Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 15
segja til um hvort hér sé um skamm- tímahik að ræða eða langvarandi leitni. „Ef atvinnuleysið verður áfram þrálátt hlýtur það að letja Seðlabankann til vaxtahækkana, enda erfitt að sjá að verðbólga geti verið viðvarandi við núverandi slaka á vinnumarkaði,“ segir Ásgeir. „Við höfum verið að ganga í gegnum hagræðingartímabil og hluti skýringarinnar liggur í fram- leiðniaukningu í hagkerfinu. Fyrir- tækin hafa getað aukið framleiðslu sína án þess að bæta við sig fólki,“ segir Ólafur Darri. Ásgeir tekur í sama streng og þeir benda einnig á að rót hagvaxt- arins sé stóriðjuframkvæmdir sem auki landsframleiðslu án þess að ráðning Íslendinga hafi komið til. „Ég er ekki enn búinn að átta mig á því hvernig framkvæmdirnar fyrir austan eiga að örva hagvöxt í Reykjavík,“ segir Ásgeir, „þegar þarna er erlent vinnuafl og erlend tæki sem skipað er á land á Reyðar- firði.“ Bitnar á annarri fjárfestingu Ólafur Darri segir að fram- kvæmdirnar fyrir austan hafi áhrif á starfsskilyrði annarra fyrirtækja. Sterk króna veiki samkeppnis- og út- flutningsgreinar. Þetta er það sem hagfræðingar nefna ruðningsáhrif af stórum verkefnum í hagkerfinu. Ásgeir bendir á að hik komi einnig á stjórnendur fyrirtækja við innlend- ar og erlendar vaxtahækkanir. Þá hafi hækkandi hlutabréfaverð og skuldsettar yfirtökur aukið kröfur um hagræðingu í fyrirtækjum, sem dragi úr mannaráðningum. Innlend fjárfesting önnur en í stóriðju er ekki sjáanleg. „Það er alveg sama hvert maður lítur. Öll fyrirtæki í fjárfestingum hafa lýst því yfir að þau hyggist fjárfesta erlendis. Það virðist því sem nýfjárfestingar Ís- lendinga verði flestar í útlöndum,“ segir Ásgeir. Þær fjárfestingar skapa ekki mörg ný störf innan- lands. „Fram til þessa, frá því að til- kynnt var um þessar virkjunarfram- kvæmdir, hefur þróunin verið allt önnur en menn bjuggust við og það verður áfram.“ Ásgeir segir Kára- hnjúkavirkjun handstýrða aðgerð sem hafi áhrif á hagkerfið. „Hún er í engu samræmi við þá þróun sem hefur átt sér stað, úr iðnaði í þjón- ustugreinar. Ísland er ekki iðnaðar- hagkerfi, þar sem vinnuaflið er allt of dýrt hérna. Fiskiðnaðurinn hefur gengið í gegnum hverja aðlögunina á fætur annarri og er samt varla sam- keppnishæfur um vinnuafl. Þegar menn fara að eiga við hagkerfið með handstýrðum aðgerðum ryðja þeir út öðrum störum á móti. Án þess að það séu til neinar rannsóknir á því grunar mig að atvinnuleysi meðal þeirra sem eru sérhæfðir og hafa menntun sé af þessum toga.“ Misgengi framboðs og eftir- spurnar Hækkandi eignaverð bæði fast- eigna og hlutabréfa, auk bjartsýni vegna stóriðjunnar, hefur knúið einkaneysluna áfram. „Ég get ekki séð hvað gerist í efnahagsmálunum í vetur. Það er hins vegar alveg ljóst að einkaneyslan heldur ekki áfram að aukast ef ekki koma aðrir þættir til,“ segir Ásgeir. Hann bendir þó á að oft verði viðsnúningur í atvinnu- lífinu á haustin. Atvinnuleysi hefur oft orðið töluvert meðal iðnaðar- manna þegar kreppir að í samfélag- inu. „Í kreppunni 1992 til 1995 var atvinnuleysið mest meðal ungs fólks með litla menntun,“ segir Ás- geir. Nú er fjölgunin mest í hópi sér- menntaðs starfsfólks, fólks sem nýtist ekki í verðmætasköpun samfélagsins. Það virðist því mis- gengi milli þeirra starfa sem eru í boði og hæfileika og þekkingar þess fólks sem er án vinnu. „Þetta virðist vera fólk sem passar ekki inn í vinnumarkaðinn,“ segir Ásgeir. Atvinnuleysi er alltaf slæmt. Hins vegar er langtímaatvinnu- leysi mikið böl. „Þeir sem eru atvinnulausir lengi geta hreinlega dottið út úr samfélaginu,“ segir Ás- geir. Hann segir breytingar vera að verða á hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mán- uði. Árið 2000 var helmingur þeirra sem voru langtímaatvinnulausir eldri en 50 ára. Nú er hlutfallið 30 prósent. „Það er farið að myndast langtímaatvinnuleysi í öðrum hóp- um, til dæmis í aldurshópnum 15 til 24 ára. Þar var varla til langtíma- atvinnuleysi. Nú eru 7,3 prósent þeirra sem hafa verið atvinnu- lausir í meira en ár í þessum aldurshópi. Við erum líka farin að sjá menntað fólk í hópi atvinnu- lausra sem var ekki áður.