Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 42
FÓTBOLTI Jose Mourinho, knatt- spyrnustjóri Chelsea, var meðal áhorfenda á leik Íslands og Ítalíu í fyrradag. Hann gaf sér stutta stund til að ræða við fjölmiðla- menn strax eftir leik en Frétta- blaðið greip hann glóðvolgan þar sem hann var á rölti í átt að Grand Hótel, sem hann gisti á meðan á dvöl hans hér stóð. Mourinho er lágvaxinn maður með dökkt hár og grátt í vöngum. Hann er frekar baka til, alvöru- gefinn og virðist oft vera í þung- um þönkum. Hann tók þó aðdá- endum sínum, sem stöðvuðu hann á þessari stuttu leið frá Laugar- dalsvelli að Grand Hótel, vel og gaf þeim meðal annars eigin- handaáritanir. Mourinho tók við liði Chelsea fyrir þetta tímabil en hann stýrði Porto til sigurs í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. „Það er yndislegt að vera kominn til Eng- lands enda ekki til betri staður til að starfa við knattspyrnu. Veðrið er að vísu ekki jafn gott og í Portúgal, á Ítalíu eða Spáni en fót- boltinn þar er frábær,“ sagði Mo- urinho. Treystir Eiði Smára Portúgalinn er hrifinn af Eiði Smára Guðjohnsen og það virðist líklegt að íslenski landsliðsfyrir- liðinn muni verða valinn reglu- lega í byrjunarlið Chelsea. „Eiður fær að leika því hann á það skilið. Hann vinnur mjög vel og leggur sig allan fram. Hann er leikmaður sem spilar alltaf fyrir liðið og er ekki eigingjarn. Við erum með fjóra mjög góða framherja en Eiður er að spila mjög vel sem stendur. Hann hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu og hann er leikmaður sem ég treysti,“ sagði Mourinho, sem hefur tekið þann pólinn í hæðina að fækka leikmönnum Chelsea niður í 22. „Þetta er lítill hópur en við erum að spila í fjórum mótum og ég þarf á öllum leikmönnum að halda. Ég get ekki sagt að einn leikmaður sé mikilvægari en ann- ar.“ Komið víða við Mourinho hefur víða komið við á ferli sínum. Hann nam knattspyrnuþjálfun á Englandi og starfaði um tíma sem einka- þjálfari. Árið 1992 tók hann við starfi sem túlkur þegar Bobby Robson tók við Sporting í Lissa- bon en síðar var hann gerður að aðstoðarþjálfara. Mourinho starfaði með Robson í ein fimm ár en síðar færði hann sig um set til Barcelona þar sem hann var aðstoðarmaður Louis Van Gaal. Mourinho réð sig sem aðal- þjálfara Benfica árið 2000 en hætti skömmu síðar vegna sam- starfsörðugleika við forseta fé- lagsins. Hann var ráðinn þjálfari Porto árið 2002 og aðeins ári síð- ar vann liðið þrefalt, þar á meðal Evrópukeppni félagsliða. Á síð- asta tímabili vann Porto portú- gölsku deildina og Meistaradeild Evrópu. „Það er töluverður munur á knattspyrnunni í Portúgal og Englandi. Í Portúgal eru þrjú lið sem bera höfuð og herðar yfir önnur lið. Þegar ég var þjálfari hjá Porto voru leikirnir gegn Benfica og Sporting stóru leik- irnir en við áttum vísan sigur gegn öðrum liðum. Það er allt önnur saga á Englandi því þar eru öll liðin góð og allir leikir eru erfiðir. Það var áskorun fyrir mig að fara til Englands,“ sagði Mo- urinho. Portúgalinn lofar samstarf sitt við rússneska auðjöfurinn Rom- an Abramóvitsj, eiganda Chelsea. „Roman er opin og skemmtileg persóna sem dáir fótbolta. Hann elskar Chelsea og vill gefa liðinu tækifæri á að verða eitt af stærstu liðum heims. Ég er þátt- takandi í því og hann treystir mér,“ segir Mourinho. „Ég ákvað frekar að fara til Chelsea en Ítal- íu eða Spánar af því að ég er hrif- inn af enskri knattspyrnu.