Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 46
FORMÚLA Ítalskir fjölmiðlar spöruðu ekki stóru orðin í umfjöll- un sinni um leik Íslands og Ítalíu í fyrrakvöld. Þrátt fyrir að þar færi fyrsti landsleikur Marcello Lippi og upphafið á nýju tímabili í ítöl- skum fótbolta var eins og Ítalir vildu ekki gera alltof mikið úr óförum sínum á Íslandi. „Ef þetta á að vera fyrsta skrefið í uppbyggingunni fyrir HM 2006, er erfitt að sjá fyrir sér að Ítalía verði með í Þýskalandi. Fyrsta landslið Lippis tapaði og það illa á Íslandi í æfingaleik sem nýi þjálfarinn ímyndaði sér að yrði öðruvísi. Þetta er miklu alvarlegra en 2- 0 tapið segir til um og það er ekki hægt að hlusta á neinar afsakanir um æfingaleysi. Vandamálið er alltaf það sama: hinn mikli munur sem er á okkur og andstæðingum okkar hvað viðkemur áhuga á leiknum og baráttuvilja.“ segir La Repubblica í umsögn um lands- leik Ítala og Íslendinga. Blaðið telur leikinn staðfesta áður vitað getuleysi liðsins og er eins og aðrir fjölmiðlar þreytt á landsliðinu og nennir ekki að eyða miklu púðri í að skamma einstaka leikmenn né að tala um leikinn yfirhöfuð. Fáar stórkarlalegar fyrirsagnir birtust, flestar voru eins og vænta mátti einhverskon- ar útúrsnúningar á ís og frosti. „Ísland frysti Ítalíu Lippi’s“ segir La Gazzetta dello Sport, „Ísköld vatnsgusa“, segir Corriere della Sera. Vilja gefa Lippi tækifæri Svo virðist sem menn vilji gefa þjálfaranum tækifæri til að sanna sig í komandi leikjum í und- ankeppni HM. Lippi fékk ekki einu sinni einkunn í sumum blöð- um, leikurinn talinn ómarktækur. Sú mikla eftirvænting sem var í gangi eftir ráðningu Lippis, virð- ist horfin með öllu eftir þessa út- reið. Eina haldreipið sem reynt er að festa hendur á er hjátrúin: „goð- sögnin Enzo Bearzot tapaði einnig fyrsta leik sínum með landsliðið en svo reis upp hið undursamlega heimsmeistaraár 1982,“ segir La Gazzetta dello Sport sem olli und- irrituðum gífurlegum vonbrigð- um með því að fremja stílbrot í takt við skipbrot liðsins og víkja frá þeirri hefð sinni að láta menn hafa það óþvegið. Ítölsku blaðamennirnir sem voru á landsleiknum voru eins og í hálfgerðu móki eftir leikinn og þurfti að draga út úr þeim með töngum álit þeirra á leiknum er blaðamaður Fréttablaðsins gekk á þá. Engin horfir nema mamma „Það er verst að enginn horfir á leikinn nema mamma mín,“ sagði Alessandro Nesta aðspurður um það fyrir leikinn gegn Íslend- ingum hvort það væri ekki mikill heiður fyrir hann að vera fyrirliði í leiknum. Viðhorf Nesta virðist hafa end- urspeglað áhuga Ítala á leiknum. Enginn nennti að horfa, enginn nennti að spila og enginn nennti að skrifa. einarlogi@frettabladid.is 38 20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Ígærdag voru höf-uðstöðvar gríska f r já ls íþrót tasam- bandsins í Aþenu rýmdar vegna sprengjuhótunar. Sprengjusérfræð- ingar með leitar- hunda voru sendir inn í bygginguna en engin sprengja fannst. Mjög lík- legt er talið að hótunin tengist lyfja- og sviðsetningarmáli grísku sprett- hlauparanna, Kostadinos Kenteris og Ekaterini Thanou, sem sett hefur gríska íþróttaheiminn á annan end- ann. Það fékkst staðfest hjá forseta Al-þjóðalyftingasambandsins að fimm lyftingamenn hefðu fallið á lyfjaprófum sem tekin voru fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Þeir sem féllu í þessa gryfju eru frá Ungverja- landi, Indlandi, Marokkó, Tyrklandi og Moldavíu. Á mánudag var lyft- ingakona frá Myanmar rekin heim frá Ólympíuleikunum vegna neyslu ana- bólískra stera. Fjórir íslenskiríþróttamenn hafa hingað til verið teknir í lyfjapróf á Ólympíuleikunum í Aþenu. Það eru þeir Hjörtur Már Reyn- isson sundkappi Hafsteinn Ægir Geirsson siglingakappi Dagur Sig- urðsson handknattleiksmaður og tugþrautarkappinn Jón Arnar Magn- ússon. Tekin eru bæði þvag- og blóðsýni og er niðurstöðu að vænta úr prófunum á næstu dögum. Skóladagar í Flash Peysur frá 2990 Gallabuxur áður 5990 Nú 3990 Úlpur 5990 Opið til kl. 22 á Menningarnótt Söluhæsta fartölvan í Evrópu ACER tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækni FARTÖLVUR TÁKNRÆNAR MYNDIR Hér fyrir ofan má sjá þrjár táknrænar myndir frá leik Íslands og Ítala. Fyrst Heiðar Helguson að vinna skallabolta gegn sér stærri mönnum, þá vonbrigði Gianluigi Buffon og loks fögnuð íslensku strákanna í leikslok. Enginn nennti að horfa enginn nennti að spila Tapið gegn Íslandi endurspeglar getuleysi Ítala samkvæmt ítölskum fjölmiðlum í gær. 46-47 (38-39) SPORT 19.8.2004 21:49 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.