Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 22. ágúst 2004 www.worldclass.is JÓGA Ropeyoga Ropeyoga sameinar hug, líkama og sál. Ropeyoga eykur upptöku súrefnis í líkamanum og styrkir kviðinn, miðju líkamans, bætir virkni sogæðakerfisins og beinir orkunni í jákvæðan farveg. Kennari: Brynjúlfur Jónatansson, jógakennari frá Kripalu í Bandaríkjunum. Námskeiðið byrjar 1. september. Jóga á meðgöngu Námskeiðið byggist á styrktar-, teygju- og öndunaræfingum til að auðvelda meðgöngu og fæðingu. Aðaláhersla er lögð á mjaðma- og grindarbotns- æfingar, stöður sem styrkja líkamann, öndunaræfingar og slökun. Kennari: Sólveig Jónasdóttir, jógakennari frá Kripalu í Bandaríkjunum. Námskeiðið byrjar 1. september. Minnum á mömmutíma sem eru opnir tímar ætlaðir nýbökuðum mæðrum og börnum þeirra. Jóga fyrir börn og foreldra Jóga er góð leið til að læra að slaka á, auka líkamsvitundina, styrkja líkamann og næra andann. Jóga getur hjálpað börnum að róa sig niður og taka betur eftir. Skemmtileg og skapandi stund fyrir börn og foreldra. Aldursflokkar: 4-6 ára, 7-9 ára og 10-12 ára. Kennari: Guðrún Arnalds, RCYP kennari í barnajóga. Námskeiðið byrjar 6. september. Námskeiðin standa í átta vikur. Skráning er hafin í síma 553 0000. Takmarkaður fjöldi. Aðgangur í Laugardalslaugina, tækjasali og opna tíma í World Class. Athugið úrval opinna jógatíma á worldclass.is A P a lm an na te ng sl Fyrirtæki bera í raun aldrei skatta Samkvæmt amerísku leiðinni eru velferðarríki með háa skatta og launatengd gjöld talin dæmd til að dragast aftur úr og verða undir í samkeppni á alþjóða- mörkuðum. Rökin eru þau að fjármagnið flýji frá háskatta- löndum og finni sér svigrúm í viðskiptavænna umhverfi. „Við höfum farið þá leið að lækka fjármagnstekjuskatt á fyrirtæki verulega og ég er sammála þeirri stefnu,“ segir Jón Baldvin. „Spurningin um skattbyrði fyrirtækja er hins vegar ekki öll þar sem hún sýn- ist. Fyrirtæki bera í raun aldrei skatta því þau hafa flest við venjulegar aðstæður möguleika á að velta þeim annað hvort yfir á neytendur eða eigendur. Það er því skynsamlegt að spenna þá skatta ekki upp úr öllu valdi því þeir hafa bara ófyrirséð hliðar- áhrif. Spurning er hins vegar hvernig rétt sé að mismuna skattlagningu á tekjur, launa- tekjur versus allra handa fjár- magnstekjur, arðgreiðslur, hlutabréfaeign og þess háttar.“ Getum lært af Eistum Í skattamálum segir Jón Bald- vin að íslensk stjórnvöld geti lit- ið til Eistlands. „Það er dæmi um land sem hefur farið lágskattaleiðina. Eistar eru núna með 26 prósent flatan tekjuskatt og stefna á að lækka hann í áföngum niður í 20 prósent. Ólíkt mörgum öðrum ríkjum skattleggja Eistar fjár- magnstekjur eins og launatekj- ur og mismuna því ekki einstak- lingum eftir því hvort tekjur þeirra eru fyrir vinnu eða vegna arðgreiðslna. Þeir hafa hins vegar engan tekjuskatt á fyrir- tæki ef arðurinn er endurfjár- festur. Þannig hafa þeir inn- byggt í kerfið hvata til að tak- marka útgreiðslu á arði með því að hvetja fyrirtæki til að endur- fjárfesta. Þeir telja þetta vera lykilinn að auknum hagvexti.“ Ósveigjanlegar reglur á vinnumarkaði hafa dregið úr sköpun nýrra starfa á evru- svæðinu og ýtt undir atvinnu- leysi þar, að sögn Jóns Baldvins. Hann segir ástandið í Þýska- landi einkar slæmt vegna þessa. „Ástæðuna fyrir því að Þýskaland er efnahagslega í lamasessi má að hluta rekja til sameiningar Þýskalands. Fram- leiðnin í Austur-Þýskalandi var miklu lægri en stjórnvöld höfðu gert ráð fyrir. Meginástæðan fyrir efnahagslægðinni er hins vegar hversu sköpun nýrra starfa í þýskum iðnaði er feiki- lega dýr. Launin eru mjög há, en há framleiðni í vesturhlutanum stendur undir því, en síðan eru 87 prósenta launatengd gjöld til að standa undir hinum og þess- um velferðargreiðslum. Þetta þýðir að frá sjónarmiði atvinnu- rekendans borgar sig ekki að fjárfesta í nýjum störfum.