Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 50
ÓLYMPÍULEIKAR Sænska sjöþrautar- konan Caroline Klüft tryggði sér glæsilegan sigur í sjöþraut í gær en þessi 21 árs gamla íþróttakona frá Borås bætti Ólympíugullinu við heimsmeistaratitla sína innan- og utanhúss frá því í fyrra. Klüft var rétt við það að brjóta 7.000 stiga múrinn, hlaut alls 6.952 stig, en hún er aðeins ein þriggja kvenna sem hefur afrekað það, gerði það þegar hún vann heimsmeistaratitilinn í fyrra. Kluft vann sjöþrautina með 517 stiga mun sem eru ótrúlega miklir yfirburðir. ÓLYMPÍULEIKAR Fram undan er stærsta kvöld ævinnar hjá fim- leikakappanum Rúnari Alexand- erssyni er hann keppir í úrslitum á bogahesti. Upphaflega takmarkið hjá Rúnari var að komast í úrslit í fjölþraut en hann gerði ekki ráð fyrir því að komast í úrslit á boga- hesti enda komast aðeins átta bestu áfram þar. Hann fór aftur á móti á kostum á bogahestinum í undankeppninni, fékk 9,737 í ein- kunn sem dugði honum til þess að komast í úrslit. Frábær árangur. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti Rúnar í Ólympíuþorpinu fyrir nokkrum dögum síðan og hann var gríðarlega vel stemmd- ur. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum hefði liðið er hann var kominn í úrslitin. Fannst ég vera heppinn „Mér fannst ég vera heppinn og það mjög heppinn. Þetta var samt eitt besta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég hef aðeins einu sinni áður gert betur,“ sagði Rúnar af einstakri hógværð en ætli hann hafi ekki verið ánægð- ur með æfinguna sína á bogahest- inum? „Jú, en þetta var ekki fullkom- ið,“ sagði Rúnar og þjálfari hans, Guðmundur Þór Brynjólfsson, skaut því inn í að þegar þeir hefðu séð hvað það væru háar einkunnir á bogahestinum hefðu þeir ákveð- ið að taka ekki mikla áhættu og keyra frekar öruggar æfingar en erfiðar. Gera sömu æfingu betur Rúnar ætlar að gera sömu æf- ingar í úrslitunum í kvöld en bara betur. Hann telur sig eiga meira inni. „Ég er alveg viss um að ég á meira inni og get gert betur. Það þarf að fínpússa nokkra hluti í æf- ingunum. Draumurinn hjá mér er að vinna gull og ég hef fulla trú á því að ég geti unnið gullverðlaun hérna,“ sagði Rúnar kokhraustur en telur þjálfarinn að það sé virki- lega möguleiki að Rúnar geti unn- ið gullið? „Við þurfum að gera eins vel og við getum og aðrir þurfa að gera ekki eins vel og þeir geta. Þetta er bara spurning um að hitta rétta daginn þar sem allt gengur upp. Getan er til staðar. Það er ekki spurning. Hausinn er líka í lagi þannig að það getur allt gerst,“ sagði Guðmundur Þór. henry@frettabladid.is 30 22. ágúst 2004 SUNNUDAGUR ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Matthew Pin-sent vann sín fjórðu gullverðlaun í röð á Ólympíuleik- unum þegar breska liðið sigraði í ferær- ingi. Bretar og K a n a d a m e n n komu, að því er virtist, hnífjafnir í mark og þurftu dómarar að styðjast við myndbandsupptöku af atvikinu til að skera úr um hverjir hrepptu gullið. Gríðarleg fagnaðarlæti brut- ust út meðal Breta þegar úrslitin voru tilkynnt en Kanadamenn voru skiljanlega svekktir að sjá á eftir fyrsta sætinu. Búið er að víkjaþremur dómur- um fimleikakeppn- innar á Ólympíu- leikunum úr starfi. Það var Alþjóðafim- l e i k a s a m b a n d i ð sem tók þessa ákvörðun eftir að Suður-Kóreumenn höfðu kært störf dómara í fjölþraut karla. Gáfu dómararnir kóreskum keppanda of fá stig sem varð til þess að Bandaríkjamaðurinn Paul Hamm fór með sigur af hólmi. Með þessu viðurkennir fimleikasambandið að dómararnir hafi gert mistök en úrslit fjölþrautarkeppninnar munu þó standa óbreytt. Franska kvennalandsliðið í hand-bolta er komið í 8 liða úrslit eftir að hafa lagt lið Angóla að velli, 29- 21. Frakkar komust í 10-2 á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og höfðu sex marka forystu í hálfleik. Pecqueux Rolland var markahæst í franska liðinu með átta mörk. Lið Angóla eygir enn möguleika á að komast í úrslitin en það er að duga eða drepast fyrir liðið í síðasta leik undankeppninar, gegn Dönum á morgun. Landslið Nýja-Sjá-lands í körfuknattleik kom firnasterku liði Argentínumanna í opna skjöldu í fjör- ugum leik þar sem hinir síðarnefndu báru sigur úr býtum, 98-94. Luis Al- berto Scola, miðherja Argentínu- manna, fannst mótspyrna Nýsjá- lendinga skemmtileg. „Liðið kom skemmtilega á óvart og sýndi að maður á aldrei að vanmeta and- stæðing sinn. Leikmenn liðsins léku af mikilli tilfinningu og við náðum sem betur fer að halda einbeiting- unni og halda fengnum hlut. Við erum ánægðir með að vera komnir í átta liða úrslit,“ sagði Scola og bætti við að keppnin hefði verið með skemmtilegasta móti. Allt bendir til aðþ j á l f a r i n n Christos Tsekos beri ábyrgð