Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 18
Það er auðvelt að falla fyrir freistingum í búðum og eyða um efni fram. Til að sporna við þessu er gott að kaupa hluti aldrei strax heldur sofa á málinu og velta fyrir sér næsta dag hvort mann vanti þá raunverulega svona mikið. Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON FÉLAGSFRÆÐINGUR SKRIFAR UM BJART- SÝNI Í FJÁRMÁLUM. Lán út á bjartsýni Að slá lán út á bjartsýnina er frekar gal- in fjármálastefna. Flest heimili á land- inu eru að auka við skuldirnar; taka neyslulán, bæta á kreditkortið og hækka yfirdráttinn. Það er ekki vegna þess að kaupmáttur hafi aukist eða vegna þess að við séum að fjárfesta í arðbærum verkefnum. Nei, það er vegna þess að við höfum á tilfinning- unni að við séum ríkari í dag en við vorum í gær. Við erum ofurbjartsýn. Við erum svo bjartsýn að við höldum að aukinn hagvöxtur skili sér í budduna okkar. Við höldum að stórframkvæmd- irnar við Kárahnjúka muni skila sér í beinhörðum peningum. Og við höldum að við séum orðin rík af því að verðið á íbúðinni okkar hefur rokið upp um tugi prósenta. Þessi bjartsýni er eins og mýrarljós sem teymir okkur út í botn- lausa skuldasúpu. Mér þykir leitt að segja það, en þessi bjartsýni á því mið- ur ekki við nein rök að styðjast. Hún er eins og að pissa í skóinn sinn; það yljar manni um stund en svo kólnar manni fljótt á fótunum. Staðreyndin er að hagvöxturinn eykst vegna þess að við eyðum svo miklu. Aukin skuldsetning heimilanna og aukin kreditkortanotkun mælist sem aukinn hagvöxtur og það er einmitt það sem er að gerast. Við erum að elta skottið á okkur og hlaupa í hringi. Framkvæmdirnar fyrir austan skila stórum hluta þjóðarinnar engu í vasann. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu er til dæmis atvinnuleysi að aukast þrátt fyrir „iðnbyltinguna“ og kannski vegna hennar. Fasteignaverð hefur vissulega rokið upp, en hvernig verðum við ríkari á því? Er meiningin að selja eignina, flytja á tjaldstæðið í Laugardal og lifa á peningunum? Ég spyr vegna þess að hækkað íbúðarverð hjálpar ekki nokkurn skapaðan hlut upp á fjárhag- inn nema við seljum íbúðina og kaup- um ekkert í staðinn. Þá er hægt að greiða upp skuldir og lifa á hagnaðin- um. Ég er með tillögu. Verum áfram bjart- sýn og njótum góða veðursins en not- um einnig tækifærið til þess að fara öðruvísi með peningana okkar. Fáum meira út úr því sem við höfum í stað þess að detta í það með auknum lán- um, hærri kortaúttekt og meiri yfir- drætti. Leggjum frekar svolítið af pen- ingunum í sjóði sem geta ávaxtað sig og margfaldað tekjurnar svo við getum eignast allt sem við erum að kaupa í dag á krít og miklu meira en það. Hægjum aðeins á neyslunni til þess að geta notið hennar betur. Það sem við gleypum í einum munnbita er bragð- laust. Notum einnig tækifærið til þess að minnka skuldasúpuna því þar er að finna fullt af peningum. Hugsið ykkur hvað lífið væri auðveldara og skemmti- legra ef við gætum breytt mánaðarlegri greiðslubyrði af lánunum í frjálsar ráð- stöfunartekjur. Við gætum keypt nýtt dress um næstu mánaðamót og stað- greitt það, farið næstu mánaðamót til Bahamas og þar næstu gætum við – Tja, nú vandast málið. Látið ykkur detta eitthvað skemmtilegt í hug því mán- aðamótin verða mörg þar sem þið eig- ið fullt af peningum sem fóru áður í af- borganir af lánum sem ekki eru lengur til. Þetta er hægt, þetta er auðvelt og þetta er skemmtilegt. Hvernig það er hægt segi ég ykkur í smá skömmtum með pistlunum en þið getið líka komið á námskeið hjá Fjármálum heimilanna og fengið leiðbeiningarnar beint í æð. Sjáumst, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is „Hugmyndin kviknaði þar síðasta sumar þegar ég starfaði í banka og kom auga á hversu fræðslu um dagleg fjármál er ábótavant,“seg- ir Fjóla Björk Karlsdóttir, nemi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri, sem samdi námsefni um fjármál fyrir grunnskóla og framhaldsskólanema. „Ég fór í barneignafrí með dóttur mína og byrjaði bara á að búa til texta í Word sem ég fór svo með á fund allra skólastjóranna á Akureyri og kynnti fyrir þeim hugmyndir mínar. Þeim leist vel á þetta og vildu fá efnið tilbúið sem fyrst,“ segir Fjóla sem stökk á tækifærið og réðst í útgáfu á kennsluefninu. „Ekki er til neitt námsefni fyr- ir um fjármál og er það hreint ótrúlegt að grunnskólarnir skuli ekki hafa tekið á þessu. Við kenn- um börnunum okkar sparnað og gefum þeim sparibauka en svo nær það ekkert