Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 54
46 20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 XIÐ 977 – VIKA 34 Mr. Brightside THE KILLERS Mein Teil RAMMSTEIN Bam Thwok PIXIES Y Control YEAH YEAH YEAHS Michael FRANZ FERDINAND Vindicated DASHBOARD CONFESSIONALS Girls THE PRODIGY Fall to Pieces VELVET REVOLVER Triple Trouble BEASTIE BOYS Growing On Me THE DARKNESS * - LISTINN ER BÚINN TIL AF UMSJÓNAR- MÖNNUM STÖÐVARINNAR. [ TÓNLIST ] TOPP 10 ■ TÓNLIST Helgarpassar á Reading-tónleika- hátíðina eru komir í sölu hjá Icelandair, en það seldist upp á hátíðina fyrir mánuði síðan. Rokksveitin Mínus verður á aðal- sviðinu sunnudaginn 29. ágúst. Hátíðin sjálf hefst aftur á móti 27. ágúst. Deginum áður verður flog- ið til London og farið til Reading. Spilað verður á sex sviðum á hátíðinni. Yfir 140 hljómsveitir munu stíga á stokk, þeirra á meðal The Dark- ness, The White Stripes, Green Day, Morrissey og Franz Ferdin- and. Ramones heiðraðir í Hollywood „Hún er náttúrlega ótrúleg þessi stúlka og það var mjög skemmtilegt að vinna með henni,“ segir söngkonan Kristín Erna Blöndal um samstarf við tónlistarkonuna Björk Guð- mundsdóttur en sú síðarnefnda leitaði í smiðju Hallgríms- kirkju til að finna þar kór- söngvara til að syngja inn á plötuna Medúlla. „Magga Stína var milliliðurinn í þessu sam- starfi en þetta eru tuttugu söngvarar sem eru fyrrverandi og núverandi félagar í Schola Cantorum,“ segir Kristín, sem hefur sungið með Schola Cantorum frá upphafi. Björk flytur sex lög ásamt íslenska kórnum á Medúlla. „Oft kveikir maður ekki á lögum við fyrstu yfirferð en í stúdíóinu fann maður strax að efnið sem við höfðum í höndunum var mjög flott. Björk veit hvað hún vill og er búin að hugsa allt til enda. Hún hlustar þó vel á skoð- anir annarra, tekur mark á þeim og er því algjör draumamann- eskja til að vinna með.“ Björk var ánægð með ís- lenska kórinn og áframhaldandi samstarf er ráðgert. „Við sitjum bara heima rosalega spennt en það getur verið að við förum í tónleikaferð með henni innan tveggja ára,“ segir Kristín en komið hefur fram í erlendum tímaritum við Björk að hún ætli sér að semja nýja plötu áður en hún heldur í tónleikaferðalag. Þangað til bíða næg spenn- andi verkefni félaganna í Schola Cantorum en meðal þess sem bíður félaganna er að syngja í París í september ásamt hljóm- sveitinni Sigur Rós. ■ Fjöldi þekktra tónlistarmanna mun koma fram á heiðurstónleikum 30. september í tilefni af 30 ára afmæli pönksveitarinnar The Ramones. Tónleikarnir verða haldnir í Hollywood. Þar munu meðal ann- arra koma fram Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam, Flea og John Frusciante úr Red Hot Chili Pepp- ers og Tim Armstrong úr Rancid. Munu þeir spila með þeim Marky og Johnny Ramone á tónleikunum ásamt upptökustjóranum Daniel Rey. Meirihluti þessara tónlistar- manna á lög á plötunni We’re a Happy Family sem gefin var út í fyrra til heiðurs The Ramones. Rob Zombie átti einnig lag á plötunni en hann verður kynnir á tónleikunum. Þann 28. september er síðan vænt- anlegur DVD-diskur með The Ramones sem nefnist Raw. ■ THE RAMONES Pönksveitin The Ramo- nes hefur haft mikil áhrif á aðra tónlistar- menn í gegnum tíðina. Á meðal þeirra eru Eddie Vedder og John Frusciante. NÓTNALESTUR Íslensku kórfélagarnir í Gróðurhúsinu, stúdíói Valgeirs Sigurðssonar, við upptökur á diski Bjarkar. KÓR BJÖRK ■ syngur með íslenskum kór í sex lög- um á Medúlla og áframhaldandi sam- starf er ráðgert. Íslenski kórinn hennar Bjarkar Tvö ný lög á safnplötu Williams Tvö ný lög verða á nýrri safnplötu söngvarans Robbie Williams sem er væntanleg þann 18. október. Lögin heita Radio og Misunder- stood, en það er einnig að finna í framhaldsmyndinni Bridget Jo- nes: The Edge of Reason. Athygli vekur að á plötunni, sem ber einfaldlega heitið Greatest Hits, verður ekki fyrsta smáskífulag Williams, Freedom. Einnig komst lagið Somethin’ Stupid, sem hann söng með leikkonunni Nicole Kidman, ekki á plötuna. Annars verða margir þekktir slagarar á plötunni, þeirra á meðal Old Before I Die, Angels og Millennium. ■ ROBBIE WILLIAMS Söngvarinn Robbie Williams ætlar að senda frá sér safnplötu á næstunni. ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST MÍNUS Rokksveitin Mínus mun spila á aðal- sviðinu á Reading- tónlistarhátíðinni sem hefst 27. ágúst. Enn til miðar á Reading Popparinn Michael Jackson kom 35 börnum í sunnudagaskóla í Los Angeles í opna skjöldu þegar hann kom þangað í heimsókn ásamt föruneyti sínu. Að sögn Jacksons heimsótti hann skólann til að „sjá börnin og tilbiðja þau“. Ein stúlka spurði hann hvort hún mætti heimsækja hann á búgarð hans í Neverland og bauð Jackson hana velkomna hvenær sem hún vildi. Jackon stendur um þessar mundir í erfiðu dómsmáli þar sem hann er sakaður um að hafa mis- notað ungan dreng kynferðislega. Hann hefur svarið af sér allar sakir. ■ Jackson í sunnudagaskóla ■ TÓNLIST 54-55 (46-47) FÓLK 19.8.2004 21:54 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.