“ Líður vel í London Mourinho býr í London og kann lífinu þar vel. Hann er gift- ur og á tvö börn. „Börnin fá stundum heimþrá og vilja fara aftur heim til Portúgals. Þau vilja njóta sólarinnar þar, fara á ströndina og í sundlaugina. En þau elska pabba sinn meira en sólina svo þau hafa kosið að koma með mér. Ég gæti ekki unnið í London án fjölskyldunnar,“ segir Mourinho og er augljóslega feg- inn að ræða um eitthvað annað en knattspyrnu. Það er samt ekki úr vegi að spyrja hver stærsta stundin hafi verið á knattspyrnuvellinum. „Stærsta stundin var að vinna Meistaradeildina enda er það stærsta stundin hjá öllum þjálf- urum. Mér tókst að stýra Porto til sigurs í Meistaradeildinni en í fótbolta þýðir ekki að horfa til baka og velta því fyrir sér hvað maður hefur afrekað heldur þarf maður að taka næsta skref. Það sem skiptir máli hjá mér núna er næsti leikur og að ná í þrjú stig um næstu helgi.“ kristjan@frettabladid.is 34 20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR ÁFRAM DORRIT! Frú Dorrit Moussaieff var í hópi 20.204 áhorfenda á Laugardalsvelli í fyrradag. Dorrit söng hástöfum þegar þjóð- söngur Íslands var leikinn eins og aðrir Íslendingar og hún lét sitt heldur ekki eftir liggja þegar áhorfendur tóku svokallaða bylgju. Dorrit stóð að vísu ekki upp úr sætinu en hún lyfti höndum til himins og tók þannig virkan þátt í að styðja íslensku strákana. Dorrit er þjóðinni til sóma. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 17 18 19 20 21 22 23 Föstudagur ÁGÚST RÍKHARÐUR OG MOURINHO Guðmundur í Sæbergi, Ríkharður Jónsson og Jose Mourinho skemmtu sér vel á leiknum í fyrradag. Ríkharður segir að Mourinho sé séntilmaður og að hann hafi verið ákaflega hissa á því hve Ítalarnir voru daprir í leiknum. Mourinho sýndi ungum aðdáendum skilning og gaf þeim eiginhandaáritanir. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Eiður Smári á skilið að spila Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, fylgdist með leik Íslands og Ítalíu í fyrradag. Frétta- blaðið náði tali af kappanum og spurði hann út í Eið Smára Guðjohnsen og lífið á Englandi. ■ ■ SJÓNVARP  06.20 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá leik Ís- lendinga og Kóreumanna í handbolta.  08.10 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá undanrásum í sundi þar sem Ragnheiður Ragnarsdóttir keppir.  09.50 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RúV. Samantekt af helstu við- burðum gærdagsins.  11.20 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bandaríkin-Spánn í körfuknattleik kvenna.  15.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá úrslitakeppni í júdó.  16.25 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá úrslitum í sundi.  17.25 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Leikur Íslendinga og Kóreubúa í handbolta. e.  17.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  20.10 Mótorsport 2004 á Sýn. Umfjöllun um íslenskar akst- ursíþróttir.  20.35 Motorworld á Sýn. Þáttur um allt það nýjasta í heimi akst- ursíþrótta.  21.00 Ólympíuleikarnir 2004 á Sýn. Útsending frá leik Banda- ríkjanna og Ástralíu í körfu- bolta karla.  01.05 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt frá deginum. Meiri vilji FÓTBOLTI Jose Mourinho, knatt- spyrnustjóri Chelsea, sagðist hafa komið til landsins til að ræða við landsliðsþjálfara Íslands. „Ég tel mikilvægt fyrir leikmenn að þjálfarar þeirra hjá félagsliðum og landsliðum eigi í góðu sam- starfi,“ sagði Mourinho. „Íslend- ingar áttu sigurinn skilinn enda börðust þeir vel bæði í sókn og vörn. Íslenska liðið hafði meiri vilja og það skildi liðin að. Ítalirn- ir léku illa í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni.“ FÖGNUÐUR Ísland átti sigurinn skilið, segir Moruinho. 42-43 (34-35) SPORT 19.8.2004 21:04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.