Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 2
2 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Viðskipti Burðaráss og Orra: Viðunandi en skulda skýringu VIÐSKIPTI Viðskipti Orra Vigfússonar og Burðaráss með ríflega fimm pró- senta hlut í Íslandsbanka voru undir núverandi gengi bankans. Viðskipt- in voru gerð upp á grundvelli fram- virks samnings frá því í febrúar. Það þýðir að yfir tímabilið bar Burðarás gengisáhættuna af bréf- unum en ekki Orri eins og ætla mátti. Þetta kemur fram í nýrri til- kynningu sem send var Kauphöll- inni eftir að gerð hafði verið at- hugasemd við skort á upplýsing- um. Helgi Magnússon er einnig með samning um hátt í átta pró- senta hlut í Íslandsbanka við Landsbankann þar sem Landsbank- inn ber gengisáhættu. „Það er niðurstaða okkar af við- ræðum við aðila að upplýsingarnar séu viðunandi,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands. „Það er hins vegar alveg ljóst að það eru atriði í kringum þennan samning sem markaðurinn skilur ekki og eru mjög óvenjuleg- ar. Þeim hefur ekki tekist að koma því til skila til markaðarins að þetta sé byggt á fullkomlega eðli- legum viðskiptalegum forsendum. Það væri í þágu markaðarins ef að- ilum málsins tækist að skýra þetta með nægjanlega skilmerkilegum hætti svo að markaðurinn skynji þessa viðskiptahætti sem eðlilega og heilbrigða.“ ■ Krefst aðgangs að öllum gögnum Helga Jónsdóttir krefst aðgangs að öllum gögnum félagsmálaráðherra vegna skipunar í stöðu ráðuneytisstjóra. Hún fer einnig fram á rök- stuðning fyrir valinu. Undrun og hneykslun meðal framsóknarmanna. STÖÐUVEITING Helga Jónsdóttir borg- arritari krefst aðgangs að öllum gögnum hjá Árna Magnússyni fé- lagsráðherra sem varða á einhvern hátt mat hans eða ráðgjafa hans á umsókn hennar um starf ráðuneyt- isstjóra. Þá fer Helga fram á skrif- legan rökstuðning Árna fyrir ákvörðun hans um skipan í starfið. Árni skipaði, sem kunnugt er, Ragnhildi Arnljótsdóttur lögfræð- ing í fyrradag. Helga styður kröfu sína um rök- stuðning ákvæði stjórnsýslulaga, þar sem segir að aðili máls geti krafist þess að stjórnvald rökstyðji ákvörðun sína skriflega, hafi slíkur rökstuðningur ekki fylgt ákvörðun- inni þegar hún var tilkynnt. Sam- kvæmt lögum hefur félagsmála- ráðherra 14 daga til að skila rök- stuðningi frá því að krafa berst. „Frekari umfjöllun mín um mál- ið bíður þess að ég fái rökstuðning ráðherra í hendur,“ sagði Helga. en hún á þann kost að kæra skipunina til umboðsmanns Alþingis eða að fara með hana beint fyrir dómstóla. Undrun og hneykslan ríkir inn- an raða framsóknarmanna eftir að Árni kunngerði val sitt og skipan í stöðuna, að því er fram kom í við- tölum blaðsins í gær. Helga er af grónum flokksættum og flokks- bræður hennar sem blaðið ræddi við voru á einu máli um að þeir hefðu talið fullvíst að hún fengi stöðuna, ekki síst í ljósi menntunar og margþættrar reynslu af störf- um í stjórnsýslunni. „Ég varð afar undrandi þegar ég heyrði þetta,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgar- fulltrúi, um skipanina. „Jafnframt vil ég segja að ég þekki þarna fjöl- marga umsækjendur sem allir eru afskaplega hæfir. En þegar ég sá nafn Helgu meðal þeirra hugsaði ég að ekki væri hægt að ganga fram hjá slíkri manneskju.