Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 57
49FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 17 18 19 20 21 22 23 Föstudagur ÁGÚST ■ ■ TÓNLEIKAR  19.00 Fremstu hiphop-taktsmiðir landsins halda tónleika á Loftinu í Hinu Húsinu.  20.00 Kammersveitin Ísafold heldur tón- leika í Nýheimum, Höfn í Hornafirði.  22.00 Gummi Jóns leikur og syngur eigin lög, á Ráðshúskaffi, Þorlákshöfn.  22.00 Dáðadrengir, Hölt hóra og Búdrýg- indi á Grand Rokk. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð eftir Arto Paasilina á Nýja sviði Borgarleikhússins. ■ ■ LISTOPNANIR  Sýningin Horn og bein, opnar í Listmuna- horninu á Minjasafni Reykjavíkur - Ár- bæjarsafni. Sýningin stendur til 26. ágúst. ■ ■ SKEMMTANIR  19.00 Síðasta grillveisla X-ins á Grand Rokk. Eftir mat verður Lúftgítarkeppni.  23.00 Geirmundur Valtýsson og hljóm- sveit spila á Kringlukránni.  23.59 Dj Grétar G í búrinu á Dátanum, Akureyri.  Dj Jöri og Daði verða á Vegamótum.  Dúettinn Halli og Kalli spila á Ara í Ögra.  Atli skemmtanalögga stjórnar Hressó.  Doktorinn spilar á Felix.  Svali á Sólon.  Gilitrutt leikur á Kristjáni tíunda á Hellu.  Hermann Ingi jr spilar á Búálfinum.  Rúnar Þór spilar á Rauða ljóninu í kvöld.  Á móti sól leikur á Players, Kópavogi.  Dj. Andri spilar á Hverfisbarnum.  SÍN leikur fyrir dansi á Gullöldinni. Fyrir þá sem ekki geta gert upp á milli þess sem í boði er á Menning- arnótt er tilvalið að skella sér í Hafn- arhúsið. Í fjölnotasal listasafnsins verður sennilega heildstæðasta myndin af því sem gerist á Menning- arnóttinni. Í víðtæku samverki sem gengur út á samskipti leikur Einar Örn og hljómsveitin Ghostigital frjálst af fingrum fram í tíu klukku- stundir. Hljóðbútum og myndum sem send eru frá almenningi af bæj- arlífinu með MMS-skilaboðum verð- ur varpað að sviðinu og tónlistin spunnin út frá því sem berst hverju sinni. Þannig gefst gestum, gangandi og þeim sem heima sitja tækifæri á að taka þátt í tónleikunum. Dagskráin hefst klukkan 13 og leggur Einar Örn af stað með lítið lag sem svo þróast í allar áttir. Fjölmarg- ir listamenn leggja honum lið með framlagi í tónlistarsköpuninni, svo sem Sjón, Mínus, Maus, Kimono, Gísli Galdur, Davíð Þór Jónsson og margir fleiri en Einar Örn lofar að vera á sviðinu alla tíu klukkutímana. „Við tökum okkur engar pásur enda verður þetta svo skemmtilegt að það er engin ástæða til að stoppa. Tónlist- in mun þeytast í allar áttir, frá óperu- söng, djassi, rokki og rappi yfir í alls kyns tilraunatónlist. Erfitt er að segja hvernig þetta fer allt saman því við vitum ekkert hvernig myndir verða sendar inn en við munum sjá til þess að skapa tónlistarumgjörð Menning- arnætur,“ segir Einar Örn. Eftir Menningarnótt verða tón- leikarnir endurfluttir af bandi í lista- safninu þar sem umhverfið helst óbreytt en tónlistarmennirnir verða hvergi nærri. Til að allir hafi nægilegt svigrúm til síns innleggs og vegna fjölda listamanna á staðnum var ákveðið að gefa tónleikunum afslappaðan og rúman tíma. ■ EINAR ÖRN BENEDIKTSSON Menningarnóttin fer fram með nýstárlegum og fjölbreytileg- um hætti í Hafnarhúsinu þar sem Einar Örn leikur spunatónlist í tíu klukkustundir. Einar Örn í tíu tíma ■ MENNINGARNÓTT Sýningar á verkum Finns Arnars Arnarssonar, Katrínar Sigurðar- dóttur og Francisco Goya verða opnaðar í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í kvöld og munu þær allar standa til 3. október. Finnur vinnur með hið hvers- dagslega í listsköpun sinni og birt- ist það í ljósmyndum hans, innsetn- ingum og myndbandsverkum. Í nokkrum þeirra hefur hann fjallað um einmanalega og jafnvel örvænt- ingarfulla tilvist karlmannsins í samtímanum. Hann vekur upp spurningar þegar verk hans eru skoðuð nánar því þau eru þrungin spen- nu og drunga sem karlmaðurinn ræður illa við þótt við fyrstu sýn virð- ist þær aðstæður sem hann setur sig í lítt áhugaverðar. Katrín Sigurðardóttir býr og starfar í Bandaríkj- unum. Í verkum sínum hristir hún gjarnan upp í hugmyndum um nálægð og fjarlægð og hvernig við skynjum. Í nýju verki hennar í Listasafninu vinn- ur Katrín með veggi sem hindranir, en einnig mögu- leikann sem veggir bjóða upp á með því að bjóða upp á nýjar merkingar, teng- ingar og sálfræðilega möguleika. Kenjarnar eru sýning á grafíkverkum spænska listamannsins Francisco de Goya, sem er talinn til eins af meisturum lista- sögunnar. Sýningin var fyrst opnuð á Listasafni Akureyrar í maí og var það í fyrsta sinn sem verk eftir Goya var sýnt á Ís- landi. Sýningin kemur frá hinu Konunglega svart- listasafni Spánar, Calco- grafía Nacional í Madríd.■ VERK KATRÍNAR SIGURÐARDÓTTUR Veggur sem býður upp á ótal möguleika. Bæði til að loka af en einnig til að skapa nýtt rými. Karlmennska, rými og kenjar KENJARNAR Sýning á verkum Goya verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í kvöld. ■ MYNDLIST 56-57 (48-49) Slangan 19.8.2004 21:12 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.