Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 42
26 25. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Miðvikudagur ÁGÚST FRÁBÆR SKEMMTUN SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 HHH - Ó.H.T. Rás 2 GOODBYE LENIN kl. 5.40 og 8 SÝND kl. 8 og 10.30 B.I. 14 SÝND kl. 6 og 8 M/ÍSL.TALI SÝND kl. 6 M/ENSKU.TALI FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER 47.000 GESTIR Þetta var ekki hennar heimur.. en dansinn sameinaði þau! Sjóðheit og seiðandi skemmtun! SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýraspennumynd! SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI Tvær vikur á toppnum SÝND kl. 8 og 10.30 B.I. 12 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 14 SÝND Í LÚXUS kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 HARRY POTTER 3 SÝND kl. 5.30 M/ÍSL. TALI SÝND kl. 10.10 M/ENSKU TALI KING ARTHUR SÝND kl. 10.30 B.I. 14 SHREK 2 SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSL. TALI SÝND kl. 3.40 og 8 M/ENSKU TALI SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI HHH1/2 Fréttablaðið HHH G.E. Stöð 2 HHH kvikmyndir.com 1/2 Fr tt l ié a a . . t i ir. Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og hvæsandi! SÝND kl. 8 og 10.30 B.I. 14 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.30, 8 og 10.30SÝND kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 HHHH HJ, MBL. „Fjörugt bíó“ ÞÞ, FBL. SÝND kl. 8.30 (uppselt) og 10.30 SÝND kl. 10 SÝND kl. 10.20 Laugavegi 32 sími 561 0075 6. sýning: fim. 26. ágúst kl. 20.00 7. sýning: lau. 28. ágúst kl. 20.00 Allra síðasta sýning Örfá sæti laus ■ ■ TÓNLEIKAR  21.00 Dúndurfréttir taka best of Pink Floyd og Led Zeppelin á Gauk á Stöng.  22.00 Dúettinn „Litli og stóri“ treður upp á Næsta bar. Dúettinn skipa Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Birgir Bragason kontrabassaleikari. Bandarískir „indí“ bíódagar Í dag hefst kvikmyndahátíðin Bandarískir „indí“ dagar í Há- skólabíó með frumsýningu heim- ildarmyndarinnar Super Size Me. Níu aðrar myndir eru á boðstóln- um, sú elsta þriggja ára gömul en nokkrar eru nýkomnar úr filmu- vinnslunni. Hátíðin stendur til 9. septem- ber næstkomandi. BEFORE SUNSET Leikastjóri: Richard Linklater Aðalhlutverk: Ethan Hawke og Julie Delpy Framhald myndarinnar Before Sunrise frá árinu 1995. Jesse og Celine hittast aftur, níu árum eftir að þau eyddu saman sól- arhring í Vín. Í þetta skipti hittast þau í París þar sem Jesse er að kynna nýjustu bók sína. Eins og áður hafa þau bara nokkrar klukkustundir verið saman áður en þau þurfa að kveðjast, þar sem Jesse þarf að ná vélinni heim. Margt hefur breyst frá því að þau hittust fyrst en þau hafa ekki gleymt hvort öðru. Þau ganga saman um stræti Parísar og ræða saman um líf þeirra og ástina. Nú á Jesse þó konu og barn heima en er óhamingju- samlega giftur. BOLLYWOOD/HOLLYWOOD Leikstjóri: Deepa Mehta Aðalhlutverk: Rahul Khanna, indverska súpermódelið Lisa Ray og Rishma Malik Yndisleg söngvagrínmynd frá Kanada eftir hina kanadísku Deepa Mehta. Fyndin, fjörug og litrík mynd sem notar sögu- þráðinn úr Pretty Woman til að gera góð- látlegt grín að Bollywood-myndum. CAPTURING THE FRIEDMANS Leikstjóri: Andrew Jarecki Aðalhlutverk: Friedman-fjölskyldan Heimildarmynd um Friedman-fjölskyld- una sem er afskaplega venjulegt mið- stéttarfólk af gyðingaættum í Bandaríkj- unum. Veröld þeirra umturnast þegar fjöl- skyldufaðirinn og yngsti sonurinn eru handteknir og sakaðir um hræðilega glæpi. COFFEE & CIGARETTES Leikstjóri: Jim Jarmusch Aðalhlutverk: Roberto Benigni, Steve Buscemi, Iggy Pop, Tom Waits, Cate Blanchett, Jack White, Alfred Molina, RZA og Bill Murray Nokkrar stuttmyndir eftir bandaríska leik- stjórann Jim Jarmusch. Sögurnar hlaðast hver ofan á aðra og mynda skemmtilega stemningu. Persónur myndarinnar ræða saman um alls kyns hluti og fyrirbrigði yfir kaffibolla og sígarettum. Jarmusch sýnir okkur sérstaka sýn á tilveruna og hversu