Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 53
ÓLYMPÍULEIKAR Þórey Edda Elísdótt- ir þurfti aðeins að stökkva 4,40 metra í Aþenu í gær til þess að komast í úrslit í stangarstökki kvenna. Það gerði hún með glæsi- brag í fyrstu tilraun en það tók hana samt smá tíma að komast í gang í dramatískri keppni. Þórey felldi 4,15 metra illa í fyrstu tilraun og komst síðan yfir 4,30 metra í þriðju og síð- ustu tilraun. Óvæntustu tíðindin í stangarstökkinu í gær voru þau að Ólympíumeistarinn, Stacy Dragila, féll mjög óvænt úr leik en hún felldi 4,40 metra í þrí- gang. Það var sælubros á Þóreyju Eddu þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana á Ólympíuleikvanginum aðeins nokkrum mínútum eftir að hún komst í úrslit. Kom ekkert annað til greina „Mér líður alveg ótrúlega vel og það er ekki hægt að lýsa þessu. Stemningin og allt í kringum þetta og svo spennu- fallið sem kemur þegar ég fæ það staðfest að ég sé komin í úr- slitin. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum,“ sagði Þórey Edda, sem var mjög nálægt því að falla úr keppni í 4,30 metra en taugarnar héldu og hún vippaði sér yfir þá hæð í lokatilraun. Það kveikti greini- lega í henni því hún fór skömmu síðar laglega yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. „Það kom ekki annað til greina en að fara yfir. Það tók smá tíma að komast í gang því brautin er mjög hröð og stokkur- inn er dýpri en vanalega. Þar af leiðandi virka stangirnar öðru- vísi eins og sást í keppninni í dag því það var mikið um klúður. Ég fann síðan réttu formúluna í þriðju tilraun í 4,30 og þá small þetta hjá mér,“ sagði Þórey Edda en það var mikið vesen á stang- arstökkssvæðinu í gær og þessi vandræði leiddu til þess að Þórey fékk aðeins eitt upphitun- arstökk. Til að toppa klúðrið enduðu of margar stelpur í úrslitunum, fjórtán en áttu bara að vera tólf, og var mistökum skipuleggj- enda um að kenna. Þóreyju Eddu var nokk sama um það. „Það var eins og þeir hefðu ekki unnið við stangar- stökk áður. Ég var bara fegin að þurfa ekki að stökkva aftur og það breytir litlu þó við verðum fjórtán. En vonandi verður skipulagið betra í úrslitunum. Þeir hljóta að hafa lært af þessu.“ Allt mjög opið Þórey Edda sagði við undir- ritaðan daginn fyrir keppni að upphaflegt takmark hennar væri að komast í úrslit og ef það tækist ætlaði hún að setja sér ný markmið. „Við sjáum það bara núna að þetta er mjög opið. Það verður mikil barátta um sæti og hver sem er gæti tekið þriðja sætið þar sem Stacy er dottin út en efstu tvö sætin eru frátekin. Ég held að það sé klárt. Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt fyrir ofan það yrði bónus,“ sagði Þórey Edda hamingjusöm og hver veit nema hún verji brons- ið hennar Völu í úrslitunum. henry@frettabladid.is 3322. ágúst 2004 SUNNUDAGUR OPIÐ ÚTBOÐ Standsetning Hótels að Pósthússtræti 2 og Tryggvagötu 28 Heimshótel ehf. óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við innréttingu á nýju hóteli í hjarta Reykjavíkur. Verkið er fólgið í því að breyta húsi Eimskipafélagsins að Pósthússtræti 2 og aðliggjandi húsnæði að Tryggvagötu 28 í 70 herbergja hótel. Útboðið nær til endurbóta og endurinnréttingar húsnæðis að Pósthússtræti 2. Mikið af núverandi innréttingum verða nýttar áfram og er inngripi í byggingu haldið í lágmarki. Í kjallara húsnæðis verða stoðrými eins og geymslur, skrifstofur, eldhús o.s.frv., á 1. hæð verður móttaka, veitingastaður og setustofa en á hæðum 2.-5. verða innréttuð hótelherbergi. Á þakhæð verða tæknirými. Einnig nær útboðið til endurnýjunar á Tryggvagötu 28 en þar er um að ræða heildarendurnýjun á öllum innréttingum þar sem núverandi innréttingar verða meira og minna allar fjarlægðar. Í kjallara verða geymslur, á 1. hæð verður leigurými og á hæðum 2.-4. verða innréttuð hótelherbergi. Einnig er innifalið í útboði utanhússviðhald og tengingu húsanna tveggja með broti fyrir gönguhurð. Lausar innréttingar ásamt tækjum eru ekki innifaldar í þessu útboði. Helstu kennistærðir eru: Pósthússtræti 2 Kjallari 600 m2 1. hæð 530 m2 2.-5. hæð 575 m2 Þakhæð 142 m2 Brúttó gólfflötur 3.572 m2 Tryggvagata 28 Kjallari 305 m2 1. hæð 285 m2 2.-3. hæð 217 m2 4. hæð 199 m2 Brúttó gólfflötur 1.223 m2 Samtals brúttóflötur húsnæðis 4.795 m2 Framkvæmdir munu standa yfir frá 10. september 2004 til 20. mars 2005. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar ehf. Borgartúni 20, 105 Reykjavík, f.o.m. mánudeginum 23. ágúst kl. 13.00. Gögnin sem eru á rafrænu formi verða seld á 5.000 kr. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en mánudaginn 6. september 2004 kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.  15.05 Enska knattspyrnan á Skjá 1. Bein útsending frá leik Arsenal og Middlesbrough.  15.45 Ólympíuleikarnir 2004 á Sýn. Strandblak kvenna.  16.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Upphitun fyrir leik Ís- lands og Rússlands í handbolta sem hefst klukkan 16.30.  16.45 Landsbankadeildin á Sýn. Bein útsending frá leik FH og ÍA.  18.55 Ólympíuleikarnir 2004 á Sýn.Útsending frá leik Bandaríkj- anna og Grikklands í körfubolta karla.  19.55 Ólympíuleikarnir 2004 á Sýn. Strandblak kvenna.  20.45 Íslensku mörkin á Sýn.  21.15 Ólympíuleikarnir 2004 (Þýskaland - Frakkland). Útsend- ing frá leik Þýskalands og Frakk- lands í handbolta karla.  21.55 Ólympíukvöld á RÚV. Í þættinum er fjallað um helstu viðburði á Ólympíuleikunum í Aþenu. Umsjón hefur Logi Berg- mann Eiðsson.  22.25 Fótboltakvöld á RÚV. Sýnt úr leikjum í 15. umferð Íslands- mótsins.  22.45 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá úrslitum á ein- stökum áhöldum í fimleikum.  22.55 Hnefaleikar á Sýn. Jer- main Taylor og Alex Bunema mætast.  00.15 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt af keppni dagsins. Þórey Edda inn í úrslit Þórey er ein af 14 í úrslitum en Ólympíumeistarinn Dragila er úr leik. EINBEITT INN Í ÚRSLIT Þórey Edda stekkur í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R 52-53 (32-33) sport sun 21.8.2004 22:04 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.