Fréttablaðið - 22.08.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 22.08.2004, Síða 1
SÉRFRAMBOÐ KVENNA Formaður Kvenréttindafélags Íslands er undrandi og hneykslaður yfir brottvikningu Sivjar Frið- leifsdóttur úr ráðherrastóli. Jafnréttisfulltrúi flokksins segir að sérframboð komi til greina. Sjá síðu 4 KEPPA UM VIRKJANALEYFI Lands- virkjun og nýstofnað félag, Hrafnabjörg ehf., hafa bæði sótt um leyfi til iðnaðarráðuneyt- is til að virkja Skjálfandafljót við Hrafna- björg. Viðskiptaráðherra viðrar hugmyndir um samnýtingu virkjanakosta. Sjá síðu 4 METÞÁTTTAKA Í MARAÞONI Alls hlupu um 3.800 manns í Reykjavíkurmara- þoninu í gær og slógu þar með 10 ára gamalt met sem var 3.700 þátttakendur. Flestir hlupu í skemmtiskokki. Sjá síðu 6 HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR Aðal- bláberjaspretta hefur verið með besta móti meðan minna hefur verið um bláber og krækiber. Leiddar eru líkur að því að þurrki sé um að kenna. Birkifeti fer illa með breið- ur af berjalyngi. Sjá síðu 8 TÓNLEIKAR Í KIRKJUNNI Tónelskir landsmenn geta lagt land undir fót og heimamenn glaðst á Stykkishólmi í dag því þar heldur kammersveitin Ísafold tónleika í kirkjunni klukkan fimm síðdegis. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi, segist í viðtali við Fréttablaðið ekki vilja útiloka endurkomu á vígvöll íslenskra stjórnmála þótt hann hafi engin áform uppi um slíkt núna. ▲ SÍÐUR 16 & 17 Útilokar ekki endurkomu MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 22. ágúst 2004 – 227. tölublað – 4. árgangur SÍÐA 20 ▲ Hrikaleg tröll í Steve Gym Menningarnótt: Bjór seldur í plasti LÖGREGLA Áfengi var selt fyrir framan nokkra veitingastaði í mið- borg Reykjavíkur í gær og sýndu barþjónar meðal annars listir með vínflöskur. Bjór í plastglösum til- búinn til að taka með sér sást á borðum og var bjórinn jafnvel á tilboðsverði. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni í Reykjavík er brot á vínveit- ingaleyfi að selja áfengi til að taka með sér af staðnum. Verði uppvíst um slíka sölu verði tekin skýrsla sem síðar fari til meðferðar lög- fræðideildarinnar. Hann segir veitingastöðum hafa verið leyft að selja veitingar út á borð við hlið staðarins en því fylgi að vörunnar sé neytt þar. ■ MENNINGARNÓTT „Veðrið hefur verið yndislegt og ég hefði ekki getað ímyndað mér að svona vel tækist til,“ sagði Sif Gunnarsdótt- ir, verkefnastjóri Menningarnæt- ur sem fram fór í Reykjavík í gær. Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í miðbænum og naut listar, menningar og skemmtunar og telur Karl Steinar Valsson yfir- lögregluþjónn að þegar mest var hafi að minnsta kosti hundrað þús- und manns verið í bænum. Skipuleggjendur voru yfir sig ánægðir með þann fjölda fólks sem safnaðist saman og naut mýmargra skemmtiatriða sem í boði voru vítt og breitt um bæinn. Listamenn af öllum toga mátti finna nánast í hverri götu og ekki skorti leiktæki fyrir smá- fólkið. Umferð var mjög þung þegar líða fór að kvöldi og voru þess dæmi að almenningur legði bílum sínum nálægt Kringlunni og í Hlíðahverfinu og labbaði þaðan niður í miðbæ. Umferðin gekk þó stórslysalaust fyrir sig þrátt fyrir mannfjöldann. Ölvun var ekki áberandi enda sagði lögregla mun meira hafa verið um fjölskyldufólk í þetta sinn en fyrir ári síðan. Lögregla var þó ekki sýnileg þann tíma sem blaða- menn áttu ferð um. Á tveimur stöð- um var áfengi selt á götum úti en slíkt er með öllu óheimilt. Hátíðin kom mörgum erlend- um ferðamönnum verulega á óvart en fjöldi þeirra var einnig í bænum að skemmta sér. ■ SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM á landinu. Hætt við smáskúrum víða, einkum síðdegis. Milt að deginum. Sjá síðu 6 Spænskir ferðamenn á Menningarnótt: Eins og í Barselónu MENNINGARNÓTT „Fyrir utan hita- mismuninn er munurinn í sjálfu sér ekki mikill á þessum hátíðahöldum og svipuðum sem fram fara í Barcelona,“ sögðu þær María og Ju- anela frá höfuðborg Katalóníu á Spáni. Þær skemmtu sér hið besta á Menningarnótt ásamt félögum sín- um og sögðu engan sjáanlegan mun á hátíðahöldunum í miðbænum og sambærilegum hátíðum í heima- borg sinni. „Stemningin er meiri að því leyti að fólk dansar meira og skemmtir sér öðruvísi en þetta hefur verið mjög fínt í Reykjavík í dag.“ ■ Sólkerfið Björk Björk er þekkt fyrir að velja sér samstarfsfólk af mikilli kostgæfni. Það kemur því mikill fjöldi hæfileikafólks að nýju plötunni. En hver gerir hvað? SÍÐUR 22 & 23 ▲ Trúa á sjálfa sig og ískalda lyftingastöngina enda málmurinn og vöðvarnir þungamiðja veruleika þeirra. LISTIN AÐ SMÍÐA ÚR JÁRNI Meðal viðburða á Menningarnótt var járnsmiður sem kynnti gestum og gangandi iðn sína. Tæplega 250 viðburðir voru í boði að þessu sinni. GAMAN SAMAN Menningarnótt kom mörgum ferðamönn- unum þægilega á óvart. Metfjöldi á Menningarnótt Skipuleggjendur og lögregla áætla að hundrað þúsund manns að minnsta kosti hafi komið saman í miðbæ Reykjavíkur á Menn- ingarnótt í gær. Fjöldinn hefur að líkindum aldrei verið meiri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T 01 forsíða 21.8.2004 22:45 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.