Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 6
6 25. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR ÍSRAEL, AP Gjá hefur myndast í fyrsta sinn milli breskra og bandarískra stjórnvalda vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðar- hafs. Hafa bresk stjórnvöld tekið sömu afstöðu og aðrar þjóðir Evr- ópu og gagnrýnt framferði Ísra- elsstjórnar á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki sett sig upp á móti hugmyndum Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, um út- víkkun landnemasvæða Ísraels- manna. Hafa þarlend stjórnvöld nýlega kynnt áætlanir um frekari uppbyggingu á Vesturbakkanum og eiga þar nú að rísa yfir 1500 heimili landnema innan tíðar. Palestínumenn segja frekari byggð Ísraela á svæðunum tveim- ur með öllu koma í veg fyrir stofnun ríkis Palestínu eins og hugmyndir hafa staðið til. Stjórn- málafræðingar segjast þó vissir um að fyrir dyrum standi frekari uppbygging Ísraelsmanna á svæðum sem eiga í raun að til- heyra Palestínu. ■ Útsending verður stafræn í haust Stutt er í að stafrænar sjónvarpsútsendingar íslenskra sjónvarpsstöðva hefjist. Þar með fylgir Ísland í kjölfar Norðurlanda og nokkurra ára reynslu Breta af stafrænu sjónvarpstækninni. NÝJUNG Sjónvarpsstöðvar Ís- lenska útvarpsfélagsins senda út stafrænt frá 1. nóvember. Það er bylting í sjónvarpsútsendingum á Íslandi, segir Sigurður G. Guð- jónsson, útvarpsstjóri félagsins og forstjóri Norðurljósa. Hann segir að breytingarnar kosti fyr- irtækið um 400 milljónir. Fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsmið- stöðvarinnar, segir fullkomin myndgæði helsta mun stafræns sjónvarps frá því sem nú sé. Sigurður segir að með stafræn- um sjónvarpsút- sendinum bjóðist áskrifendum að- gangur að allt að 46 sjónvarpsrás- um miðað við 14 rásum Fjölvarps- ins nú. Félagið geti hins vegar sent út allt að 160 sjónvarpsrásir í framtíðinni á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður segir að ráðist hafi verið í breytingarnar þar sem framleiðslu núverandi áskrifta- kerfis hafi verið hætt: „Fyrir áskriftasjónvarp eins og Stöð 2 er því ekkert um annað að ræða en að fara inn í næstu kynslóð sjón- varps og kaupa nýja afruglara, sendabúnað og afruglarakerfi.“ Ólafur Már Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsmið- stöðvarinnar og áhugamaður um starfæna tækni, segir stafrænt sjónvarp þekkt erlendis. „Þetta er í raun það sem hefur verið að gerast annars staðar, eins og á Norðurlöndunum, og í Bretlandi hefur stafræn útsending verið í gangi í nokkur ár.“ Ólafur segir að ekki þurfi að skipta um sjón- varp því afruglarar nemi útsend- inguna. „Tæknin þróast og það er örugglega stutt í að sjónvörp verði líka stafræn sem þýðir enn betri myndgæði. Það eru svo margir á Íslandi sem eru að berj- ast við drauga og skugga á skján- um sem verða nú úr sögunni.“ Sigurður segir 70-75% sjón- varpsheimila ná stafrænu út- sendingunum til að byrja með. „Við hefjumst handa á svoköll- uðu Faxaflóasvæði, frá Akranesi að Reykjanesi. Annar áfangi get- ur ekki hafist fyrr en við fáum leyfi til að fara með stafrænt sjónvarp út fyrir það svæði. Við erum hins vegar tilbúnir að fara til 95% sjónvarpsheimila um leið og Póst- og fjarskiptastofnun leyfir.