Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 62
Hvernig ertu núna? Þreytt en glöð. Hæð: 1.71 (eða því held ég fram). Augnlitur: Grágrænn. Starf: Verkefnisstjóri viðburða hjá Höfuð- borgarstofu. Stjörnumerki. Tvíburi. Hjúskaparstaða: Í sambúð. Helstu afrek: Það nýjasta var í gær. Helstu veikleikar: Þolinmæði og léttlyndi. Helstu kostir: Þolinmæði og léttlyndi. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fréttir og Kastljós. Uppáhaldsmatur: Kínverskur réttur með nautakjöti og hrísgrjónum sem maðurinn minn býr til. Gæti borðað hann í öll mál. Uppáhaldsveitingastaður: 101. Uppáhaldsborg: Reykjavík – augljóslega. Uppáhaldsíþróttafélag: Þetta er snúið. Mestu vonbrigði lífsins: Ég man í alvöru ekki eftir neinum í svipinn. Áhugamál: Skemmtilegt fólk. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikkona og rithöfundur. Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar mér var skipað úr lest á Interrail-ferðalagi um miðja nótt. Hver er kynþokkafyllstur? Men in uni- form. Trúir þú á álfa? Aldrei hitt neinn – held ég. Hvaða dýr myndir þú helst vilja vera? Einhver fugl með stórt og mikið vænghaf. Áttu gæludýr? Já. Besta kvikmynd í heimi: Casablanca. Besta bók í heimi: Ódauðleikinn eftir Kundera. Næst á dagskrá: Samgönguvika og bíl- lausi dagurinn í september. Skipuleggur MenningarnæturBakhliðin Á SIF GUNNARSDÓTTUR Sýningin Draught/Trekkur sem er samsýning tólf breskra listamanna var opnuð í Græna sal KlinK og BanK í gær. Sem forskot á sæluna var boðið til foropnunar á föstu- daginn og mætti þar fjöldi manns. Meðal gesta var Dorrit Moussaieff og lét hún vel af því sem bar fyrir augu. Þeir sem eiga verk á sýning- unni eru þau Ólöf Björnsdóttir, sem hafði milligöngu um sýning- una, Patricia Ellis, Vinita Hassard, Ulli Knall, Tonico Lemos Auad, Cedar Lewisohn, Goska Macuga, Caroline McCarthy, Eline Mc- George, Jeroen Offerman, Saki Satom, David Waterworth og Neil Zakiewicz. Allir listamennirnir hafa sýnt verk sín víðs vegar um heim, en búa og starfa í London, fyrir utan Jeroen Offerman sem býr nú í Hollandi. Í tilefni sýningarinnar mun Marcus Verhagen listfræðingur halda fyrirlestur í KlinK og BanK klukkan 16 í dag um sýninguna. Veislu dagsins lýkur ekki með þeim fyrirlestri því kletschmer- hljómsveitin Schpilkas, með þeim Hauki Gröndal og Helga Sv. Helga- syni, mun halda tónleika í KlinK og BanK í kvöld klukkan 21.30. ■ Trekkur breskra listamanna SIF BJÖRNSDÓTTIR, NÍNA MAGNÚS- DÓTTIR ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR OG DORRIT MOUSSAIEFF Verk tólf breskra listamanna eru nú til sýnis í Græna sal KlinK og BanK gallerí í Brautarholti. 22. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Söngskóli fyrir allar konur Skólastjóri Margrét J. Pálmadóttir Innritun frá 23. ágúst kl. 15 –19 virka daga Kennsla hefst 13. september Einsöngsdeild Allir aldurshópar Unglingadeild 12 -17 ára Stakir söngtímar (karlar velkomnir!) tónfræði – tónlistarsaga - undirleikur Stúlknakór Reykjavíkur Kór I syngjandi forskóli Stúlkur fæddar ´97-´99 Kór II Stúlkur fæddar ´92-´96 Kór III Stúlkur fæddar ´87-´91 Kórskóli kvenna Undirbúningsdeild kór/einsöngur Gospelsystur Reykjavíkur Inntökupróf 8. sept. kl. 16-19 Vox Feminae Inntökupróf 8. sept. kl. 16-19 Domus Vox ehf. Skúlagata 30,101 Reykjavík. Sími 511-3737 Fax 511-3738 www.domusvox.is netfang: domusvox@domusvox.is ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 The Velvet Underground. Nærri þriðjungur þjóðarinnar. Birkifeti. Örlögin höguðu því þannig að ég mætti örlítið of seint á tónleika Lou Reed. Það er að segja að ég gekk seinna inn í salinn en hann. Hafði verið fyrir utan að bíða eftir félög- um mínum og lent á spjalli við hina og þessa, án þess að hafa neinar áhyggjur af því að kappinn væri byrjaður. Það var kannski merki þess að ég var ekkert sérstaklega spenntur. Hitti strák fyrir utan sem vann við það að redda Lou Reed kræsingum baksviðs. Hann sagði mér að Lou hefði heimtað að fá kaffi frá Starbucks og ekkert annað. Til allrar lukku var hægt að tala flug- freyju frá Flugleiðum til þess að kippa því með sér frá New York. Hvernig þau héldu því heitu allan þennan tíma er mér hins vegar hulin ráðgáta. Þegar ég svo gekk inn í Höllina var ekki hægt að heyra að hann væri byrjaður. Tónlistin var það lágstemmd að hún heyrðist varla frammi. Reed þykir greinilega vænt um hljóðhimnur okkar. Pollrólegur rokkhundur Mætingin var góð, gott ef það var bara ekki uppselt. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég gekk í salinn var það að Lou hafði látið setja upp tvo stærðarinnar skerma við sitt hvorn enda sviðsins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé það í Laugar- dalshöll og það svínvirkaði. Þegar ég tók viðtal við Lou Reed fyrir nokkrum vikum síðan sagði hann mér að hann eyddi minnst tveimur klukkustundum á dag í að hugleiða. Það útskýrir kannski hversu afslappaður hann er? Get ekki ímyndað mér að þessi maður missi nokkurn tímann stjórn á skapi sínu. Ja, nema kannski þegar hann fær ekki kaffi frá Starbucks? Lou Reed renndi sér í gegnum lögin eins og ekkert væri auðveld- ara. Allir slógu mjög létt á hljóðfæri sín og í lágstemmdustu köflunum var vel hægt að tala við næstu manneskju við hliðina án þess að þurfa hækka málróminn. Lou virtist sæll og glaður. Stemningin yfir hjómsveitinni var eins og hún væri nýkomin úr tveggja tíma gufubaði. Allir svo nettir á því og skælbrosandi að þeir smituðu vellíðan út frá sér. Þetta voru ekki tónleikar sem ýttu undir bjórdrykkju eða partístand. Betra hefði verið að raða upp Lazyboy- stólum á gólf Hallarinnar og leyfa fólki að sökkva í sófann og njóta innri kyrrðar Lou og félaga. Aldrei hafa stúkumiðar í Laugardalshöll verið jafn verðmætir. Þessi ró bitn- aði örlítið á flutningnum, því lögin hefðu stundum mátt vera flutt af meiri innlifun. Ég ætla ekki að þykjast þekkja nýrra efni Lou og það var kannski þess vegna sem ég átti oft erfitt með að tengja. Ég hafði gaman af því hvernig hann endurútsetti nokk- ur af eldri lögum sínum, sérstak- lega var flott útgáfan af Velvet Und- erground-laginu Venus in Furs. Þar fékk sellóleikarinn að njóta sín með nokkurra mínútna löngu sólói. Gott ef ég fann ekki fyrir smá vott af gæsahúð renna upp eftir bakinu á því augnabliki. Bestu lögin geymd fyrir uppklappið Önnur eldri lög voru flutt á þreytt- ari hátt. Rödd Lou hljómar náttúr- lega frá náttúrunnar hendi eins og kappinn hafi verið vakandi í 10 daga. Mér finnst það heillandi, en ég get ómögulega skilið af hverju hann getur bara ekki sungið söng- línurnar eins og þær eru á plötun- um. Þær eru mun fallegri en þeir útúrdúrar sem hann fer stöðugt í. Þetta eyðilagði t.d. þá ánægju að heyra hann flytja lagið Sweet Jane. Lou er stórkostlegur laga- og texta- höfundur en ég verð að viðurkenna að oftast hef ég heillast meira af lögum hans þegar aðrir en hann flytja þau. Útgáfa Cowboy Junkies af Sweet Jane er miklu betri en hans eigin, og þá fær lagið fyrst að njóta sín. Lou var betri eftir uppklapp og þá færðist örlítið meira fjör í leik- inn, en bara örlítið. Þá skellti hann sér í slagarana. Byrjaði á Satellite of Love og fór svo beint í hið stór- kostlega lag Perfect Day. Áhorfend- ur tóku undir, og þá leið mér fyrst eins og ég væri á tónleikum með stórstjörnu. Í seinna uppklappi renndi Reed svo í Walk on the Wild Side og áhorf- endur virtust fara sáttir heim. Ég var þó nokkuð langt frá því að vera heillaður upp úr skónum þó svo að þetta hafi verið ágætis tón- leikar. Lou tókst þó að drekkja öll- um krafti mínum og ég fór bara heim að sofa. Birgir Örn Steinarsson ■ MYNDLIST FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T [ TÓNLEIKAR ] UMFJÖLLUN Lou Rítalín? LOU REED LAUGARDALSHÖLL, FÖSTUDAGINN 20. ÁGÚST FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 62-63 (42-43) fólk aftasta 21.8.2004 21:11 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.