Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 3 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 122 stk. Keypt & selt 23 stk. Þjónusta 39 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 6 stk. Heimilið 16 stk. Tómstundir & ferðir 16 stk. Húsnæði 32 stk. Atvinna 41 stk. Tilkynningar 4 stk. Námsefni fyrir grunnskóla BLS. 2 Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 25. ágúst, 238. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.50 13.30 21.07 Akureyri 5.27 13.14 21.00 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er eigandi bókabúðarinnar Iðu og verstu kaup sem hún hefur gert eru einnig þau bestu. „Árið 1983 vorum við að kaupa okkur íbúð og þar sem okkur vantaði alltaf pen- inga skiptum við niður bílum og fengum okkur stöðugt ódýrari bíl uns við enduð- um í Trabant Station. Trabantinn var ólík- ur öllum öðrum bílum og hafði stærstu sál sem um getur í bíl. Þegar maður sest inn í Trabant eru engin þægindi heldur bara brýnustu nauðsynjar. Undir húdd- inu er heldur ekkert nema það sem á að vera þar og ég man eftir að hafa hugsað með skelfingu „hvar er vélin?“ fyrst þeg- ar ég leit ofan í húddið. Hann eyddi afar litlu og var með varatank svo bensínlaus varð maður aldrei. Rúðuþurrkurnar voru með sjö hraðastillingum og ef hvassara varð en tvö vindstig fuku þær upp. Bíll- inn fór allt, sama hvernig viðraði en kom kannski ekki alltaf í heilu lagi á áfanga- stað og stundum duttu hlutir af honum á ferðinni, spoilerar og svoleiðis smotterí. Startarinn bilaði einu sinni og við stört- uðum bílnum lengi vel með skrúfjárni því við höfðum ekki efni á að láta gera við hann. Það mátti alveg sjást á þessum bíl svo hann var stundum nokkuð laskað- ur. Trabantar eru reyndar úr einhverju sérkennilegu trefjaplasti svo þeir beygl- ast ekki heldur brotna svo þegar einhver keyrði á mann þá braut hann bílinn. Gír- arnir voru ekki merktir svo það varð að keyra bílinn eftir tilfinningu. Ég sé mikið eftir þessum bíl og mæli með því að Trabant verði settur aftur í sölu. Ég held reyndar að því miður sé nú bannað að flytja þá inn. Það er kannski ekki mjög gott að vera á brothættum bíl í umferð- inni... Og veistu af hverju hann heitir Trabant? Það er af því að hann segir nafn- ið sitt sjálfur. Þegar Trabant nálgast heyrist: Trabbabbbbabbannt!“ ■ Bæði bestu og verstu kaupin: Trabbabbabbabbabbnnnt! heimili@frettabladid.is Og Vodafone býður viðskiptavin- um upp á aukin samskipti á sunnudögum. Þeir sem eru með heimilissíma hjá Og Vodafone geta hringt í allt að 60 mínútur frítt í aðra heimlissíma og ADSL not- endur geta hlaðið niður allt að 500 MB af efni frá útlöndum ókeypis á sunnudögum. Samhliða þessu hækkar mánaðargjald heimilissíma þann 10. september um 5%. GSM viðskiptavinir eru ekki hafðir útundan heldur hafa þeir aðgang að nýrri þjónustu – GSM Partý en þar gefst not- endum kostur á að tala við allt að fimm vini sína sam- tímis og borgar hver fimm krónur fyrir mínútuna. KB banki býð- ur almenningi upp á vaxta- laus lán til l i s t a v e r k a - kaupa. Bank- inn hefur gert samning við s k r i f s t o f u m e n n i n g a r - mála Reykjavíkurborgar þess efnis að bankinn bjóði almenningi vaxtalaus lán næstu þrjú árin sem ætluð eru til kaupa á listaverkum frá galleríum. Er þetta gert til að styrkja listalíf í landinu. Lágmarks- fjárhæð listmunaláns er 36.000 kr. og hámarksfjárhæð 600.000 kr. Kaupandi þarf eingöngu að greiða útborgun sem nemur 10% af verði listaverksins. Hámarksláns- tími listmunalána er þrjú ár en hægt er að greiða lánið upp hvenær sem er á lánstímanum. Arndís Björg óskar þess að hún hefði aldrei selt Trabantinn sinn. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR FJÁRMÁLIN Case CX 210 (Sumitomo) beltagrafa til sölu. ‘03, ek. 450 vinnust. 800 mm spyrnur, hraðtengi, vökvalagnir f/fleyg ofl. Verð 8,5 millj. + vsk. Skipti á ódýrari ath. S. 892 5195. Í fjalla- og ferðabílinn, KAB ökumanns- sæti, drullutjakkur, neyðarstartpakki, 12 volta loftpressa. Vélar og þjónusta. Reykjavík, sími 5 800 200. Akureyri, sími 461 4040. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Í dag eru 1.614 smáauglýsingar á www.visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.