Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 44
36 20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR ÓLYMPÍULEIKAR Íslandsmet númer tvö á Ólympíuleikunum féll í gær þegar Hjörtur Már Reynisson bætti eigið met í 100 metra flug- sundi. Íslandsmet Hjartar var 55,46 sekúndur en hann kom í mark í Aþenu á 55,12 sekúndum. Glæsilegur tími en því miður dugði það ekki til þess að fleyta Hirti áfram í sundinu. „Þetta var svo sem ágætt en ég hefði viljað synda hraðar,“ sagði Hjörtur Már af mikilli hógværð eftir sundið. „Ég hefði viljað synda undir 55 sekúndum. Ég er alveg pottþéttur á því að ég á það inni.“ Hjörtur byrjaði sundið geysi- lega vel og leiddi um tíma. Það dró síðan af honum á síðustu metrunum og hann játaði það að hann hefði verið orðinn þreyttur. „Mér fannst sundið ganga ágætlega en ég hefði viljað eiga meiri kraft inni síðustu tíu metrana. Ég var eiginlega orðinn sprunginn. Ég ætlaði reyndar að byrja á fullu en ég lagði síðan ekki alveg í það. Það var líka kannski eins gott að ég gerði það ekki,“ sagði Hjörtur kátur en hann er ekkert á því að slaka á þótt leikarnir séu á enda. Það á að halda áfram á fullri ferð. „Ég tek mér kannski hálfa viku í frí þegar ég kem heim. Ég ætla að æfa áfram því ég fer á HM í október og ég þarf að vinna í snúningnum og stungunni því það mót fer fram í 25 metra laug. Ég get bætt mig mikið þar og ætla að gera það. Það er ekki spurning,“ sagði Hjörtur Már Reynisson. henry@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKAR „Eins og við mátti búast gerði sundkappinn Örn Arnarson ekki miklar rósir í 50 metra skriðsundi í Aþenu í gær. Tími hans, 23,84 sekúndur, er samt viðunandi því hann undirbjó sig ekki fyrir leikana með það í huga að keppa í þessu sundi. Örn var sjötti í sínum riðli. „Ég gerði nokkur mistök í þessu sundi. Ég tók allt of mikið af tökum og var farinn að sóla um mitt sundið. Það verður bara að hafa það, held ég. Ég er samt í sjálfu sér ekkert ósáttur því þetta er alveg þokkalegur tími en hefði vissulega getað orðið betri,“ sagði Örn skömmu eftir að hann steig úr lauginni í Aþenu í gær en Ís- landsmet hans er 23,15 sekúndur. Þrátt fyrir að Ólympíuleikarn- ir hjá Erni hafi aðeins staðið yfir í tæpar 24 sekúndur að þessu sinni er hann ánægður með dvöl- ina í Aþenu. Hann sagði sjálfur um daginn að þrátt fyrir von- brigðin að geta ekki keppt í sínum sterkustu greinum ætlaði hann að reyna að hjálpa félögum sínum og vera hluti af hópnum. „Það er góður mórall í þessum hópi og allir ná mjög vel saman sem skiptir öllu. Fólk er sífellt að rífa hvert annað upp þegar á þarf að halda og það er alveg frábært. Það er búið að vera virkilega gaman að taka þátt í þessu hérna,“ sagði Örn Arnarson. henry@frettabladid.is Sólaði um mitt sund Örn Arnarson komst ekki áfram í 50 metra skriðsundi á ÓL í gær. Íslandsmet hjá Hirti Hávær köll í Pavilion: Íslensk stemning ÁFRAM ÍSLAND Íslenskir áhorfendur létu vel í sér heyra í Aþenu í fyrradag þegar handboltalandsliðið lagði Slóvena að velli með fimm marka mun. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR HJÖRTUR MÁR Hann var svekktur með sundið í gær þótt hann hefði bætt Íslandsmetið. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR ÖRN Á FLUGI Örn komst ekki áfram í 50 metra skriðsundi í gær enda ekki hans sterkasta grein. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR ÓLYMPÍULEIKAR Nokkur fjöldi Íslend- inga er staddur í Aþenu til þess að fylgjast með Ólympíuleikunum. Meirihluti þeirra var mættur í Pavilion-höllina í fyrradag til þess að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu leika gegn því slóvenska. Slóvenar eru klárlega með ein- hverju bestu handboltaáhorfend- ur í heimi og þeir voru svona helmingi fleiri en Íslendingarnir í Pavilion. Slóvenarnir standa ávallt er þeir hvetja sitt lið og engu líkara var en þeir væru á heimavelli, slík voru lætin. Íslenska áhorfendurnir hóp- uðu sig síðan saman í síðari hálf- leik og létu kröftuglega í sér heyra allt til leiksloka. Eftir því sem leið á leikinn dró úr söng- mætti Slóvena og lítið annað en Ísland, Ísland heyrðist síðustu mínútur leiksins. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur fengu ekki að njóta stríðsdansins sem íslensku áhorfendurnir stigu í leikslok því þeir sátu í sömu stúku og sjónvarpsvélarnar eru. Vonandi að þetta ágæta fólk verði „réttu“ megin í næsta leik og flaggi íslenska fánanum áberandi framan í heiminn. henry@frettabladid.is Hjörtur Már Reynisson sýndi allar sínar bestu hliðar í 100 metra flugsundinu í Aþenu. Honum fannst hann eiga meira inni. Grískir hlauparar: Sviðsettu slys SAKBITINN Spretthlauparinn gríski, Kostadinos Kenter- is, er í vondum málum. Sömu sögu má segja um Ekaterini Thanou. ÓLYMPÍULEIKAR Nú bendir allt til þess, samkvæmt frumrannsókn grísku lögreglunnar, að sprett- hlaupararnir grísku, Kostadinos Kenteris og Ekaterini Thanou, hafi sviðsett mótorhjólaslys sem þau sögðust hafa lent í síðastliðið fimmtudagskvöld eftir að þau mættu ekki í boðað lyfjapróf. Í kjölfarið var ákveðið að setja þau í keppnisbann. Haft hefur verið eftir háttsett- um embættismanni að rannsókn grísks saksóknara sýni fram á að annaðhvort hafi slysið ekki átt sér stað, eða þá að spretthlaupararnir hafi sjálfir sett slysið á svið í þeim tilgangi að veita sjálfum sér áverka. Öll kurl eru ekki enn kom- in til grafar í þessu sorglega máli, sem þegar hefur sett svartan blett á ólympíuleikana. Málið á án efa eftir að draga mikinn dilk á eftir sér. Grískum almenningi svíður það sérlega sárt að Kenteris skuli tengjast slíku máli því hann átti einmitt að tendra ólympíueldinn á opnunarhátíðinni og var afar vin- sæll og virtur í heimalandinu. 44-45 (36-37) SPORT 19.8.2004 20:40 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.