Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 10
25. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Tímamót: Frelsi Parísar fagnað PARÍS, AP Frakkar fögnuðu í gær að 60 ár eru liðin síðan París var frelsuð úr haldi Þjóðverja. Af því tilefni reyndu menn að draga lær- dóm af stríðinu. AP fréttastofan ræddi við tugi hermanna og andspyrnumanna sem voru í París árið 1944 og sáttatónn var í þeim öllum. Þeir segja að þeim hafi orðið ljóst fyrir löngu að það yrði að leggja allan ágreining við fjandvini til hliðar og vinna að friði í álfunni. Frakkland og Þýskaland eru tvö öflugustu samstarfsríkin í Evrópusambandinu í dag. Litlu mátti muna að París hefði verið sprengd í loft upp þegar ljóst var að Þjóðverjar bæru lægri hlut. ■ Ekki stendur til að breyta kerfinu Sjávarútvegsráðherra sér það í hendi sér að sértækar aðgerðir komi niður á þeim sem ekki njóta þeirra. Hann segir að líta verði til þess að slíkar aðgerð- ir kunni að skapa sátt um kerfið og því styrkja stöðu sjávarútvegsins í heild. SJÁVARÚTVEGUR Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að fella niður út- flutningsálag á kvóta. Hann segist þó sjá það í hendi sér að sértækar aðgerðir, eins og útflutningsálag, byggðakvóti og línuívilnun bitni á byggðarlögum sem ekki njóti slíkra aðgerða. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyj- um, Bergur Ágústsson, heldur því fram að sértækar aðgerðir í sjávar- útvegsmálum hafi kostað Eyja- menn um fjögur hundruð milljónir á síðustu tveimur árum og yfir milljarð sé litið lengra aftur í tím- ann. „Það er eðli aðgerða eins og byggðakvóta og línuívilnunar að það er verið að taka úr hinum al- menna potti og úthluta á sértækan hátt. Þar af leiðandi tapa þeir sem ekki njóta sértækrar úthlutunar eða ívilnunar. Ég hef ekki reiknað þetta út fyrir byggðarlögin og veit ekki hvað þeir eru með inni í þess- um útreikningum og hvort þeir eru réttir,“ segir Árni um staðhæfingar bæjarstjórans. Hann segist hins vegar sjá í hendi sér að áhrif sértækra að- gerða geti verið á þá lund sem Bergur lýsir en veit ekki hvort þær komi verr niður á einu byggðarlagi umfram annað. Árni bendir hins vegar á að réttlæting hinna sérstæku aðgerða sé meðal annars fólgin í því að skapa meiri sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið og auka þannig stöðugleika í rekstrarum- hverfinu. „En ástæða aðgerðanna er sú að menn telja að þær styrki kerfið í heild sinni og auki sátt um kerfið. Þannig að staða þeirra sem eru í al- mennu úthlutuninni er öruggari og tryggari. Jafnvel þótt einhverjir geti reiknað þetta á þennan hátt þá gæti vel verið að það hefðu aðrir og verri hlutir getað gerst,“ segir Árni. Um útflutningsálagið, sem leg- gst á fisk sem fluttur er ferskur á markaði í útlöndum, segir Árni að ekki standi til að endurskoða það fyrirkomulag. „Enda er það mjög gagnrýnt hversu mikið er flutt úr landi af óunnum fiski og að ekki sé skylt að bjóða upp allan fisk innan- lands áður en hann fer úr landi. Það er auðvitað dálítið mismunandi eft- ir verstöðvum hversu mikið er flutt óunnið úr landi og það getur vel verið að Vestmannaeyjar séu þar ofarlega á blaði,“ segir Árni M. Mathiesen. thkjart@frettabladid.isSMS LEIKUR HALLE BERRY ER Viltu miða? Vinningar verða afhenTir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Sendu SMS skeytið BT CAT á númerið 1900 og þú gætir unnið. 9. hver vinnur. Vinningar eru: Miðar á myndina · Catwoman tölvuleikir DVD myndir · Margt fleira. Sjáðu myndina Spilaðu leikinn Sprengjutilræði við ráðherra: Misstu marks BAGDAD, AP Menntamálaráðherra Íraks slapp ómeiddur úr sprengjutilræði í úthverfi Bagdads í gærmorgun. Einn mað- ur lést í tilræðinu, sem beindist gegn bílalest ráðherrans, og tveir aðrir slösuðust. Svo vildi til að Sami Mudhafar menntamálaráðherra var ekki í bílalestinni þegar sprengjan sprakk í vegarkanti í vesturhluta höfuðborgarinnar. Var bílalestin á leið heim til ráðherrans að sækja hann. Sá sem lést í sprengingunni var lífvörður ráðherrans. ■ HÆFÐU EKKI SKOTMARKIÐ Lífvörður menntamálaráðherra Íraks lést í sprengjutilræði sem beindist gegn ráðherran- um. Sprengja sprakk í vegarkanti þegar bílalest ráðherrans fór hjá og lagði eina bifreiðina í rúst eins og sjá má. M YN D A P PARÍS FRJÁLS Frakkar fögnuðu Bandarískum hermönnum þegar þeir komu til Parísar í ágúst árið 1944. ÁRNI M. MATHIESEN Sjávarútvegsráðherra telur að þótt sértækar aðgerðir í sjávarútvegi kunni að bitna á viss- um byggðarlögum þá liggi stærri hagsmunir í því að skapa sátt um kerfið í heild.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.