“ Aðrir viðmælendur blaðsins tóku í sama streng og Sigrún. Árni ræddi við þrjá umsækjend- ur áður en hann valdi í starfið. Þeir voru Helga, Ragnhildur og Hermann Sæmundsson sem gegnt hefur starfi ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu um nokkurt skeið. „Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir og ég tek henni eins og hún liggur fyrir,“ sagði Hermann. Hann var skrifstofustjóri í félagsmála- ráðuneytinu áður en hann var settur ráðuneytisstjóri, tímabundið. „Það liggur beint við að taka það starf aftur en það kunna að vera fleiri valkostir sem ég er að fara yfir,“ sagði Hermann og kvaðst sætta sig við að hafa ekki fengið starfið. jss@frettabladid.is Bandaríkjamenn í Írak: Gera árás á Fallujah ÍRAK, AP Bandaríski herinn varpaði að minnsta kosti tveimur sprengj- um í austurhluta írösku borgarinn- ar Fallujah í gær, að sögn vitna. Bandaríski herinn hefur ekki tjáð sig um atvikið. Talsmenn hers bandamanna í Írak telja að andófsmenn og skæru- liðar leiti sér skjóls í borginni. Bandaríski herinn sat um borgina í þrjár vikur í apríl en lét öryggismál í hendurnar á íröskum hersveitum. Síðan þá hefur herinn skotið flug- skeytum úr fjarlægð að skotmörk- um. Á miðvikudaginn féllu fjórir í árásum Bandaríkjamanna en þeir segjast hafa ráðist á skæruliða. ■ ALAN GREENSPAN Segir Bandaríkin verða að skera niður áður en það verður um seinan. Alan Greenspan um félagskerfið: Brýnt að skera niður sem fyrst BANDARÍKIN, AP Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin verði að taka erfiðar ákvarðanir með litlum fyrirvara ef þingið sker ekki nið- ur í félagsmálakerfinu og heil- brigðisgeiranum. Greenspan segir það rangt af ríkinu að lofa meiri eftirlaunum en það getur borgað. Hann sagði málið vera sérstaklega mikilvægt um þessar mundir því kynslóðirn- ar sem fæddust fyrstu tvo áratug- ina eftir stríð voru sérstaklega fjölmennar og fara bráðum á eftirlaun. Greenspan hefur meðal annars lagt til að eftirlaunaaldur verði hækkaður úr 65 ára aldri í 67 ár. ■ Nei, við erum bara að leyfa þeim að njóta þess með okkur sem við eigum. Það er hvergi betra vatn en í Hafnarfirði. Lúðvík Geirsson er bæjarstjóri í Hafnarfirði en Hafnfirðingr mun sjá Garðbæingum fyrir vatni þegar illa árar í vatnsbúskap þeirra síðarnefndu. SPURNING DAGSINS Lúðvík, eruð þið að ná algeru tangar- haldi á nágrönnum ykkar? AÐ STÖRFUM Flugmenn Landhelgisgæslunnar eiga eftir að kjósa um undirritaða kjarasamninga. Verði þeir samþykktir gilda þeir til 2007. Landhelgisgæslan: Laun hækka KJARAMÁL Samningsnefnd flug- manna Landhelgisgæslunnar hafa gengið frá kjarasamningi við fjár- málaráðuneytið hjá ríkissátta- semjara. Samningurinn gildir til ársloka 2007 hljóti hann samþykki níu flugmanna Gæslunnar. Örnólfur Jónsson, formaður samningsnefndarinnar, segir við- ræður hafa dregist vegna sumar- leyfa en nú eigi aðeins eftir að ganga frá samningum flugmanna Flugskóla Íslands. Niðurstaða samninganna sé trúnaðarmál. ■ MARKAÐURINN VILL MEIRA Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands, segir að þrátt fyrir betrumbætta til- kynningu hafi Orra Vigfússyni og Burðarási ekki tekist að sannfæra markaðinn um að viðskiptahættirnir séu eðlilegir og heilbrigðir. HELGA JÓNSDÓTTIR Krefst gagna og rökstuðnings frá félagsmálaráðherra. STÖÐUVEITING „Ábyrgðin er mín og það er mitt mat að Ragnhildur hafi staðið fremst af þeim þremur umsækjendum sem kallaðir voru