Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2004 43 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 55 80 08 /2 00 4 E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. Skartaðu þínu fegursta P I L G R I M Nýtt og freistandi í Debenhams Skartgripir frá Pilgrim njóta fádæma vinsælda víða um heim. Þessar frábæru vörur fást nú hjá Debenhams og auka enn á ótrúlega fjölbreytt vöruúrval fyrir konur á öllum aldri. TARANTINO OG UMA THURMAN Quentin Tarantino virðist hafa mikinn áhuga á að leikstýra nýrri Bond-mynd eftir bókinni Casino Royale. Tarantino ræddi við Brosnan Quentin Tarantino hefur enn og aftur lýst yfir áhuga sínum á að leikstýra James Bond-mynd. Hann segist þegar hafa rætt við núverandi Bond, Pierce Brosnan, og viðrað hugmyndina við hann. Myndin yrði byggð á fyrstu Bond-bókinni, Casino Royale, sem var kvikmynduð árið 1967 með stjörnum á borð við Peter Sellers, David Niven, Ursulu Andress, Or- son Welles og Woody Allen. Mynd- in er aftur á móti ekki talin til al- vöru Bond-mynda vegna þess að hún var ekki framleidd af hinum goðsagnakennda Cubby Broccoli. „Ég hitti Pierce og við ræddum málin,“ sagði Tarantino í spjall- þætti Jay Leno. „Ég veit ekki hvort framleiðendurnir ætla að slá til en þeir vita alla vega að ég hef áhuga.“ Tarantino bætti því við að honum þættu síðustu þrjár Bond-myndir fínar en ekki nógu trúar upphaflegum persónum rit- höfundarins Ians Fleming. „Fram- leiðendurnir hafa engu að tapa með því að ráða mig. Þeir hafa gríðarlega öflugt vörumerki sem ekki er hægt að klúðra.“ Enn á eft- ir að ráða leikstjóra fyrir næstu Bond-mynd og því er ekki útilok- að að Tarantino hreppi hnossið. Hins vegar er óvíst hvort Brosnan fái aftur að leika njósnara hennar hátignar, 007. Tarantino vill að Casino Royale gerist á sjöunda áratugn- um og verði nokkurs konar sjálfstætt framhald myndarinn- ar On Her Majesty’s Secret Service. Í henni var eiginkona Bond myrt skömmu eftir brúð- kaup þeirra. ■ FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) DIRTY DANCING 2: HAVANA NIGHTS Internet Movie Database - 5.3 /10 Rottentomatoes.com - 21% = Rotin Metacritic.com - 35 /10 Entertainment Weekly - C Los Angeles Times - 3 stjörnur (af 5) CATWOMAN Internet Movie Database - 2.8 /10 (47. sæti yfir verstu myndir allra tíma) Rottentomatoes.com - 10% = Rotin Metacritic.com - 23 /10 Entertainment Weekly - B- Los Angeles Times - 3 stjörnur (af 5) Það eiga sjálfsagt margir hlýjar minningar tengdar dans- og ástar- myndinni Dirty Dancing frá árinu 1987. Hún gekk fyrir fullu húsi í Regnboganum mánuðum saman og naut slíkra vinsælda að undir það síðasta var boðið upp á ókeypis sýn- ingar á henni. Þá gerði tónlistin úr henni stormandi lukku og lög á borð við (I’ve Had) The Time of My Life með Bill Medley, Hungry Eyes með Eric Carmen og She’s Like the Wind, sem sjálfur aðalleikarinn Pat- rick Swayze söng af mikilli innlifun, hreyfðu við mörgu unglingshjart- anu. Myndin fjallaði um utangarðs- manninn Johnny Castle (Swayze) sem heillaði snobbstúlkuna Frances Houseman upp úr skónum og kveik- ti í henni með djörfum dansi. Með þeim tókust ástir í óþökk foreldra hennar með tilheyrandi dramatík. Nú 17 árum síðar hefur mönnum dottið í hug að endurtaka leikinn með Dirty Dancing 2: Havana Nights þó líkurnar á að þessi mynd toppi þá fyrri í vinsældum hljóti að vera hverfandi. Sagan hljómar þó kunnuglega en hér segir frá hinni 18 ára gömlu Katie Miller sem flyst ásamt foreldrum sínum til Havana í nóvember 1958. Þar verður hún ástfanginn af þjóninum Javier sem er einnig frá- bær dansari. Hún heldur sambandi þeirra leyndu fyrir foreldrum sín- um en parið hittist í laumi á nætur- klúbbi til að dansa saman. Dansgleðin endist þó ekki lengi þar sem Fidel Castró gerir sína frægu byltingu og þá þurfa Banda- ríkjamenn að forða sér frá landinu og þá stendur aumingja Katey frammi fyrir erfiðu vali milli for- eldra sinna og öryggisins eða stóru ástarinnar í lífinu. Á hún að fara eða vera? ■ KATEY OG JAVIER Fella saman hugi á Havana og njóta þess að stíga djarfan dans í laumi. Djarfur dans á Kúbu ■ FRUMSÝND Í DAG 50-51 (42-43) Bioefni 19.8.2004 20:45 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.