lengra,“ segir Fjóla Björk en nú er námsefnið hennar kennt í um fimmtíu skól- um víðs vegar um land og selt í öllum verslunum Pennans. „Efnið er sérstaklega ætlað ungu fólki sem einn daginn mun halda út í lífið og þarf að takast á við fjármálin. Svo virðist sem að- gengi upplýsinga sé almennt lítið og er oft þjónustufulltrúinn sá eini sem veitt getur upplýsingar. Ég vil að fólk sé uppfrætt því að- alatriðið er að spyrja réttu spurn- inganna þegar farið er í bankann,“ segir Fjóla Björk sem tekur fram að helsti kostur efnisins sé að það sé óháð en komi ekki frá bönkum eða öðrum fjármálastofnunum. Bókin er byggð upp á einfaldan máta og hefst á almennum upplýs- ingum um bankana eins og til dæmis hvað bankanúmer eru og hvað þau þýða. „Ég var átján ára þegar ég byrjaði að starfa í banka og vissi ekki einu sinni banka- númerið mitt. Svo hef ég marg- sinnis rekið mig á að fólk veit ótrúlega lítið og hef hitt fólk sem er komið hátt á þrítugsaldurinn en veit ekkert hvað það er að gera ,“ segir Fjóla Björk. „Allir þurfa að taka lán ein- hvern tímann og því þarf fólk að vita hvað er í boði. Ég fer yfir alla lánamöguleika sem bjóðast og þar á meðal eru yfirdráttarlán sem alltof margir hanga á í mörg ár. Fólk er oft með óhagstæð lán þeg- ar önnur hagstæðari bjóðast og því er mikilvægt fyrir þann ald- urshóp sem helst er að taka lán að vita hvað hentar hverju sinni og hverjir eru kostir og ókostir þess,“ segir Fjóla Björk. „Eitt helsta markmið mitt er að fræða ungt fólk um fjármál því á endanum taka allir lán og þá borg- ar sig að vita um hvað málin snú- ast. Með því að veita þær grunn- upplýsingar sem allir þurfa að vita þá auðvelda ég fólki að vera sjálfbjarga í sínum fjármálum.“ kristineva@frettabladid.is Karlmenn eyða tvisvar sinnum meira en konur í mat og drykk í gæsapartíum og steggjapartíum. Þetta kemur fram í könnun sem fjármálaráðgjafafyrirtæk- ið Morgan Stanley gerði meðal tvö þúsund einstak- linga. Karlmenn eyða að meðaltali um 14.500 íslensk- um krónum en konur um átta þúsund krónum. Sífellt algengara verður að fólk framlengi steggjakvöld og gæsakvöld úr einni kvöldstund, sem kostar að meðaltali um tíu þúsund krónur, í heila helgi sem gæti kostað um 47.000 krónur á mann. Talið er að 3,3 milljónir Breta muni bregða út af vananum og fagna þessu síðasta kvöldi sem óbundinn einstak- lingur með því að ferðast til útlanda eða búa til sér- merkta boli. Þriðjungur þessara frelsisunnenda eru á þrítugsaldri. Eldri Bretar eru þó líka virkir og eru einn af hverjum tíu veislugestum á sextugsaldri. Morgan Stanley gerði könnun á því hvar bjórinn er ódýrastur þar sem margar steggjanir og gæsanir fara fram erlendis nú til dags. Prag er á toppnum yfir ódýrasta bjórinn þegar hún er borin saman við aðra vinsæla viðkomustaði eins og Amsterdam, Barcelona og Búdapest. Í Prag kostar hálfur lítri af bjór um sex- tíu krónur og vínglas 93 krónur. Í Amsterdam eru veigarnar dýrastar en þar kostar bjórinn um 320 krónur og vínglasið um 200 krónur. ■ Síðasta kvöldið sem ólofaður einstaklingur: Karlmenn eyða meiru en konur Vinsælt er að steggja og gæsa verðandi brúðhjón og virðast þær athafnir verða sífellt dýrari. Hátt í sextíu þúsund einstaklingar hafa nú gefið ríkisskattstjóra upp tölvupóstföng sín til samskipta. Þessi póstföng eru notuð sparlega og einkum til að benda á áhuga- verða rafræna þjónustu eða þegar sérstök ástæða þykir. Fimm hund- ruð manns sem höfðu opnað skattaframtöl sín á vefnum en skiluðu þeim svo ekki á réttum tíma fengu til að mynda áminn- ingu með tölvupósti áður en end- anlegur skilafrestur rann út. Af þeim brugðu 300 skjótt við og skiluðu framtali á réttum tíma og komust þannig hjá þeim óþægind- um sem fylgja því að skila ekki framtali og láta áætla á sig tekjur og gjöld. Rúmlega níu þúsund Ís- lendingar vildu ekki fá álagning- arseðla í pósti heldur kjósa að sinna sínum skattamálum alfarið á netinu og tæplega sextíu þúsund manns vilja ekki fá skattskýrslur sendar með pósti á næsta ári held- ur eru ákveðnir í að telja fram á netinu og spara þannig fyrirhöfn og biðraðir. ■ Æ fleiri kjósa aðeins rafræn viðskipti: Skatturinn afgreiddur á netinu Nú er lítið mál vera í góðum samskipt- um við Skattmann hvar sem er. Fjármál ungmenna: Vera sjálfbjarga í fjár- málum Fjóla Kristín Karlsdóttir skrifaði námsefni um fjármál fyrir grunnskóla og framhalds- skólanema eftir að hafa starfað í banka í nokkur ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.