Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 53
Alþjóðlega tískuhátíðin Iceland Fashion Week hófst í Reykjavík fimmta árið í röð fyrr í vikunni en hátíðin nær hámarki á laugar- dagskvöld klukkan 20 með stórri tískusýningu í Orkuveituhúsinu. „Ég hef ekki komið inn í húsið enn þá en ég hef heyrt að þetta sé rosaflott,“ segir Ásgeir Hjartar- son, hjá Supernova hair and air- brush studio, sem sér um alla hár- greiðslu á sýningunni. „Ungir og upprennandi fatahönnuðir frá 14 löndum koma og sýna hönnun sína. Erlendir fjölmiðlar sýna þessum atburði mikinn áhuga þannig að sýningin vekur athygli langt út fyrir landsteinana.“ Ásgeir bætir því við að ID, Elle Decor, New York Times, The Daily Telegraph, Evening Stand- ard, MTV, Fashion TV og E!Enertainment séu í hópi þeirra sem eigi fulltrúa á staðnum. Þá hefur kvikmyndafyrirtækið Basecamp tekið upp myndefni alla vikuna og mun gera heimild- armynd um tískuvikuna. Myndin verður meðal annars sýnd á Skjá einum og sýnishorn úr henni verða sýnd í öllum flugvélum Icelandair. Hjörtur hitaði upp fyrir stóru stundina á Supernova á þriðjudag- inn og gerði prufugreiðslur á fyr- irsætum. „Kærastan mín Berg- þóra Þórsdóttir og Sólveig Birna Gísladóttir vinna með mér á stof- unni og farða með airbrush tækni.“ Þær notuðu þetta tæki- færi til að gera litaprufu á nektar- dansmær frá Goldfinger en í gær- kvöld voru fjórar dansmeyjar heilmálaðar gylltar á Goldfinger. „Þetta er óvænta uppákoman hjá okkur þetta árið en fjórar stelpur voru gylltar frá toppi til táar,“ segir Ásgeir en litaprufan á þriðjudaginn þótti heppnast vel. ■ 45FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2004 Elmer Bern- stein látinn Elmer Bernstein, sem samdi tón- listina við kvikmyndir á borð við Gangs of New York, My Left Foot, The Ten C o m m a n d - ments, To Kill a Mocking- bird og The Great Escape, er látinn, 82 ára að aldri. Bernstein lést í svefni á heimili sínu en hann hafði átt við veikindi að stríða í nokkurn tíma. Hann var fjórtán sinnum tilnefndur til Ósk- arsverðlauna, síðast fyrir mynd- ina Far From Heaven árið 2002. Eina Óskarinn sinn hlaut hann fyrir tónlistina við myndina Thoroughly Modern Millie árið 1967, sem engu að síður er ekki talin til hans bestu verka. ■ Leikstjórinn umdeildi Michael Moore, sem á að baki heimildar- myndirnar Bowling for Col- umbine og Fahrenheit 9/11, ætlar að gefa út tvær nýjar bækur á næstunni. Önnur bókin nefnist „The Official Fahrenheit 9/11 Reader“ og mun fylgja með DVD-útgáfu myndarinnar Fahrenheit 9/11. Hin bókin kallast „Will They Ever Trust Us Again“ og er samansafn bréfa sem bandarískir hermenn í Írak sendu Moore. „Ég er stoltur af því að geta gefið þeim her- mönnum rödd sem hafa skrifað mér,“ sagði Moore. Hann hefur áður sent frá sér bækurnar „Stupid White Men“ og „Dude, Where’s My Country?“ Moore er yfirlýstur andstæð- ingur George W. Bush Banda- ríkjaforseta og vonast Moore til að báðar bækurnar komi út fyrir næstu forsetakosningar, sem verða í nóvember. ■ MICHAEL MOORE Michael Moore slær ekki slöku við og ætlar að gefa út tvær bækur á næstunni. ■ Bækur Tvær bækur frá Moore ■ KVIKMYNDIR Reed sveiflar sverði á Arnarhóli Rokkstjarnan Lou Reed kom til Ís- lands á miðvikudag til að kanna land og þjóð áður en hann treður upp í Laugardalshöll í kvöld. Að sögn tónleikahaldarans Ísleifs B. Þórhallssonar er Reed í skýjunum með ferðina og hrósar öllu sem á vegi hans verður hástöfum. Lou gistir á Hótel 101 og sagði hann herbergið sitt það besta sem hann hefði nokkru sinni dvalið á og uppfyllti öll möguleg skilyrði. Matur hússins væri óaðfinnanleg- ur, hann pantaði sér klúbbsam- loku upp á herbergi sem honum þótti algjört lostæti. Íslenskt fylgdarlið kappans fór með hann á veitingastaðinn Sjávarkjallarann og sagði Reed hann vera þann besta í heiminum. Dagskráin hefur verið þétt hjá Lou síðan hann kom, í blíðviðrinu í gærdag skellti hann sér í Bláa lónið líkt og tíðkast meðal fræga fólksins sem heimsækja landið. Einnig er kappinn mjög upptekinn af bardagalist og hafði með sér í farteskinu svotilgert sverð. Hafði hann á orði við Ísleif að hann hyggðist ganga á Arnarhól og æfa nokkrar góðar sveiflur í sólinni bráðlega. Ekki fylgdi sögunni hvort reynsluboltinn lét af verða en þeir sem varir verða við undar- legar og ógnandi uppákomur ná- lægt Ingólfi Arnarsyni ættu ekk- ert að óttast. Rokkarinn er eflaust bara að ná sér í gírinn fyrir hina tveggja tíma löngu tónleika sem beðið er með eftirvæntingu. Þegar Reed kom til landsins beið ljósmyndari Víkurfrétta hans í Leifsstöð og náði að smella myndum af kappanum allt þar til hann var kominn að bifreið sinni. Þá brast þolinmæði lífvarða rokkarans og þeir ýttu ljósmynd- aranum frá. Víkurfréttir gerðu grein fyrir atvikinu og þar kom fram að ljósmyndarinn hefði end- að úti í runna eftir stympingarn- ar. Ísleifur segir að þessi lýsing atburðarásarinnar sé full ýkt en ljósmyndaranum hafi gefist góð- ur tími til að mynda Reed á leið hans að bílnum. Lífvörðunum hafi því fundist hann orðinn full ágengur þegar hann elti stjörnuna að bílnum. Þeir spurðu hann því hvort ekki væri komið nóg en þeg- ar ekkert lát varð á myndatökun- um stjökuðu þeir við honum þannig að hann hörfaði með annan fótinn inn í runna. Allir miðar í Laugardalshöll eru uppseldir að undantöldum ör- fáum í verslun Skífunnar við Laugaveg. ■´ Gylltar gellur og fiðrildi í hári GULLSTÚLKAN Fjórar nektardansmeyjar á súlustaðnum Goldfinger voru málaðar gylltar með air- brush tækni í gærkvöld. Hér er verið að prófa litinn á einni þeirra á þriðjudaginn. LOU REED Rokkarinn hafði með sér sverð til Íslands sem hann hugðist æfa sig að sveifla á Arnarhóli. ■ Fólk M YN D /A TL I M ÁR G YL FA SO N 52-53 (44-45) FÓLK 19.8.2004 20:38 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.