til viðtals vegna starfs ráðuneyt- isstjóra,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um val sitt í starfið. Hann sagði að þótt engin skylda hefði borið til, hefði ráðn- ingarstofan Mannafl verið fengin til að leggja mat á hæfi umsækj- enda. Hún hefði komist að þeirri niðurstöðu, að þeir sex sem eftir stóðu, eftir að einn umsækjenda hafði dregið umsókn sína til baka, væru vel hæfir en þrír hæfastir. „Þegar ég var búinn að fara yfir það sem fólk hefur skrifað, gert og sagt í viðtölum, auk hlið- sjónar af þeim verkefnum sem framundan eru í ráðuneytinu, svo og mannlegum samskiptum og öðru sem hafa þarf í huga og taka með inn í svona ákvörðun, þá er það mín niðurstaða að Ragnhildur standi fremst.“ Spurður hvort þau ummæli sem látin hefðu verið falla undan- farna daga í röðum framsóknar- manna, að yngri menn í flokknum ýttu eldri reynsluboltum út í horn eða settu fólk á „dauðalistann“, væru að sannast þarna svaraði Árni: „Ég kannast ekkert við þess- ar lýsingar sem þarna eru uppi. Ég sé ekki hvað þær koma þessu máli við. Helga er mikil ágætis kona. Ég veit ekki til þess að hún hafi komið nálægt stjórnmálum í langan tíma og skil því ekki hvers vegna menn eru að reyna að teng- ja þetta flokkspólitík.“ ■ Félagsmálaráðherra um stöðuveitinguna: Segir Ragnhildi hæfasta FÓRNARLAMB HRYÐJUVERKA Björgunarstarfsmenn bera lík fórnarlambs sprengjutilræðisins af vettvangi. Rússland: Allt bendir til hryðjuverks MOSKVA, AP Leifar af sprengiefni fundust í annarri af tveimur rúss- neskum farþegaflugvélunum sem hröpuðu nánast samtímis í áætl- unarflugi í vikunni. Tsjetsjenskir hryðjuverkamenn hafa lýst til- ræðinu á hendur sér. Rússnesk yfirvöld hafa viljað láta lítið gera úr möguleikanum á hryðjuverkum þegar flugvélarnar hröpuðu og kostuðu 89 manns líf- ið. Yfirvöld hafa fullyrt að ráðin hafi verið bót á óeirðum í Tsjetsjeníu. En í síðustu viku létust yfir þrjátíu manns þegar árásir voru gerðar á lögreglu- og slökkviliðs- stöðvar í höfuðborg Tsjetsjeníu. Þannig komi önnur árás uppreisn- armanna sér illa fyrir forseta- kosningar í Tsjetsjeníu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA „Ábyrgðin er mín.“ M YN D A P DRENGUR FÉKK HÖFUÐHÖGG Drengur á fjórtánda ári hlaut höf- uðhögg í fótboltaleik á Akranesi og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem teknar voru myndir af höfði hans. Drengurinn var að spila í úrslitakeppni fjórða flokks í knattspyrnu. ÓK OF HRATT ÁN ÖKULEYFIS Ungur ökumaður sem er rétt ókominn með bílpróf var tekinn á 121 kílómetra hraða á Ólafsfjarð- arvegi þar sem hann var á leið frá Akureyri til Dalvíkur. BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra skipar í stöðu hæsta- réttardómara. Hæstiréttur: Fimm sækja um stöðuna HÆSTIRÉTTUR Umsóknarfrestur um stöðu hæstaréttardómara rann út á miðnætti en áður en Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld staðfestu fimm einstaklingar að hafa sent inn um- sókn sína. Það eru Allan V. Magn- ússon, Eggert Óskarsson, Eiríkur Tómasson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra skipar í stöðuna en hann var gagnrýndur af umboðsmanni Alþingis og kærunefnd jafnréttis- ráðs eftir síðustu stöðuveitingu hæstaréttardómara fyrir að hafa gengið framhjá tveimur núver- andi umsækjendum, Eiríki og Hjördísi. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.