Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 6
6 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR ÚTFLUTNINGUR Evrópusambandið skaðar fiskeldisframleiðendur með innflutningskvóta á eldis- laxi og tollum, skoskum og írsk- um framleiðendum eldislax til varnar. Þetta segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Oddeyrar; eignarhaldsfélags Samherja um fiskeldi. Evrópu- sambandið hefur gert verndar- ráðstafanir fyrir laxeldi sem gilda eiga frá 15. ágúst í 200 daga. Guðbrandur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands fiskeldisstöðva, segir ráð- stöfun Evrópusambandsins þá sömu og Bandaríkjamenn not- uðu vegna mikils innflutnings stáls frá Evrópu. Þeim sé beint gegn Norðmönnum. Ísland sé í flokki bandarískra, kanadískra og rússneskra eldisframleið- enda. Tveir fyrrnefndu flytji inn mikið af villtum fiski sem sé bót í máli. Löndin megi samtals flytja inn rétt rúmlega 20 þús- und tonn af eldislaxi. Mikilvægt sé að utanríkisráðuneytið og aðrar stofnanir landsins fylgist vel með að útfluttur villtur lax sé ekki skráður sem eldisfiskur. Jón Kjartan segir aðgerðirn- ar grafalvarlegt mál fyrir Norð- menn. „Þeir fylla líklega kvót- ann sem Evrópusambandið set- ur þeim. Við flokkumst með öðr- um þjóðum sem við teljum að fylli ekki kvótann. Áhrifin verða því lítil þessa 200 daga; sérstak- lega þar sem villtur lax telst ekki með.“ Jón Kjartan segir 522 evrur leggjast á hvert tonn af slægðum laxi sem fluttur verði inn umfram kvótann. Í skýrslu Evrópusambands- ins stendur að markaðshlutdeild innflytjenda hafi aukist um þrjú prósent síðustu tvö ár og sé nú 75 prósent. Þá hafi verð lækkað um tæp 30 prósent. Fyrirtæki innan sambandsins standi tæpt og því nauðsynlegt að grípa til aðgerða. ■ Helmingur stúdenta telur sig fá slæma kennslu í upplýsingatækni í framhaldsskóla, að því er fram kemur í nýrri rannsókn viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Ís- lands. Misjöfn geta nemenda er sögð valda deildinni vandkvæð- um. Ársæll Valfells lektor, sem um- sjón hafði með rannsókninni, segir einungis um þriðjung stúd- enta telja sig hafa fengið góða upplýsingatæknikennslu í fram- haldsskóla og 16 prósent telji kennsluna hvorki hafa verið góða né slæma. Á ráðstefnu sem haldin var í gær þar sem niðurstöður rann- sóknarinnar voru kynntar var þeirri hugmynd velt upp hvort ekki þyrfti að gera kröfu um sam- ræmda kennslu í upplýsingatækni í framhaldsskólum. Dæmi munu vera um að nemendur hafi ekki til að bera lágmarksþekkingu á ein- földustu aðgerðum í ritvinnslu og töflureiknum þegar þeir hefja nám við háskólann. Ársæll segir afleiðingar þessa vera tvíþættar. Annars vegar sitji nemendur ekki við sama borð við upphaf náms, auk þess sem dýrmætur tími fari í að bregðast við vandanum. Ársæll segir að rannsóknin hafi náð til nemenda viðskipta- og hagfræðideildar og hann viti ekki til þess að svipuð könnun hafi verið gerð í öðrum deildum eða skólum. Hann segist þó hafa heyrt af því að misjöfn tölvu- kunnátta nemenda hafi valdið vandkvæðum í öðrum deildum skólans, en það hafi þó ekki verið kannað sérstaklega. „En það sem við sjáum er að kennsla okkar í upplýsingatækni er mjög vinsæl hjá nemum úr öðrum deildum þar sem minni áhersla er á slíka kennslu,“ segir Ársæll. Aðspurð- ur hvað hafi orðið til þess að ráð- ist var í rannsóknina segir hann mikilvægi upplýsingatækni í námsefni deildarinnar hafa ráðið mestu. „Áherslan hefur flust frá því að læra á tiltekin forrit yfir í að læra að hagnýta sér notkun þeirra. Þar með er kennsla í upp- lýsingatækni komin á annað stig og verður að gera ráð fyrir því að nemendur ráði við notkun helstu forrita og eigi auðvelt með að til- einka sér nýja tækni,“ segir hann og bætir við að niðurstöður rann- sóknarinnar hafi þegar orðið til að breyta skipulagi upplýsinga- tæknináms við deildina. olikr@frettabladid.is GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,13 -0,10% Sterlingspund 129,96 0,26% Dönsk króna 11,73 0,12% Evra 87,27 0,13% Gengisvísitala krónu 122,17 0,13% Kauphöll Íslands - hlutabréf Fjöldi viðskipta 321 Velta 5.653 milljónir ICEX-15 3.429,3 0,95% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 515.156 Landsbanki Íslands hf. 248.858 Íslandsbanki hf. 154.645 Mesta hækkun Líftæknisjóðurinn hf. 7,41% Landsbanki Íslands hf. 3,64% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1,86% Mesta lækkun Jarðboranir hf. -5,00% Fjárfestingarfélagið Atorka hf. -1,11% Opin Kerfi Group hf. -0,80% Erlendar vísitölur DJ * 10.209,8 0,36% Nasdaq * 1.865,9 0,70% FTSE 4.490,1 0,81% DAX 3.851,2 0,49% NIKKEI 11.209,6 0,72% S&P * 1.109,6 0,40% *Bandarískar vísitölur kl. 19.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða erlenda forsætisráðherrafrú erstödd hér á landi í sérstakri heim- sókn? 2Hvað heitir nýr ráðuneytisstjóri ífélagsmálaráðuneytinu? 3Íþróttamenn hvaða lands hafa oftastorðið í neðsta sæti á Ólympíuleikun- um í Aþenu? Svörin eru á bls. 43 OPIÐ HÚS í dag frá kl. 13:00 -16:00 Léttar veitingar og námskynningar fyrir gesti. Allir velkomnir! Umferðartafir: Tengivagn valt VELTA Tengivagn flutningabíls valt á hliðina á Vesturlandsvegi rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun. Í vagninum voru fimm tonn af frystum fiski. Flutningabíllinn var að koma af Suðurlandsvegi sem liggur þvert á Vesturlandsveg. Lögreglan í Reykjavík getur ekki sagt nákvæm- lega til um hver orsök veltunnar hafi verið. Umferðartafir urðu þó nokkrar og myndaðist bílaröð langt upp á Víkurveg í Grafarvogi. Loka þurfti annarri akgreininni í tæpar þrjár klukkustundir meðan vagninn var tæmdur. ■ Á SUÐURLANDSVEGI Tengivagn flutningabíls valt á hliðina og urðu töluverðar umferðartafir. ■ NORÐURLÖND ATVINNULEYSI EYKST Í NOREGI Atvinnuleysi í Noregi mældist 4,1 prósent í júlímánuði en var 3,1 prósent á sama tíma í fyrra. Rúmlega 98 þúsund manns voru á atvinnuleysisskrá í júlí en voru tíu þúsundum færri í fyrra. Hið opinbera hefur fækkað starfs- fólki verulega, sérstaklega í röð- um ófaglærðra starfsmanna. Í blaðinu í gær var sagt að meiri- hluti úthlutaðs kolmunnakvóta væri enn óveiddur þegar innan við vika væri eftir af fiskveiðiárinu. Þetta er ekki rétt því fiskveiðiár í sameiginlegum stofnum á borð við kolmunna er almanaksárið en ekki frá 1. september til 31. ágúst eins og fiskveiðiárið á Íslandsmiðum er. Evrópusambandið grípur til verndarráðstafana: Innflutningskvóti skaðar fiskeldisrekstur ÁRSÆLL VALFELLS Ársæll segir að nýjar áherslur verði í upplýs- ingatæknikennslu í viðskipta- og hagfræði- deild Háskólans í kjölfar rannsóknar sem gerð var á viðhorfum og getu nemenda. HÁSKÓLANEMAR Háskólanemar mótmæltu skólagjöldum fyrr á þessu ári. Ef marka má niðurstöður rann- sóknar viðskipta- og hagfræðideildar er um helmingur nemendanna óánægður með upp- lýsingatæknikennsluna sem þeir fengu í framhaldsskóla. Slæm kennsla í upplýsingatækni Helmingur nemenda viðskipta- og hagfræðideildar Háskólans er óánægður með upplýsingatæknikennslu framhaldsskólakerfisins. ■ LEIÐRÉTTING ■ BANDARÍKIN BUSH OG KERRY STILLI TIL FRIÐ- AR Í DARFUR Mannréttindaleiðtog- inn séra Jesse Jackson hvetur George Bush og John Kerry til að beina sjónum sínum til Darfur- héraðs í Súdan og gera sitt til að binda endi á skálmöldina þar. Jackson heimsótti flóttamanna- búðirnar Abu Shouk í Súdan. EYKUR VÖLD FORSTJÓRA CIA George Bush Bandaríkjaforseti hefur veitt forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar aukið vald og sett á laggirnar nýja bækistöð fyrir baráttuna gegn hryðjuverk- um. Bush segir breytingarnar eiga eftir að auðvelda að finna og ná tangarhaldi á hryðjuverka- mönnum. Bush hefur legið undir ámæli í kosningabaráttunni fyrir slappa leyniþjónustu. LAXELDI VIÐ ÍSLAND Aðgerðirnar eru grafaralvarlegt mál fyrir Norðmenn en snerta íslenska hagsmuni ekki eins mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.