Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR RAGGI BJARNA Á JÓMFRÚNNI Kvartett Ragnars Bjarnasonar spilar á veit- ingastaðnum Jómfrúnni við Lækjargötu í dag klukkan 16. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VINDA- OG VÆTUSAMT SYÐRA Í DAG en eitthvað hægari norðanlands og yfirleitt þurrt fram eftir degi. Gengur í norðaustanátt með kvöldinu. Sjá síðu 6 28. ágúst 2004 – 233. tölublað – 4. árgangur KREFST AÐGANGS AÐ GÖGNUM Helga Jónsdóttir borgar- ritari krefst aðgangs að öllum gögnum félags- málaráðherra vegna skipunar í stöðu ráðu- neytisstjóra. Hún fer einnig fram á rökstuðn- ing fyrir valinu. Undrun og hneykslun með- al framsóknarmanna. Sjá síðu 2 SLÆM KENNSLA Helmingur nemenda viðskipta- og hagfræðideildar Háskólans er óánægður með upplýsingatæknikennslu framhaldsskólakerfisins. Kröfur um sam- ræmda upplýsingakennslu voru ræddar á málþingi í gær. Sjá síðu 6 HELMINGSAUKNING MILLI ÁRA Búist er við 45 prósenta heildaraukningu í fiskeldi milli ára. Búist er við meira en helmingsaukningu í laxeldi frá því í fyrra. Enn eru miklar væntingar til þorskeldis, sem þó er enn á þróunarstigi. Sjá síðu 10 SÝKNAÐUR Þjóðverji var sýknaður af manndrápi af gáleysi þegar hann ók ölvaður og velti bíl á Krýsuvíkurvegi í lok júlí síðast- liðnum. Vinnufélagi mannsins lést af áverk- um sem hann hlaut í slysinu. Sjá síðu 12 Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 36 Sjónvarp 48 Laddi: ● mætti og gerði skrýtin óhljóð Leikur í nýja Bjarkar myndbandinu SÍÐA 42 ▲ ● bílar Ekki bara hestöfl Birgir Bragason: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Danskir prestar: Hjónavígslur í ráðhús ATVINNUMÁL Helmingur danskra presta vill fá hjónavígslur úr kirkjunum samkvæmt nýrri könnun og hefur danski biskupinn lýst yfir mikilli hryggð vegna þess. Telja prestarnir að vígslur hvers konar eigi betur heima í ráðhúsum en í heilögum kirkjum þrátt fyrir að hjónavígslur dragi mun fleiri í kirkju en guðsþjón- ustur. Voru yfir tvö þúsund prest- ar spurðir og reyndust 53 prósent þessarar skoðunar. Danski biskupinn Jan Lind- hardt er ósammála meirihlutan- um og kallar niðurstöðuna heimskulega. ■ Almannatenglar sérhæfa sig í að grípa inn í atburða- rásina í viðskipta- og stjórnmálalífinu. Áróðursmeistararnir: HÚSNÆÐISMÁL Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði telur hæpið að bankarnir geti staðið undir því að bjóða 4,4 prósenta vexti nema þeir geri lægri ávöxtunar- kröfu en eðlilegt sé. Hann hefur einkum efasemdir um getu Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis til að bjóða upp á lán á þessum kjörum. „Vonandi hafa þeir bolmagn til þess. Ef raunvaxtastig lækkar ekki er ljóst að til lengri tíma gefa þessi útlán þeim ekki ásættanlega ávöxt- un sem eigendur bankanna gera til sinnar fjárfestingar,“ segir Hallur. Hann telur að bankarnir dragi þá ályktun að vaxtastig lækki á næstunni og því geti vaxtastigið skilað bönkunum ásættanlegum ábata. Lækki vaxtastigið hins veg- ar ekki telur Hallur að bankarnir séu í raun að borga með nýju lán- unum. Hvort bankarnir séu komnir í beina samkeppni við Íbúðalána- sjóð segir Hallur að gert hafi ver- ið ráð fyrir því þegar kerfisbreyt- ingar voru ákveðnar. „Við gerðum ráð fyrir svona ástandi. Reyndar ekki svona fljótt eða svona lágt. Við töldum ekki að menn hefðu bolmagn til að fara í 4,4 prósent enda hafa þeir það ekki til lengri tíma litið,“ segir Hallur. Hann nefnir sérstaklega í þessu samhengi Sparisjóð Reykja- víkur og nágrennis, sem hefur boðið 4,4 prósenta vexti. „Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósenta vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta,“ segir Hallur. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis, er undrandi á ummælum Halls. „Ég veit ekki hvað honum gengur til með slík- um ummælum. Við teljum okkur ráða fullkomlega vel við þetta. Við skulum bara horfa til þess að sparisjóðirnir hafa veitt húsnæð- islán á Íslandi í áratugi og það hafa ýmsar aðstæður verið á markaði,“ segir hann. Hann segir að sparisjóðirnir hafi alltaf fundið farveg í þeirri þróun og að það sé ekkert sem bendi til þess að þeir geti ekki tekið þátt í því sem sé að gerast núna. thkjart@frettabladid.is Hefur efasemdir um bolmagn bankanna Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði efast um getu bankanna til að bjóða 4,4 prósenta vexti. Nefnir sérstaklega Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis. Sparisjóðsstjóri undrast ummælin. SÍÐUR 24 & 25 ▲ Julia Stiles útilokar ekki að formæður sínar hafi hitt Leif heppna. Hollywood-stjarnan á Íslandi: SÍÐA 28 ▲ Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N JAFNRÉTTISMÁL „Tveir af níu hæsta- réttardómurum á Íslandi eru konur, tvær konur eru dómstjórar í átta héraðsdómum landsins og af 38 hér- aðsdómurum eru aðeins tíu konur. Fáar konur stunda lögmennsku en einungis 14% lögmanna á Íslandi eru konur,“ sagði Cherie Blair, einn þekktasti lögmaður Breta og eigin- kona Tony Blair forsætisráðherra, á málþingi um konur, völd og lögin sem Háskóli Íslands stóð fyrir í gær. „Tölfræðin batnar ekki þegar ráðuneytin eru skoðuð. Í stjórnun- arstöðum í ráðuneytunum eru 60 karlmenn og 15 konur,“ sagði hún. Helstu ástæðuna fyrir þessu mis- rétti segir hún vera þá að konur beri enn meginábyrgð á heimili og börnum. „Eitt helsta samfélagsmál 21. aldarinnar verður að reyna að koma á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það varðar ekki aðeins konur heldur einnig karlmenn,“ sagði hún. Sjá síðu 8 Tölfræðin sýnir fram á verulegt kynjamisrétti: Bakslag orðið í jafnréttismálum CHERIE BLAIR Cherie Blair segir að þótt íslensk lög geri ráð fyrir jafnrétti kynjanna megi hin raunverulega staða vera betri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.