“ Kerfisbundið atvinnuleysi Nú eru 730 manns sem hafa ver- ið án vinnu í ár eða meira og Ásgeir segir þann fjölda hafa verið nokkuð stöðugan frá áramótum. Þeim sem hafa verið án atvinnu í meira en sex mánuði eða lengur hefur fjölgað frá áramótum úr 1.399 í 1.643 í júlí. Langtímaatvinnuleysið er mest á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir segir hugsanlegt að hér sé að myndast kerfisbundið atvinnuleysi, þar sem einhver fjöldi fólks sé viðvarandi hornrekur á vinnumarkaði. Langtímaatvinnuleysið er mikið böl þeim sem fyrir því verð- ur en dregur einnig úr hagvexti til lengri tíma, þar sem þetta fólk nýtist ekki til verðmætasköpunar í samfélaginu. Alþýðusamband Ís- lands hefur um skeið varað við þessari þróun. „Við höfðum spáð þessari þróun, án þess að hafa viljað vera of svartsýn,“ segir Ólafur Darri. Hann segir að grípa þurfi til sértækra aðgerða vegna þeirra sem búa við langtímaatvinnuleysi. „Þar koma fyrst upp í hugann þjálfun og menntun. Síðan þarf að huga að atvinnusköpun og atvinnuuppbygg- ingu.“ Viðurkennum vandann Ólafur Darri segir að það verði að hafa í huga að atvinnumál og staða á vinnumarkaði séu eilífðar- mál. „Það hefur borið á því að menn hafa sagt að þetta sé í lagi. Við höfum verið með fjögur til sex þús- und manns án atvinnu á undanförn- um árum og á sama tíma láta menn eins og þetta sé ekkert vandamál.“ Hann segir nauðsynlegt að menn fari að viðurkenna þetta sem vanda- mál. „Við verðum að skoða hvernig við viljum taka á þessu, bæði með atvinnustefnu og hins vegar með sértækum aðgerðum sem beinast að þeim hópum sem hafa verið lengst atvinnulausir. Byggja þá upp, því það sem hefur gerst er að stór hóp- ur sem hefur verið atvinnulaus lengi hefur misst móðinn.“ Ólafur Darri segir að menn verði að hugsa til lengri tíma. Enda þótt atvinnuástand kunni að batna vegna framkvæmdanna muni atvinnuleysi aukast á ný ef ekkert tekur við að þeim loknum. Eitthvað hefur borið á þeirri umræðu að menn séu skráð- ir atvinnulausir og þiggi ekki störf sem eru í boði. Ólafur bendir á að atvinnuleysisbætur hér séu mun lægri en tíðkast í nágrannalöndum okkar. Hann telur að bæturnar verði að hækka. „Það er ekki hægt að halda hér stórum hópi fólks und- ir hungurmörkum á þeirri forsendu að einhverjir misnoti kerfið.“ haflidi@frettabladid.is 15SUNNUDAGUR 22. ágúst 2004 Hagkvæmasta flutningsleiðin fyrir rokkara 25 tonn af rokki! Sími: 505 0400 Fax: 505 0630 www.icelandaircargo.is ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S IF R 24 77 7 0 8/ 20 04 Ísland er sannarlega komið á kortið hjá stærstu rokkstjörnum heims. Aldrei fyrr hafa svo margar stórhljómsveitir sótt Íslendinga heim til tónleikahalds. Hljómsveitum af þessari stærðargráðu fylgja dýrmæt tæki og tól í tonnavís. Þegar mikið er í húfi er leitað til fagmanna í flutningum sem bjóða hagkvæmustu flutningsleiðirnar: Icelandair Cargo. ATVINNULEYSI Í JÚLÍ EFTIR STARFSGREINUM Landbúnaður 66 Fiskveiðar 215 Fiskvinnsla 352 Annar iðnaður og útgáfustarfsemi 566 Veitustarfsemi 10 Mannvirkjagerð 269 Verslun og viðgerðir 903 Hótel og veitingahús 298 Samgöngur og fjarskipti 253 Fjármálaþjónusta 86 Fastei.viðsk./tölvuþj./ýmis þjónusta 404 Opinber stjórnsýsla 437 Fræðslustarfsemi 278 Heilbrigðisþjónusta 437 Önnur þjón./menningarstarfsemi 246 Óskilgreint 292 Samtals 5.112 Heimild: Vinnumálastofnun 14-15 viðskipti 21.8.2004 19:24 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.