Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 22
Mike Patton Fyrrum söngvari Faith No More sem kom hingað til lands og hitaði upp fyrir Korn ásamt hljómsveit sinni Fantomas. Hann er þekktur fyrir raddtilraunir sínar, eins og gestir tónleikanna fengu að kynnast. Getur hvæst eins og köttur, framið alls kyns undrahljóð með munninum og hefur breitt raddsvið. 22 22. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Einn af hæfileikum Bjarkar Guðmunds- dóttur er hversu vandlega hún velur samstarfsfólk sitt. Hún hefur gott nef fyrir hæfileikafólki og nýtur þess að vinna með öðrum. Í gegnum tíðina hafa samstarfsmenn Bjarkar ekki verið þekktir tónlistarmenn, heldur frekar til- raunaglatt fólk í sínum geira sem hefur náð að skapa sér nafn á meðal þeirra sem eru með puttann á púlsinum. Björk virðist yfirleitt skapa sér ramma áður en hún byrjar að vinna plöt- ur sínar, leikreglur sem hún svo fylgir eftir en endar svo alltaf með því að svindla örlítið. Rammi nýju plötunnar, Medúlla, er að vinna einungis með munninum. Rödd- um, og þeim hljóðum sem mannskepnan getur mögulega framkallað með þessu líffæri. Þannig leitar hún nú til sérfræð- inga á þessu sviði sem hafa þróað með sér getu sem er ekki á allra færi. En hvaða fólk er þetta, hvað er það að gera á plötunni og hvaðan kemur það? Raddir Medúllu Valgeir Sigurðsson Hefur starfað með Björk frá því hún gerði Selmasongs, kvikmyndatónlistina við Lars Von Trier-myndina Dancer in the Dark. Hann er hljóðupptökurmaður og forritari á plötunni. Valgeir var hér áður fyrr liðsmað- ur í sveitinni Birthmark, sem hét upphaf- lega Orange Empire. The London Choir Stærðarinnar kór frá London, sem syngur með í nokkrum lögum. Magga Stína Ein af betri vinkonum Bjarkar fékk það hlutverk að finna söngvara í íslenska kórinn og raða honum saman. The Icelandic Choir Karl Olgeirsson, Elfa Ingvadóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir, Hugrún Hólmgeirsdóttir, Inga Harðardóttir, Kristín Erna Blöndal, Anna Hinriks- dóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Arngerður María Árnadóttir, Guðrún Finnbjarnardóttir, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Jónína Guðrún Kristjáns- dóttir, Björn Thorarensen, Þorbjörn Sigurðsson, Guðmundur Vignir Karlsson, Gísli Magna, Benedikt Ingólfsson, Hafsteinn Þórólfsson, Hjálmar Pétursson, Þorvaldur Þorvaldsson og Örn Arnarson. Matmos Rafdúettinn frá San Francisco sem gerði flesta taktana á síðustu plötu Bjarkar, Vespertine. Matmos lék líka undir hjá henni á síðustu tónleikaferð. Hlutverk dúettsins á Medúllu er að taka við upptökunum, radd- og búkhljóð- unum sem flest eru gerð með munninum, og forrita þau í takta eða undrahljóð. Jakobína Sigurðardóttir Höfundur hins gullfallega texta Vökuró. Razhel Rappari og liðsmaður í hiphopsveitinni The Roots. Hann er einnig þeim hæfileikum gæddur að geta gert flotta takta með munninum einum saman. Svokallað mennskt bítbox og hefur gefið út sólóplötur þar sem hann gerir takta, bassalínur og aukahljóð, allt í einu! Í nokkrum lögum Medúllu sér Razhel alfarið um bítið. Robert Wyatt Fyrrum trommuleikari bresku list- arokksveitarinnar The Soft Machine. Hóf sinn eigin sólóferil í upphafi áttunda ára- tugarins. Hefur allsérstæða og brothætta tenór rödd og skartar ótrúlega fallegri falsetturödd. Syngur dúett með Björk í lag- inu drungalega Submarine. Mark Bell Upptökustjóri sem hefur komið eitthvað við sögu á flestum plötum Bjarkar. Aðstoðaði Björk við upptökustjórn á þessari plötu. Olivier Alary Raftónlistarmaður sem er ann- ar hluti rafdúettsins Ensemble sem gaf út plötuna Sketch Proposals árið 2000. Björk hef- ur greinilega líkað það sem þar var á boðstólum. Olivier sér um forritun í nokkrum lög- um plötunnar. Jórunn Viðar Höfundur lagsins Vökuró sem Björk tekur upp á sína arma á plötunni ásamt íslenska kórnum. Shlomo Nær óþekktur breskur bítboxgæi sem gerir taktinn við Oceania, lagið sem Björk frumflutti á opnunar- hátíð Ólympíuleikanna. Hann er ungur og efnileg- ur og ekki með plötusamning ennþá. Tagaq Grænlensk söngkona sem kemur þó nokkuð við sögu á plötunni. Hefur ótrúlega rödd og styðst við aldalanga sönghefð inúíta, sem nota hálsinn á annan hátt en gengur og gerist al- mennt. Hljómar stundum eins og andardráttur úr hálsi í miðju asmakasti. Þetta er notað á mjög skapandi og magnaðan hátt. Tagaq sem- ur svo lagið Ancestors. e e cummings Vitnað er í tvö ljóð skáldsins í lag- inu Sonets/Unrealities XI. Texta- brotin eru úr ljóðunu It May Not Always Be So og And I Say. Nico Muhly Ungur píanóleikari sem kemur við sögu í Oceania þar sem hann stjórnar raddsömplum með sérstökum hljómborðsleik sínum. Dokaka Japanskur bítboxtónlistarmaður sem er þekktastur fyrir að endurgera þekkt lög og útsetja með munninum einum saman. Útkoman er oftast mjög spaugileg. Það er auðvelt að tapa sér á heimasíðu hans dokaka.com. Þar má meðal annars heyra hann taka Smells Like Teen Spirit eftir Nirvana í ótrúlegri útgáfu. Sjón Hefur samið fjölda texta fyrir Björk á ferli hennar og bætir nú einum í safnið, Oceania. Sögumaður textans er hafið sem hefur fylgst með þróun mannna í gegnum árþúsundin, án þess að skipta þeim niður í lönd, kynþætti eða trúar- hópa. Textinn er saminn sérstaklega með anda Ólympíuleikanna í huga. Gregory Purnhagen Titlaður sem mannleg básuna á einu lagi plöt- unnar. Purnhagen hefur þann sérstaka hæfi- leika að herma eftir hinum ýmsu hljóðum með munninum. Hefur m.a. unnið með hinu sérvitra tónskáldi Phillip Glass. Hrafnhildur Árnadóttir Bjó til hárskúlptúrinn sem Björk ber á kápu plötunnar. Mark „Spike“ Stent Samstarfsmaður Bjarkar til langs tíma, hljóðblandar nýju plötuna, eins og svo mörg af fyrri verkum hennar. 22-23 helgarefni björk 21.8.2004 20:20 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.