Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 8
Þrátt fyrir að íslensk lög geri ráðfyrir jafnrétti kynjanna og þok- ast hafi í þá átt undanfarna áratugi mætti hin raunverulega staða vera betri,“ sagði Cherie Booth Blair, einn þekktasti lögmaður Breta og eiginkona Tonys Blair forsætisráð- herra, á málþingi undir heitinu Kon- ur, völd og lögin sem Háskóli Ís- lands stóð fyrir í gær. Máli sínu til stuðnings benti hún á að tölulegar upplýsingar um Ísland bentu til þess að enn væri langt í land. „Tveir af níu hæsta- réttardómurum eru konur, tvær konur eru dómstjórar í átta hér- aðsdómum landsins og af 38 héraðsdómurum eru aðeins tíu konur. Fáar konur stunda lögmennsku, en einungis 14% lögmanna á Íslandi eru konur. Tölfræðin batnar ekki þegar ráðuneytin eru skoðuð. Í stjórnunarstöðum í ráðuneytunum eru 60 karl- menn og 15 konur. Í nefndum ráðuneytanna eru um 70 pró- sent karlmenn. Ef við snúum okkur að utanríkisráðuneyt- inu þá var aðeins ein kona sendiherra af 30 þar til í síðasta mán- uði en þeim hefur nú fjölgað í þrjár. Svo dæmi sé tekið úr Háskóla Íslands voru fyrr á árinu 22 konur meðal 147 prófessora skól- ans,“ sagði hún. Cherie benti á að þrátt fyrir að jafnvel fleiri kon- ur en karlar stundi nú lögfræði- nám sé mikið ójafnvægi í kynjaskipt- ingu í áhrifastöð- um í lög- fræðistétt. Það sé raunin um allan heim. „ L ö g - mannastétt v e r ð u r fyrst og fremst að þjóna almenningi. Það er mikilvægt að við sem stundum lög- mennsku og kennum viðhöldum trausti almennings. Til þess að gera það verðum við að endur- spegla fjölbreytt samfélag okkar. Lögmenn og dómarar eiga ekki bara að vera hvítir, miðaldra karl- ar,“ segir hún. „Það verður að vera hægt að líta á réttlæti sem rétt allra, ekki bara forréttindi fárra. Konur eru helmingur samfélagsins. Til þess að hægt sé að þjóna almenningi á þýðingarmikinn hátt verður að ná tengslum við hann. Það tekst best með því að endurspegla þann al- menning á sem réttasta máta,“ sagði hún. Túlkun laga afar mikilvæg Hún vitnaði í kvenkynsdómara sem sagði að sá sem túlkaði lögin væri í það minnsta jafnmikilvægur og sá sem byggi þau til, ef ekki mikilvæg- ari. Í viðtali við fjölmiðla að loknu ávarpi sínu sagðist hún aðspurð ekki telja að túlkun kvenlögmanna á lögum væri ólík túlkun karla. „Öll túlkun á lögum er mismunandi og byggist hún á reynslu. Það leikur enginn vafi á því að konur og karlar búa að mismunandi reynslu og það þarf að endurspegla þann mismun í lögfræðinni.“ Karlmenn þegar virkir Spurð hvers vegna karlmenn taki ekki virkari þátt í jafnréttisbar- áttunni segist hún telja þá fremur virka. „Ég á þrjá syni en aðeins eina dóttur og hef því sérstakra hagsmuna að gæta varðandi þetta. Mikið af jafnréttisbaráttunni hef- ur unnist með samvinnu karla og kvenna. Það er mikilvægt að líta á jafnréttisbaráttuna sem hags- munabaráttu bæði kvenna og karla. Það er mikilvægt að gera fólki kleift að lifa lífi sínu eins og það vill. Konur og karlar vilja bæði geta sinnt heimilislífinu og starfinu og það ætti ekki að vera val um annað hvort,“ sagði hún. „Það sem við þurfum að gera er að ganga úr skugga um að karl- menn séu að ræða þessi mál. Mér finnst mjög hvetjandi hve margir ungir karlmenn hafa áhuga á því. Margir þeirra vilja vera þátttak- endur í uppeldi barna sinna. Eig- inmaður minn hefur alltaf tekið virkan þátt í uppeldi barna okkar og tel ég okkur heppin hvað það varðar að lífsmáti okkar leyfir það.“ Jafnvægi mikilvægt Cherie Booth Blair segir að eitt helsta samfélagsmál 21. aldarinn- ar verði að reyna að koma á jafn- vægi milli vinnu og einkalífs. Það varði ekki aðeins konur heldur einnig karlmenn sem vilja taka aukinn þátt í uppeldi barna sinna. Þá vilji margir hafa kost á því að stunda frístundir eða stunda nám með vinnu. „Það er mikilvægt að skoða á gagnrýninn hátt þann vinnukúltúr sem komst á á þeim tíma þegar annars konar sveigjanleiki í starfi var í boði – þegar karlar unnu úti og konan sá um heimilið og börn- in. Viðskiptalífið endurspeglar þá mynd enn og er þess valdandi að konur sem vinna hlutastarf eða sveigjanlegan vinnutíma eiga það enn meira á hættu að verða útund- an og fá færri tækifæri til þess að byggja upp sambönd í gegnum tengsl sem allt hefur áhrif á frama.