hrífandi þráhyggjur, nautnir og fíknir lífsins geta verið. KEN PARK Leikstjórn: Larry Clark og Edward Lachman Aðalhlutverk: Tiffany Limos, James Ransone og Stephen Jasso Myndin fjallar um skeitara í Kaliforníu og ömurlegt heimilislíf þeirra. Shawn er frek- ar venjulegur, Tate er fullur af sturlaðri reiði, Claude er fórnarlamb heimilisof- beldis og Peaches kemur frá fjölskyldu þar sem foreldrarnir eru öfgatrúar. Þau eyða ekki nægilega miklum tíma saman til þess að þekkja heimilislíf hver annars og sjá því ekki hversu mikil áhrif það hef- ur á þau og samskipti þeirra við aðra. MY FIRST MISTER Leikstjóri: Christine Lahti Aðalhlutverk: Albert Brooks og Leelee Sobieski Randall er hæglátur miðaldra maður sem rekur herrafataverslun í verslunarmiðstöð og borðar samlokuna sína á sama bekkn- um daglega. J er pönkaraunglingur og sí- fellt að gera uppreisn gegn umhverfi sínu. Randall ræður J til sín í vinnu og hún sýnir óvænta hæfileika þegar henni tekst að selja þrenn Armani-föt á einu bretti eins og ekkert sé. Með þeim tekst óvenjuleg vinátta og gefa þau hvort öðru gott og gjöfult veganesti sem á eftir að breyta viðhorfum þeirra beggja til lífsins. SAVED! Leikstjóri: Brian Dannelly Aðalhlutverk; Jena Malone, Mandy Moore og Macaulay Culkin Góða stelpan Mary og besta vinkona hennar, hin yfirþyrmandi Hilary Faye (Mandy Moore úr How to Deal), eru á lokaári hins kristna menntaskóla, Eagle Christian High School. Heimur Mary hryn- ur þegar kærasti hennar tjáir henni að hann sé hommi. Mary gerir allt til að „af- homma“ hann án árangurs. Afleiðingarnir eru þó að hún verður ófrísk og hún ákveður að fæða barnið og við þá ákvörðun verður hún útundan í vina- hópnum. Hilary Faye snýst gegn Mary og myndar nýjan vinkonuhóp. Bróðir hennar, hinn lamaði Roland, verður hrifinn af hinni uppreisnargjörnu Cassöndru og það getur Hilary getur ekki afborið. Mitt í þessari ringulreið sér Mary ljósabirtu í til- veru sinni þegar hún hittir brettatöffar- ann, Patrick. SHAPE OF THINGS Leikstjóri: Neil LaBute Aðalhlutverk: Gretchen Mol, Paul Rudd, Rachel Weisz og Fred Weller Listakonan Evelyn kynnist feimna safn- verðinum Adam og takast með þeim ást- ir. Evelyn er ráðrík og mjög sérvitur. Hún vill móta og breyta hinum feimna og óframfærna Adam þannig að úr verði ný persóna sem fylgist með tískunni og nýj- um lífstíl. Vinir Adams eru ekki hrifnir af breytingu Adams enda vilja þeir bara hafa hann eins og þau þekkja hann. Þeg- ar Adam hittir vini sína með nýja klipp- ingu og nýja kærustu verða brestir í vin- áttuhópnum. Evelyn kemur af stað mikl- um hræringum í tilfinningalífi þeirra allra. SPELLBOUND Leikstjóri: Jeffrey Blitz Heimildarmynd um stafsetningakeppni sem hefur verið haldin árlega í Bandaríkj- unum frá árinu 1925. Keppnin er mjög vinsæl sem sýndi sig best árið 1999 þeg- ar tíu milljónir krakka tóku þátt. Í mynd- inni er fylgst með átta krökkum sem allir eru sigurvegarar í sínum heimasvæðum. Fylgst er með undirbúningi þeirra fyrir úr- slitakeppnina. Krakkarnir eru mjög ólíkir og koma frá stórborgum, smábæjum eða úthverfum. Sumir eiga bara eitt foreldri og aðrir eru börn innflytjenda. Fjölskyldu- líf allra snýst aðeins um keppnina og allt er lagt í það að sigra. SUPER SIZE ME Leikstjóri: Morgan Spurlock Aðalhlutverk: Morgan Spurlock Kvikmyndagerðarmanninn Morgan Spur- lock langaði til þess að sjá hvaða afleið- ingar það myndi hafa ef manneskja myndi borða mat frá McDonalds í hvert mál. Hann ákvað að gera sjálfan sig að tilraunadýri. Hann snæddi rétti af mat- seðli McDonalds þrisvar á dag í heilan mánuð. Þegar honum var boðið að stækka máltíðina upp í Super Size varð hann að svara játandi. Með myndinni vildi Spurlock sýna hversu mikil áhrif stóru matarkeðjurnar hefðu á almenning. Hann þyngdist um 11 kíló við gerð myndarinnar og honum var ráðlagt af læknum að hætta við allt saman, þar sem líf hans væri í hættu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.