Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 49
41FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2004 Gæsaveiðitímabilið byrjaði fyrir alvöru í morgun og fóru margir strax á fyrsta klukkutímanum sem veiði var leyfileg. Víða hefur sést mikið af gæs og ennþá meira af rjúpunni, en hana má alls ekki skjóta. „Ég ætla á gæs um leið og það má, en ég hef aldrei séð eins mik- ið af rjúpu og er núna, hún er alls staðar,“ sagði skotveiðimaður sem ætlaði vestur á firði til veiða. „Það er búið að vera mikið að gera, margir ætla fyrstu dagana sem má skjóta,“ sagði Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður í gær, en þá mætti hver veiðimaðurinn af öðrum til að láta athuga byss- urnar fyrir gæsavertíðina. „Ég ætla ekki alveg strax en það hefur sést mikið af fugli víða um land,“ sagði Jóhann og hélt áfram með næsta viðskiptavin. Tíminn var naumur. Mikið af gæs hefur sést vestur í Dölum, á Suðurlandinu og fyrir austan og því næsta víst að þau hundruð veiðimanna víða um land sem hófu veiðina í morgun eiga eftir að fá mikið á næstu dögum. Litlar flugur að virka í Kverná Laxveiðin gengur enn vel og segir Ásgeir Ásmundsson að vel veiðist í neðri hluta Skógár. „Litlar flugur virka vel í Kverná en tommutúbur eru að virka í Skógá. Yfir 50 laxar hafa veiðst í sumar og er fjórðung- ur þess afla úr Kvernánni,“ sagði Ásgeir og bætti við að 1.500 sil- ungar hefðu veiðst. Veiðimenn sem voru að koma úr Eldvatni voru með 15 væna fiska. Sjóbirtingarnir voru frá fimm pundum upp í þrettán pund en stærstu bleikjurnar fimm pund. ■ JÓNAS JÓNSSON Hann fékk einn fimm punda á fluguna Heimasætuna á svæði tvö í Eyjafjarðará. Lögreglumaður í Bangladess neyddi par til þess að gifta sig eftir að fólkið hafði logið til um það að vera gift til þess að fá hótelherbergi. Hringt var í lög- regluna í smábænum Rajshahi og tilkynnt um ráðabrugg parsins og rauk lögreglumaðurinn þá af stað og handtók fólkið. Niðri á lög- reglustöð sagði hann svo parinu, þeim Mominur Rahman Chowd- ury og Shefali Khatun Shelley, að þau yrðu að gifta sig strax ellegar að maðurinn yrði kærður fyrir nauðgun. Karlmaðurinn lét undan þrýst- ingi og eftir að lögreglumaðurinn hafði fengið samþykki foreldra þeirra rauk hann með þau að næstu kapellu og fylgdist með parinu ganga í hjónaband. Stjórnvöld í Bangladess eru mjög íhaldssöm og þar í landi eru til lög um það að karl og kona sem bóka sig saman inn á hótel verði að vera gift. Meirihluti þjóðarinn- ar er múslimar og þar í landi eru flest hjónabönd ákveðin af ætt- ingjum brúðhjónanna. Fyrir giftingu eru fjölskyldu- meðlimir oft eins og velsæmis- verðir og þegar fólk giftir sig hef- ur það oftast eytt litlum sem eng- um tíma saman. ■ Par neytt til þess að gifta sig eftir ástarfund BRÚÐHJÓN Ástin hefur önnur lögmál í ríkjum íslams. Ungt par í Bangladess var neytt til þess af lögreglunni að gifta sig eftir að hafa átt ástarfund á hóteli þar í landi. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN Ákveðið hefur verið að gefa götu- blaðið Reykjavík Grapevine út áfram fram eftir vetri. Upphaf- lega ætlaði ritstjórn blaðsins að- eins að gefa út átta blöð á þessu ári yfir sumartímann, eins og í fyrra. En eftir óvenjugóð við- brögð lesenda og auglýsenda í ár ætla félagarnir að halda áfram að hafa lifibrauð af útgáfunni. Blaðið mun þó koma út mánaðarlega í vetur en ekki hálfsmánaðarlega eins og í sumar. „Feitari blöð og meira að lesa, fleiri klósettferðir,“ segir Jón Trausti Sigurðarson um framtíð blaðsins um leið og hann afhendir blaðamanni nýjasta eintakið. Æv- intýraleg mynd af Björk Guð- mundsdóttur prýðir forsíðuna. „Það kom okkur mest á óvart hversu margir Íslendingar lesa blaðið,“ segir Hilmar Steinn Grét- arsson en blaðið er eina íslenska götublaðið sem skrifað er á ensku. „Við tókum því þá ákvörðun að halda áfram í vetur. Ferðamanna- tímabilið er ekki lengur bara þrír mánuðir, það er allt árið fyrir utan nokkra dauða mánuði á ári.“ Blaðið ætti því að skila sér í hendur fólks á fyrsta föstudegi hvers mánaðar í vetur. Saga Grapevine er nokkuð fal- leg. „Við útskrifuðumst saman og bjuggum í Prag í nokkra mánuði. Þar var svona svipað götublað sem sá okkur fyrir öllum upplýs- ingum. Hvar við ættum að þvo fötin okkar, hvar maður fær íbúð, hvar við ættum að drekka og hvar skemmtilegustu tónleikarnir voru. Áður en við fórum heim átt- uðum við okkur á því að það væri ekkert svona blað á Íslandi, bara bæklingar. Eftir að við komum heim eyddum við þremur mánuð- um í undirbúningsvinnu og gerð- um þetta bara.“ Jón Trausti segist stoltur af því að geta kallað Grapevine eina al- vöru götublaðið þar sem Orðlaus og Vamm séu bæði send heim til fólks. Þeir hafa einnig verið þekktir fyrir það hversu lítið þeir eru fyrir það að fegra þjóðina okkar. Þeir fjalla oft um hitamál í þjóðfélaginu og útskýra þau fyrir gestum. „Við erum heldur ekkert að drulla yfir þjóðina, við erum bara að sýna raunveruleikann,“ segir Hilmar. „Landið er bara eins og það er, það hefur enginn neitt upp úr því að tala betur eða verr um það en það er,“ segir Jón Trausti. „Okkur hafa nú ekki borist neinar bréfasprengjur ennþá. Við höfum fengið eitt- hvað af rasistapóstum, en það er bara hressandi að fara í taug- arnar á fólki sem maður má fara í taugarnar á.“ ■ ■ VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Grapevine leggst ekki í vetrardvala ÚTGÁFA REYKJAVÍK GRAPEVINE ■ Mun halda áfram útgáfu út veturinn vegna góðs gengis í sumar. RITSTJÓRN REYKJAVIK GRAPEVINE Segjast finna fyrir töluverðum lestri að utan þegar þeir taka viðtal við íslenskar stórstjörnur. Meðal annars rataði viðtalið við Sigur Rós á vefsvæðið pitchforkmedia, sem sérvitrir áhugamenn um tónlist lesa á hverjum degi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó N R . Á R SÆ LS SO N Ætluðu á gæs strax í morgun 48-49 (40-41) Skripo 19.8.2004 18:40 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.