Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI síðan 1761 Veiðin gengur vel þessa dagana. Hin margumtalaða rigning er kom- in, meðal annars í Ísafjarðardjúp- inu og Akureyringnum Þórarni Jó- hannessyni tókst að veiða sexhund- raðasta laxinn í Elliðaánum. „Þegar við höfðum samband við veiðihúsið í Miðfjarðará var okkur tjáð að þokkalegasta veiði væri í ánni þessa stundina og væru 1.197 laxar bókaðir eins og er,“ sagði Jó- hann Sigurðsson hjá veiðifélaginu Laxá, í gærdag, er við spurðum frétta. „Miðfjarðaráin er frekar vatnslítil þessa stundina en hins- vegar smekkfull af fiski og eru sumir hylirnir það fullir af fiski að þeir minna einna helst á síld í tunnu. Einnig hafði veiðimaður samband við okkur sem var að veið- um í Miðfjarðará í gær og hafði hann sömu sögu að segja.“ Það dró aðeins fyrir sólu á svæð- inu í gær og smá rigningarúði kom í kjölfarið og það var eins og við manninn mælt fiskurinn tók grimmt næstu klukkustund eftir vætuna. Í Laxá á Ásum eru komnir 430 veiddir laxar. Veiðin hefur verið að rokka frá 5-17 laxa á dag síðustu daga að laugardeginum síðasta undanskildum en þá veiddust ein- ungis tveir laxar. Nú má búast við að gott skot komi í Langadalsá því þessi marg- umtalaða rigning mætti á svæðið í fyrrakvöld og enn rignir. Um 110 laxar eru komnir á land úr ánni og veiðivörðurinn þar sagði að mikið væri af fiski og jafnvel væri tölu- verð bið eftir að vatnið yrði meira til að ganga í ána. Hollið sem kláraði í fyrradag náði að landa 15 löxum og 3 bleikjum. Og hollið sem er að veiðum voru komnir með 6 laxa en ætti sú tala að hækka eitt- hvað fyrst byrjað er að rigna. Á fyrstu tveim dögunum eftir að maðkur og spónn voru leyfð í Ytri- Rangá voru 325 laxar teknir á land en eftir það dró úr veiðinni. Vakt- irnar eru að skila 20-40 löxum á land og er mikið af fiski í ánni. Menn hafa verið að prófa að kasta á nýja staði í ánni og setja menn ein- nig í lax á þeim stöðum þannig að það má segja að það sé fiskur al- staðar í ánni. Um 3.200 laxar hafa farið í gegn- um teljarann hjá Ægissíðufossi en búast má við að töluvert af fiski sé á veiðisvæðinu fyrir neðan hann. Alls hafa um 1.700 laxar verið skráðir í bókina í Ytri-Rangá. Veiðin hefur verið rokkandi á Tannastaðatanga og hafa menn ver- ið að fá sjóbirtinga og nokkrir laxar hafa einnig veiðst á svæðinu. Þeir sem voru að klára á hádegi í dag fengu tvo nýrunna fjögurra punda birtinga sem voru mjög sprækir. Einnig misstu þeir einn 10 eða 12 punda lax í löndun í gærmorgun. Veiðimaður sem var á svæðinu fyrripart sunnudags setti í 3 laxa en náði þeim ekki á land. Laugardalsá er komin með 526 skráða laxa þegar tvö holl eiga eftir að veiða í ánni. Miðað við veiðina síðustu daga bendir allt til þess að hún endi í tæpum 600 löxum sem væri glæsileg aukning frá lokatöl- unum í fyrra en þá veiddust 350 lax- ar. Tvö síðustu holl enduðu með 32 laxa og 14 laxa. Töluvert er af fiski í ánni og enn þá er nokkuð að ganga í hana en veiðum líkur um mánaða- mótin. ■ Sexhundraðasti laxinn úr Elliðaánum GUNNAR NORÐDAL Með fallegan lax úr Eystri-Rangá, áin er að komast í 2.000 laxa. VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Julia Roberts tjáði sig ífyrsta skipti um óléttu sína við fjölmiðla. Hún sagðist ætla að taka sér frí frá kvikmyndaleik, eft- ir að hafa klárað að leika í Ocean’s Twelve, til þess að einbeita sér að móðurhlutverkinu. Hún á von á tvíbur- um ásamt eiginmanni sínum, kvik- myndatökumanninum Danny Moder snemma á næsta ári. Moder er annar eiginmaður Roberts. Rokkekkjan Courtney Love brast ígrát eftir að dómari skipaði henni að halda sig frá konu sem hefur kært hana fyrir líkamsárás. Love á að hafa slegið konuna í höfuðið með vínflösku. Love mætti fyrir dómara á föstudag og var álagið henni um of, enda hefur hún verið tíður gestur í réttarsalnum síðustu mánuði. Hún sagði blaðamönnum að henni liði eins og Kaliforníuríki væri að reyna knésetja sig. Leikarinn Russell Crowe á að hafaráðist á lífvörð sinn eitt kvöldið þegar hann var að djúsa eftir tökur Í Kanada á myndinni Cinderella Man. Lífvörð- urinn, sem er mjög ná- inn Crowe, stakk upp á að kominn væri tími fyrir hann að fara heim til eiginkonu sinnar og barns og fór það eitthvað í taugarnar á Crowe sem stökk á lífvörðinn og beit hann. Leikarinn JohnStamos hefur sótt um skilnað frá eigin- konu sinni Rebeccu Romjin-Stamos sem er frægust fyrir hlutverk sín í X-manna myndunum. Þau náðu því að vera gift í fimm ár sem hlýtur að teljast nokkuð vel af sér vikið miðað við sem tíðkast í Hollywood. Þá höfðu þau verið par í fjögur ár. John Stamos hefur einbeitt sér að sviðs- leik á Broadway í New York á meðan eiginkona hans hefur haldið sig Los Angeles til þess að fiska eftir bita- stæðum kvikmyndahlutverkum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.