“ Sigurður segir 40 þúsund myndlyklum verða skipt út í fyrsta áfanga en nú séu 60 þús- und lyklar í notkun. Áskrifta- gjald hækki ekki á einstaka stöðvar en með fleiri stöðvum breytist áskriftarmöguleikar. gag@frettabladid.is Sprengjuárásin á Balí: Lykilmaður sleppur BALÍ, AP Ákærur hafa verið felldar niður gegn einum þeirra lykilmanna sem skipulögðu sprengjuárásina á nætuklúbb á eyjunni Balí fyrir tæp- um tveimur árum. Fjöldi fólks lést við sprenginguna, aðallega ferða- fólk, og hefur lögreglu tekist að hafa hendur í hári þeirra sex aðila sem grunaðir eru um verknaðinn. Réttað hefur verið yfir flestum og þeir dæmdir til dauða eða lífstíðar- fangelsis en einn þeirra sleppur vegna tækniatriðis. Sá mun þó ekki fara frjáls því þegar var búið að dæma manninn fyrir annað sprengjutilræði í millitíðinni. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,74 0,73% Sterlingspund 129,53 0,14% Dönsk króna 11,71 -0,29% Evra 87,06 -0,29% Gengisvísitala krónu 121,87 0,11% KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 208 Velta 1.036 milljónir ICEX-15 3.316,7 2,33% MESTU VIÐSKIPTIN Kaupþing Búnaðarbanki hf. 550.493 Bakkavör Group hf. 126.379 Íslandsbanki hf. 85.895 MESTA HÆKKUN Kaupþing Búnaðarbanki hf. 5,28% Vátryggingafélag Íslands hf. 4,76% Íslandsbanki hf. 2,59% MESTA LÆKKUN Marel hf. -1,79% Samherji hf. -0,81% Actavis Group -0,64% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.090,7 0,18% Nasdaq * 1.833,9 -0,26% FTSE 4.407,5 0,05% DAX 3.771,0 -0,03% NIKKEI 10.985,3 0,22% S&P * 1.095,5 -0,01% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða fyrrverandi Bandaríkjaforsetivar staddur hér á landi í gær? 2Hvaða málverkum var stolið í Ósló ásunnudag? 3Hvenær er áætlað að aðskilnaðar-múrinn í Ísrael verði fullreistur? Svörin eru á bls. 30 – hefur þú séð DV í dag? Segir lögregluna hafa ekið viljandi á sig Lögregla ók niður saklausan laganema Frekari landvinningar Ísraelsmanna á kostnað Palestínu: Bretar ósammála Bandaríkjamönnum VESTURBAKKINN Afgirt flóttamannasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ísraelsmenn hyggjast leggja meira land Palestínumanna undir sig á næstu misserum. SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Segir að ekki verði hægt að afrugla staf- ræna útsendingu sjónvarpsstöðva Íslenska útvarpsfélagsins með tölvum eða samnýta myndlykla eftir að útsendingarnar verða stafrænar í nóvemberbyrjun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L ,,Það eru svo margir á Íslandi sem eru að berjast við drauga og skugga á skjánum sem verða nú úr sög- unni. MEIRA FÉ TIL AÐSTOÐAR Í DARFUR Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, heimsótti Darfur-hérað í Súd- an í gær. Hann segir Breta reiðu- búna til að veita auknu fé til neyðar- aðstoðar. Súdönsk yfirvöld hétu að veita breskum erindrekum mann- réttindasamtaka landvistarleyfi. ELDSVOÐI Í MOSKVU Fimm létust og einn slasaðist þegar eldur kvikn- aði í strætisvagni í Moskvu í gær. Eldurinn kviknaði þegar gasbrúsi sem ætlaður var til eldunar sprakk. MANNFALL Í TSJETSJENÍU Tólf tsjetsjenskir uppreisnarmenn féllu í skothríð frá rússenska hernum rétt fyrir utan Grosní að sögn rúss- neskra yfirvalda. Á tök í Tsjetsjen- íu hafa farið stigvaxandi undan- farna daga. ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ELDUR Á SAUÐÁRKRÓKI Slökkvilið var kallað til þegar eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Sauðárkróki í gær. Viðbyggingin er gömul, að hluta til úr torfi, og var lítil hætta á að eldurinn dreifði sér út. Vel gekk að slökkva eldinn en upptök hans eru ókunn. Málið er í rannsókn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.