Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 28
Skólasetning verður í grunnskólum Reykjavíkur eftir nokkra daga. Fyr- ir flestar fjölskyldur er það til- hlökkunarefni. Þær tilfinningar sem foreldrar nemenda í 5.-10. bekk Öskjuhlíðarskóla finna til eru blendnar. Þeir gleðjast með börnum sínum við skólabyrjun en á sama tíma kvíða þeir vetrinum. Ástæðan er sú að fræðsluráð Reykjavíkur virðist hafa ákveðið að starfrækja ekki skóladagvist fyrir þennan hóp nemenda en slík þjónusta hefur ver- ið til staðar frá árinu 1993. Þessi ákvörðun fræðsluráðs Reykjavíkur felur í sér algera stefnubreytingu í þjónustu Reykjavíkurborgar við þennan hóp nemenda. Nemendur Öskjuhlíðarskóla eru þroskaheft börn. Mörg þeirra eru með flókna fötlun og atferlistrufl- anir. Þau búa flest við verulega fé- lagslega einangrun og eiga mörg hver einu vini sína í skólanum. Skóladagvistin er þeim því mjög mikilvæg og þau njóta samvistanna hvert með öðru. Skóladagvist var sett á laggirnar til að tryggja foreldrum (ekki síst mæðrum) 6-9 ára barna í Reykjavík jafnrétti á vinnumarkaði. Foreldr- um er þannig tryggð gæsla barna sinna sem ekki eru fær um að vera ein heima. Nemendur í 5.-10. bekk Öskjuhlíðarskóla eru ekki færir um að vera einir heima. Sömu rök gilda því fyrir því að tryggja þessum for- eldrum jafnrétti á vinnumarkaði á við foreldra barna í 1.-4. bekk. Haustið 2003 var skóladagvist ekki starfrækt á haustönn fyrir nemendur 7.-10. bekkjar Öskjuhlíð- arskóla vegna manneklu. Það ástand hafði í för með sér mjög al- varlegar afleiðingar fyrir fjölskyld- ur nemenda. Foreldrar urðu fyrir vinnutapi sem hafði veruleg áhrif á fjárhagsafkomu fjölskyldnanna. Dæmi eru um að einstæðu foreldri með einhverft barn hafi verið sagt upp störfum vegna fjarveru frá vinnu sem skortur á skóladagvist hafði í för með sér. Ástandið hafði einnig veruleg áhrif á líðan barn- anna, sem upplifðu enn meiri fé- lagslega einangrun en fyrir var. Mörg þeirra þoldu illa það óöryggi sem fylgdi skorti á skóladagvist. Afleiðingar þessa voru hegðunar- erfiðleikar og geðræn einkenni sem m.a. þurfti að meðhöndla með lyfja- meðferð sem annars hefði verið óþörf. Þær afleiðingar sem skortur á skóladagvist hafði á líf umræddra fjölskyldna haustið 2003 eru ráða- mönnum Reykjavíkurborgar og fé- lagsmálaráðuneytis fullkunnar og hefðu átt að verða hvati til að tryg- gja að slíkt ástand skapaðist aldrei aftur. En raunin er ekki sú. Reykjavík- urborg hefur nú valið að leggja þessa þjónustu niður. Það er leikur í því stríði sem Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið hafa valið sér að há nú á haustdögum. Engin lausn virðist í sjónmáli í því stríði og þeir sem munu þjást eru fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Slík átök eru hvorki Reykjavíkurborg né félags- málaráðuneytinu til sóma og í litlu samræmi við þá félagshyggju sem báðir aðilar vilja kenna sig við. Báð- ir aðilar hljóta að þurfa að íhuga hvort tilgangurinn helgi í raun með- alið. Fjölskyldur fatlaðra barna búa við nægt álag fyrir þó stjórnvöld skapi þeim ekki enn frekari erfið- leika og vanlíðan vegna pólitískra deilna. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla skorar á Reykja- víkurborg að tryggja nú þegar starfrækslu skóladagvistar fyrir nemendur 5.-10. bekkjar Öskjuhlíð- arskóla með því að fela ÍTR það verkefni og afstýra þannig þeim al- varlegu og óþörfu afleiðingum sem annars blasa við nemendum og fjöl- skyldum þeirra. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla skorar á félags- málaráðherra að beita sér af alvöru í þessu máli í samræmi við tilmæli Umboðsmanns barna og tryggja starfrækslu skóladagvistar í Öskju- hlíðarskóla. ■ „Verðhækkun á heimsmarkaðs- verði á bensíni hefur komið niður á íslensku efnahagslífi. Á fyrstu sex mánuðum ársins var flutt inn bensín og olía fyrir tæpa 8 ma.kr. samanborið við 6,7 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Stærsti hluti þessa innflutnings er í formi gasolíu eða vegna olíunotkunar sjávarútvegsins en á fyrstu sex mánuðum þessa árs var flutt inn gasolía fyrir rúma 4,1 ma.kr. Verðhækkun á heimsmarkaðs- verði á olíu kemur illa niður á þessari grein efnahagslífsins. Breytingarnar koma einnig illa niður á flutningastarfsemi sem nýtir þessa afurð mikið. Þannig var innflutningur á flugvélabens- íni 1,1 ma.kr. á fyrri árshelmingi. Talsvert er hins vegar um að framvirkir samningar séu þar gerðir um bensínkaup og eiga áhrifin því eftir að koma fram í þeirri grein haldist verðið hátt. Þá verða bifreiðaeigengur fyrir þessu en verð á bensíni í smásölu hefur hækkað um 12% frá ára- mótum og má búast við frekari hækkun á næstunni ef heims- markaðsverðið helst hátt eða hækkar frekar. Smásöluverð á bensíni og olíu stendur nú hærra hér á landi en það hefur gert í yfir heilan áratug. Heilt á litið er hækkun á heimsmarkaðsverði á bensíni til þess fallin að draga úr hagvexti hér á landi, auka við- skiptahallann og verðbólguna. Hækkunin eru því ekki góð tíð- indi fyrir íslenskt efnahagslíf. Verðbólga eykst Verðbólga hér á landi mælist nú 2,8% og hefur hún nær tvöfaldast frá áramótum samkvæmt sam- ræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofan birti í morgun. Eftir að hafa haldist lág og undir meðal- talsverðbólgu í viðskiptalöndum okkar allt frá lokum árs 2002 hef- ur þróunin snúist við og mælist verðbólgan hér á landi nú meiri en í ESB ríkjunum og á evrusvæð- inu annan mánuðinn í röð. Staða hagkerfisins í alþjóðlegum sam- anburði hefur því versnað hvað þetta varðar að undanförnu. Þótt munurinn á verðbólgunni hér og í viðskiptalöndunum sé nú lítill í samanburði við þann mun sem mældist þegar verðbólgan rauk hér upp í lok árs 2001 í kjölfar skarprar gengislækkunar krón- unnar ber að líta á aukna verð- bólgu sem viðvörunarmerki. Verðbólgan nú er umfram það sem ásættanlegt getur talist – hún er umfram verðbólgumarkið Seðlabankans, umfram verðbólg- una í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við, hún vegur að kaupmættinum og kem- ur niður á samkeppnisstöðu inn- lendra fyrirtækja. Seðlabankinn hefur nú þegar brugðist við þessu með vaxtahækkunum upp á 0,95%. Að okkar mati mun bank- inn herða aðhaldið enn frekar á næstu mánuðum“. Úr Morgunkornum Íslands- banka 19. ágúst. 