætur tímapunktur fyrir mig til að færa áherslu yfir á önnur verkefni.“ Þór hefur unnið fyrir Björgólfs- feðga og Samson. Áherslan færist því á önnur félög í þeirra eigu. Meðal þeirra félaga eru Burðarás og Eimskipafélagið. Burðarás leit- ar erlendra tækifæra til fjárfest- inga. Eimskipafélagið hefur sett sér metnaðarfull arðsemismark- mið og stefnir að aukinni útrás. „Eimskip hefur verið á góðri sigl- ingu og ég vil styðja við það sem er að gerast í félaginu. Við teljum að það séu fjárfestingartækifæri er- lendis og tækifæri til að útvíkka starfsemi félagsins.“ ■ Einn af feðrum viðreisnar látinn Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra, lést í fyrradag. Hann setti mark sitt á íslenskt samfélag. Taldi opið markaðssamfélag framtíðina. Gylfi var farsæll stjórnmálamaður sem almennt var vel liðinn. Hlíðaskóli Hlíðaskóli óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf Skólaliði fullt starf Stuðningsfulltrúi 70% starf Táknmálskennari Kennari á táknmálssvið Upplýsingar veitir Kristrún G. Guðmundsdóttir skólastjóri og Ingibjörg Möller aðstoðarskólastjóri í síma 552 5080. - Fæddur 7. febrúar 1917. Lést 18. ágúst 2004 - Kvæntist Guðrúnu Vilmundardóttur árið 1939. Þau eignuðust þrjá syni; Þor- stein, Vilmund, sem er látinn, og Þor- vald NÁM: - Stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1936 - Hagfræðingur frá Háskólanum í Frank- furt 1939 - Stundaði nám við háskóla í Danmörku, Sviss, Bretlandi og Bandaríkjunum frá 1946-1952 - Lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Frankfurt 1954 STÖRF: - Starfsmaður í Landsbanka Íslands 1939-1940 - Kennari við Viðskiptaháskóla Íslands 1939-1941 - Stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík 1939-1946 og 1947-1956 - Skipaður dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands 1941 - Prófessor í laga- og viðskiptadeild Há- skóla Íslands 1946 - Heiðursdoktor Háskóla Íslands 1971 - Prófessor í viðskiptadeild Háskóla Ís- lands 1972-1987 STJÓRNMÁL: - Alþingismaður frá 1946-1978 - Formaður Alþýðuflokksins 1968-1978 - Mennta- og iðnaðarmálaráðherra 1956-1958 - Mennta-, iðnaðar- og viðskiptamála- ráðherra 1958-1959 - Mennta- og viðskiptamálaráðherra 1959-1971 - Forseti Sameinaðs þings 1974 NEFNDIR OG STJÓRNIR: - Formaður Hagfræðingafélags Íslands 1951-1959 - Í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1956- 1965 - Í stjórn Alþjóðabankans 1965-1971 Gylfi Þ. Gíslason GYLFI Þ. GÍSLASON Á árunum fyrir 1960 átti Gylfi meginþáttinn í því að snúa Alþýðuflokknum yfir á þá braut að telja opið markaðssamfélag vera framtíðina – líka fyrir jafnaðarmenn. EIMSKIP Í FORGRUNNI Þór Kristjánsson hættir sem aðstoðarforstjóri Actavis. Hann mun sinna verkefnum fyrir fé- lagið en áherslan færist á aðrar fjárfestingar Björgólfsfeðga svo sem Eimskipafélagið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 14 - 18 11 - 15 24-25 19.8.2004 16:41 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.