á lyfja- misnotkun grísku spretthlauparanna Kostas Kenteris og Katerinu Thanou, sem eru talin hafa sviðsett bílslys til að sleppa við lyfja- próf. Alls fannst 641 kassi af efedríni í skemmu sem Tsekos notaði til æf- inga. Málið er litið mjög alvarlegum augum í Grikklandi. Ætla að vera inni á topp tíu Jón Arnar Magnússon hefur keppni í tuþrautinni í Aþenu í dag. ÓLYMPÍULEIKAR Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon er mættur til Aþenu og hann hefur keppni í tugþrautinni í dag. Jón Arnar er kominn á seinni stig síns ferils og Ólympíuleikarnir í Aþenu verða hans síðustu leikar. Það var gott hljóð í Jón Arnari þegar við hittum hann í blíðunni í Ólympíuþorpinu. „Ég er í mjög fínu standi. Ég hef ekkert verið meiddur í langan tíma, sem er alveg frábært. Það er mikill kostur að geta loksins mætt á mót án þess að vera að glíma við einhver meiðsli,“ sagði Jón Arnar en hann mætti síðast á stórmót al- gjörlega heill heilsu árið 1998 þannig að það var kominn tími á að lukkan léki aðeins við hann. „Það fór heldur betur að halla undan fæti eftir það,“ sagði Jón Arnar kíminn. Alls taka 42 keppendur þátt í tugþrautinni og Jón Arnar hefur sett sér skýr markmið fyrir leik- ana. „Ég væri mjög ánægður með tíunda sætið og tel það vera raun- hæft. Allt fyrir ofan það væri síð- an bónus,“ sagði Jón Arnar, sem hefur átt í nokkrum vandræðum með klára þrautir á stórmótum síðustu ár. Ætli eitt af takmörkunum í Aþ- enu sé að komast loks í gegnum heila þraut? „Það hefur verið helst út af þessum blessuðu meiðslum sem hafa alltaf verið að spilla fyrir. Nú er ekkert þannig í gangi og það er í rauninni ekkert mál að klára þraut þegar maður er heill og því stefni ég ótrauður á að klára þetta mót,“ sagði Jón Arnar, sem er ánægður með hvernig undirbúningur fyrir mótið hefur gengið. „Æfingarnar hafa gengið rosa- lega vel, þetta hefur allt verið að koma núna síðustu vikuna svo að þetta lítur bara vel út.“ Eins og áður segir verða þetta síðustu ólympíuleikar Jóns Arnars en hann er samt ekkert á því að hætta strax öllu sprikli. „Ef mér gengur vel núna kemst ég inn á EM innanhúss og það væri gaman að taka það því mér hefur alltaf gengið vel á innahússmótunum. Eftir það fer ég kannski aðeins að slaka á,“ sagði Jón og brosti breitt. Eins og svo oft áður er Jón Arnar búinn að safna myndarlegu skeggi fyrir stórmót. Eftirminni- legt er þegar hann litaði skeggið í íslensku fánalitunum á ÓL í Atlanta 1996 en ætlar hann að endurtaka leikinn núna? „Nei, það var svo helvíti vont á bragðið að ég geri það ekki aftur. Ég mun annað hvort mæta til leiks með þetta skegg eða ég raka allt af. Bæði skeggið og hárið. Það er aldrei að vita hverju ég tek upp á,“ sagði Jón Arnar Magnússon glaðbeittur. henry@frettabladid.is 6952 STIG HJÁ KLÜFT Hin sænska Caroline Klüft vann glæsilegan sigur. LÉTTUR Á ÞVÍ Jón Arnar Magnússon er sáttur við það að vera laus við öll meiðsli fyrir tugþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í Aþenu en hún hefst í dag. RÚNAR KEPPIR UM GULLIÐ Í KVÖLD Rúnar Alexandersson keppir til úrslita á bogahesti í kvöld á Ólympíuleikunum í Aþenu en hann er í átta manna úrslitum eftir frábærar æfingar í undankeppninni. Hér sést hann í æfingum sínum á tvíslánni. Stefni á að vinna gullið Rúnar Alexandersson er hvergi smeykur fyrir úrslitakeppnina á bogahesti sem fer fram í kvöld. Frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Aþenu byrjuð: Klüft vann yfirburðasigur Bandaríska draumaliðið: Enn eitt tapið ÓLYMPÍULEIKAR Bandaríska körfu- boltalandsliðið, svonefnt drauma- lið, tapaði með fjórum stigum fyrir Litháen í gær, 94-90, eftir að hafa lengstum haft forustuna í leiknum. Litháar skoruðu 13 þrista í leiknum og fyrirliði þeirra Sarunas Jasikevicius skoraði 7 þeirra og alls 28 stig. Richard Jefferson skoraði mest, 20 stig, fyrir bandaríska liðið og Tim Duncan kom næstur með 16 stig. Litháar hafa unnið alla fjóra leiki sína á leikunum en Banda- ríkjamenn eru í 3. sæti í riðlinum með tvo sigra og tvö töp. Michael Phelps: Átta verðlaun ÓLYMPÍULEIKAR Bandaríski sund- maðurinn Michael Phelps skráði nafn sitt á spjöld sögunnar með því að verða fyrsti sundmaðurinn til þess að vinna átta verðlaun á einum og sömu leikunum. Phelps vann áttundu verðlaun sín og sjötta gullið þó án þess að keppa þegar félagar hans í boð- sundssveitinni unnu 4x100 metra fjórsund. Phelps keppti með í undanrásum og fær því gull. Phelps vann fjögur einstak- lingsgull sem er met, 2 brons og svo 2 gull með boðsveitum Bandaríkjanna. Hann ætlaði sér þó að vinna átta gull en tókst ekki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R 50-51 (30-31) sport sun 21.8.2004 20:58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.