20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR28 Nú fer sumri að halla og strax í næstu viku hefjast grunnskólarn- ir. Þá skipta börn á öllum aldri út sumardótinu og í stað þess kemur skólataska og skólabækur. Þá verður ekki lengur tími til að eyða deginum við leik með vinum og félögum heldur tekur við skóla- lærdómur vetrarins, tímabil sem getur orðið skemmtilegt og fræð- andi. Hinsvegar getur stærsta áskorun krakkanna orðið fyrir utan veggi skólans, í umferðinni. Því miður heyrum við fréttir á hverju hausti af börnum sem lenda í slysum á leið í eða úr skól- anum. Mörg þessara barna eru lengi að ná sér og missa þess vegna úr hluta vetrarins vegna slysa. Sum ná sér jafnvel aldrei vel og þurfa að lifa við afleiðingar slyss allt sitt líf. Til að reyna að fyrirbyggja og fækka slysum á skólabörnum vill Slysavarnafélagið Landsbjörg koma með nokkur heilræði til for- eldra og forráðamanna sem þeir ættu að brýna fyrir börnunum áður en skólinn hefst. Veljið öruggustu leiðina í skól- ann. Leiðin þarf að vera sem styst og því færri götur sem þarf að fara yfir, því betra. Gefið ykkur tíma til að ganga nokkur skipti með börnunum í skólann og sýna þeim leiðina. • Kennið börnunum að þekkja öll helstu umferðarmerkin og að nota gangbrautarljós þar sem þau eru. • Að fara öruggt yfir götu er mik- ilvægast af öllu. Kennið þeim að stoppa og líta vel til beggja hliða og hlusta áður en gengið er yfir götu. Notið gangbrautir þar sem þær eru. Ef ekki eru gangbraut- ir, notið þá hraðahindranir og þrenningar á götum. • Kennið þeim að fara ekki yfir götu á milli kyrrstæðra bíla. • Munið, foreldrar eiga að vera fyrirmynd. Það er tilgangslítið að kenna börnum eitt og gera eitthvað annað sjálfur. Hver kannast ekki við það að gera eitthvað eins og pabbi eða mamma gerðu þegar maður var lítill? Að fara á hjóli eða hlaupahjóli í skólann er vinsælt fyrstu vik- urnar. Auðvitað hætta öll börn að hjóla í skólann þegar hálkan byrjar. Börn yngri en 10 ára eiga ekki að hjóla úti í umferð- inni og ættu þar af leiðandi ekki að hjóla í skólann ef þau þurfa að hjóla í umferð á leiðinni. Hér eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga til viðbótar við of- angreint þegar farið er á hjólinu eða brettinu í skólann. • Hjálmur bjargar. Það á alltaf að nota hjálm, eins og það nota allir öryggisbelti þegar þeir keyra í bíl. Það er margsannað að hjálmar bjarga mannslífum, en því miður er staðan orðin sú að hjálmanotkun fer minnk- andi meðal barna og þó sér- staklega meðal unglinga. • Farið yfir leiðina og veljið þá öruggustu. Það er líka gott að fara yfir þær leiðir sem barnið notar til að komast til bestu vinanna. • Börn eiga ekki að hjóla eftir að skyggja tekur. • Hvar á síðan að geyma hjólið eða brettið í skólanum? Það verður að hugsa allt til enda og ef það er ekki góð aðstaða til geymslu við skólann er jafnvel betra að sleppa því að fara á hjólinu eða brettinu. Komum heil heim! ■ VALGEIR ELÍASSON UPPLÝSINGAFULLTRÚI LANDSBJARGAR UMRÆÐAN BJALLAN HRINGIR Veljið öruggustu leiðina í skólann Skóladagvist í Öskjuhlíðarskóla GERÐUR AAGOT ÁRNADÓTTIR FORMAÐUR FORELDRA- OG STYRKTAR- FÉLAGS ÖSKJUHLÍÐARSKÓLA UMRÆÐAN SKÓLI FYRIR ALLA Óhagstæð þróun íslensks efnahagslífs ÆVINTÝRI GRIMS 28-37 (28-29) Umræðan 19.8.2004 15:55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.