“ Ágætt samráð á Íslandi Jón Baldvin segir það alveg ljóst að ósveigjanlegar reglur á vinnu- markaði geti haft mjög slæmar afleiðingar á hagsæld. Í sumum sambandsríkjum Þýskalands séu til lög sem beinlínis banni upp- sagnir starfsmanna eða geri þær það erfiðar að það borgi sig ekki fyrir atvinnurekendur að reka fólk úr vinnu eða ráða. Þýska- land sé dæmi um velferðarríki sem hafi farið vitlausar leiðir og skattleggi í raun sköpun nýrra starfa. Hann segir að Finnar hafi farið allt öðru vísi að. „Þegar þeir voru að vinna sig út úr kreppunni var haft samráð við verkalýðshreyfinguna. Gegn því að fara ekki í niðurskurð á velferðarþjóðfélaginu sætti hún sig við að sjá fram á allverulegt atvinnuleysi við umbyltinguna frá gamla iðnaðarþjóðfélaginu yfir í þetta nýja þjóðfélag sem þeir hafa verið að skapa. Hún stóð ekki á móti eins og þýska verkalýðshreyfingin hefur gert.“ Jón Baldvin segir að á Íslandi hafi verið ágætis samráð milli stjórnvalda og verkalýðshreyf- ingarinnar eftir þjóðarsáttina árið 1990. „Sveigjanleiki á íslenska vinnumarkaðnum er miklu meiri en á evrusvæðinu – miklu meiri.“ Hlynntur áminningarfrumvarpinu Á síðasta þingi lagði ríkisstjórn- in fram frumvarp um breyting- ar á lögum um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna. Sam- kvæmt frumvarpinu þarf for- stöðumaður ríkisstofnunar ekki lengur að áminna starfsmann formlega áður en til uppsagnar kemur. Töluverðar deilur urðu um frumvarpið á þingi og sam- tök opinberra starfsmanna mót- mæltu því harðlega. Jón Baldvin segir frumvarpið hins vegar skref í rétta átt. Hann setur spurningarmerki við það hvort stjórnvöld hafi kynnt málið nægilega vel fyrir verkalýðs- hreyfingunni, þ.e. hvaða til- gangi breytingarnar þjónuðu og að þær myndu skila árangri til lengri tíma litið. „Ég var alltaf á móti ævi- ráðningum. Framfarir þjóðfé- lagsins eru háðar breytingum. Það verður að vera hægt að inn- leiða breytingar. Ef þröskuldar og girðingar eru reistar verður stöðnun.“ Íslensk pólitík of persónugerð Þegar Jón Baldvin er spurður út í stöðu íslenskra stjórnmála í dag er fátt um svör. „Ég vil lítið tjá mig um íslensk stjórnmál að sinni umfram það að ég náttúrlega fylgist með þeim. Ég ber þau saman við það póli- tíska umhverfi sem ég bý nú við í Finnlandi. Í Finnlandi er stjórn- málaástandið mjög stöðugt. Fylgi flokka breytist nánast ekkert. Mál eru yfirleitt rædd afskaplega mál- efnalega og pólitíkin er lítið per- sónugerð. Þar er óhemjumikið af sérfræðingum og stofnunum sem skila skýrslum og álitsgerðum. Umræðan fer fram á grundvelli athugana og staðreynda. Þar eru engin væniviðbrögð, taugavið- brögð eða geðshræringarvið- brögð. Pólitíkin er ekki persónu- gerð. Menn eru ekki að ata hvern annan auri með persónulegum ávirðingum. Þetta er munurinn á finnskum og íslenskum stjórn- málum.“ Aðspurður um það hvaða álit hann hefði á ráðherrastólaskipt- um Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks og fjölmiðlamálinu sagðist hann ekkert vilja tjá sig um þau. Jón Baldvin, sem hefur verið sendiherra í Bandaríkjunum og nú í Finnlandi í sjö ár segir að sendiherratíð sinni fari senn að ljúka, þó hann viti ekki nákvæm- lega hvenær. „Þá kem ég heim og ég hlakka til.“ Útilokar ekki að fara í pólitík á ný Þegar Jón Baldvin er spurður hvort hann hyggist koma aftur inn í íslensk stjórnmál segir hann: „Ég hef engin áform uppi um það. Ég vil samt ekki útiloka neitt, ég finn mér eitthvað að gera.“ Aðspurður hvort hann sjái ein- hvern pólitískan vettvang fyrir sig á Íslandi segir hann Samfylk- inguna vera þann vettvang. „Ég er jafnaðarmaður og Sam- fylkingin er jafnaðarflokkur.“ ■ nntun á Íslandi FRAMFARIR ERU HÁÐAR BREYTINGUM Jón Baldvin segir frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna skref í rétta átt. Samkvæmt frumvarpinu þarf forstöðumaður ríkisstofnunar ekki lengur að áminna starfsmann formlega áður en til uppsagnar kemur. 16-17 helgarefni jón baldv copy 21.8.2004 19:33 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.