“ Karlmenn þurfa hvatningu Hún sagði að þetta væri ein meg- inástæðan fyrir því að karlmenn þyrftu hvatningu í því að taka í auknum mæli upp sveigjanlegan vinnutíma og vinnuveitendur að víkka hug sinn þegar kemur að veitingum stöðuhækkana. „Ég minnist þess ávallt að á ní- unda áratugnum þegar við hjónin áttum þrjú ung börn, sagði Ray Powell, sem var mjög áhrifaríkur innan þingflokks Verkamanna- flokksins, við Tony að ef hann hætti ekki að fara heim úr þinginu eftir atkvæðagreiðsluna klukkan 19 til þess að hitta börnin áður en þau færu að sofa, og þess í stað stundaði barina með starfsfélög- um sínum – sem flestir voru karl- kyns, yrði honum ekkert ágengt í stjórnmálum.“ ■ 8 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Jafnrétti á Íslandi er enn ábótavant Cherie Booth, lögmaður og eiginkona Tonys Blair, sagði á málþingi í gær að staða kvenna á Íslandi mætti vera betri. Samkvæmt tölulegum upplýsingum væri enn langt í land í jafnréttisbaráttunni. SVONA ERUM VIÐ ÚTFLUTNINGUR Í JÚLÍ: Tegund Millj. kr. Sjávarafurðir 10.543,5 Landbúnaðarvörur 184,6 Iðnaðarvörur 4.611,4 Aðrar vörur 163,8 BRYNHILDUR FLÓVENZ OG ANU PYLKKÄNEN Fluttu erindi á málstofunni í gær. Voru sammála um að lögin væru karllæg. Anu Pylkkänen: Lögin eru karllæg Rétturinn verður að vera kven- lægur af því að lögin hafa þró- ast á forsendum karla. Lögin mega ekki þróast áfram á sömu forsendum heldur verður túlk- un laganna að vera á á kven- lægum forsendum svo réttur- inn endurspegli jafnrétti. Lagasetning, sem ætlað er að sporna gegn misrétti, er sett óháð kyni og einblínir á þjóðfé- lagsstéttir og hópa líkt og þau séu kynlaus. ■ Erum öll femínistar „Sem kona skil ég þörfina fyrir því að berjast fyrir jafnrétti. Við erum öll femínist- ar, konur sem karlar. Sjónarmið okkar eru ólík en við erum öll femínistar. Við mig hefur oft ver- ið sagt að ég geti ekki verið femínisti því ég sé í Sjálfstæðis- flokknum. Það skortir umburðar- lyndi milli kvenna þegar þær tala um jafnrétti. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNN- ARSDÓTTIR Orðið bakslag í baráttunni „Aðeins 14 pró- sent lögmanna á Íslandi eru konur. Í flestum öðrum löndum Evrópu er hlutfallið um helmingur. Það hefur orðið bak- slag í jafnréttis- baráttunni á Ís- landi. Sem dæmi má nefna að ekki eitt einasta mál hefur verið kært til kærunefndar jafnréttismála síðan Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra lýsti því yfir að jafnrétt- islögin væru barn síns tíma.“ Eitthvað er að fara að gerast „Mér finnst eins og það sé eitthvað að fara að gerast. Þessi ráðstefna fer fram á sama tíma og bakslag hefur orðið í jafn- réttismálum á Ís- landi. Viðbrögð kvenna við þessu bakslagi eru þó afar hvetjandi. Það er ekki til jákvæð mismunun á Íslandi. Við eigum svo mikið af frambærileg- um konum að það kemur aldrei til jákvæðrar mismununar. Endurvakning umræðunnar „Það hefur orðið endurvakning á jafnréttisumræð- unni á Íslandi að u n d a n f ö r n u . Meira hefur verið rætt um jafnrétt- ismál á síðustu sex mánuðum en und- anfarin sex ár. D ó m s m á l a r á ð - herra fékk á sig mikla gagnrýni í kjölfar þess að ráða ekki mjög hæfa konu í stöðu hæstaréttar heldur minna hæfan karlmann og framsóknarkonur risu upp og mótmæltu því að Siv Friðleifsdóttur væri vikið úr ráð- herrastóli. SIF KONRÁÐS- DÓTTIR INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR BJÖRG THORARENSEN SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR Á VETTVANGI MÁLÞING UM KONUR, VÖLD OG LÖGIN Brynhildur Flóvenz: Við stærsta hindrunin Lagasetning er ásættanlegt verkfæri til þess að bæta réttindi kvenna en það má ekki nota eitt og sér. Við verð- um að breyta lagalegri hugs- un okkar og gæta að því að lögin og túlkun þeirra taka mið af heimi karlmanna. Við, vestrænir lögmenn, erum stærsta hindrunin í vegi fyrir því að svo megi gerast, vegna þess hvernig við skilgreinum lögin. Því skora ég á lögmenn, sérstaklega kvenlögmenn, að endurskoða hugmyndir sínar um grunn laganna. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.